Minntist Murray eftir sigur á PGA-mótaröðinni: „Sorgardagur fyrir golfið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2024 11:31 Davis Riley vann sitt fyrsta PGA-mót í gær. getty/Sam Hodde Davis Riley minntist Graysons Murray eftir að hann hrósaði sigri á móti á PGA-mótaröðinni í gær. Murray féll frá á laugardaginn, aðeins þrítugur. Foreldrar Murrays greindu frá því að hann hefði svipt sig lífi á laugardaginn. Hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge á PGA-mótaröðinni daginn áður. Hann hafði þá leikið sextán holur á öðrum hring mótsins. Fráfall Murrays setti auðvitað sitt mark á síðasta keppnisdaginn á Charles Schwab Challenge. Kylfingar og kylfusveinar báru rauða og svarta borða á derhúfum sínum eða bolum til minningar um Murray. Hann klæddist oft rauðu og svörtu sem eru litir íshokkíliðsins Carolina Hurricanes. Murray var frá Norður-Karólínu. Riley varð hlutskarpastur á Charles Schwab Challenge og vann þar með sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Eftir sigurinn nýtti hann tækifærið til að minnast Murrays. „Þetta er sorgardagur fyrir golfið. Ég sendi fjölskyldu hans mínar samúðarkveðjur. Það var klárlega eitthvað auka að spila fyrir í dag [í gær],“ sagði Riley sem lék samtals á fjórtán höggum undir pari. Hann var fimm höggum á undan Keegan Bradley og Scottie Scheffler. Murray vann tvö PGA-mót á ferlinum. Það síðara var Sony Open á Hawaii í janúar síðastliðnum. Áður hafði hann unnið Barbasol Championship fyrir sjö árum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Foreldrar Murrays greindu frá því að hann hefði svipt sig lífi á laugardaginn. Hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge á PGA-mótaröðinni daginn áður. Hann hafði þá leikið sextán holur á öðrum hring mótsins. Fráfall Murrays setti auðvitað sitt mark á síðasta keppnisdaginn á Charles Schwab Challenge. Kylfingar og kylfusveinar báru rauða og svarta borða á derhúfum sínum eða bolum til minningar um Murray. Hann klæddist oft rauðu og svörtu sem eru litir íshokkíliðsins Carolina Hurricanes. Murray var frá Norður-Karólínu. Riley varð hlutskarpastur á Charles Schwab Challenge og vann þar með sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Eftir sigurinn nýtti hann tækifærið til að minnast Murrays. „Þetta er sorgardagur fyrir golfið. Ég sendi fjölskyldu hans mínar samúðarkveðjur. Það var klárlega eitthvað auka að spila fyrir í dag [í gær],“ sagði Riley sem lék samtals á fjórtán höggum undir pari. Hann var fimm höggum á undan Keegan Bradley og Scottie Scheffler. Murray vann tvö PGA-mót á ferlinum. Það síðara var Sony Open á Hawaii í janúar síðastliðnum. Áður hafði hann unnið Barbasol Championship fyrir sjö árum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira