Gat ekki gengið fyrir nokkrum dögum en vann síðan sögulegt silfur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 07:31 Bergrós Björnsdóttir með söguleg verðlaun sín. Lyftingasamband Íslands Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir varð um helgina fyrst Íslendinga til að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum og það þrátt fyrir að vera á hækjum aðeins nokkrum dögum fyrr. Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan. Lyftingar CrossFit Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan.
Lyftingar CrossFit Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira