Brosandi þótt aftur sé ekið á flugvél Verzlinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2024 12:52 Það er stutt í brosið hjá Verzlingum og vonandi reynist fall fararheill. Nói Pétur Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi. Alls voru 330 Verzlingar sem settu upp hvítar húfur þegar brautskráning við skólann fór fram á laugardaginn. Mikið var um veisluhöld um allt höfuðborgarsvæðið þar sem fjölskyldur fögnuðu með nýstúdentunum sínum. Í morgun átti svo að halda í langþráða útskriftarferð til Króatíu, foreldralausa með öllu. Eftir partýhald helgarinnar sáu margir fyrir sér að ná að sofa úr sér þreytuna í flugvélinni en það fór aldeilis ekki svo. „Þetta er búið að vera virkilegt vesen, það er klárt,“ segir Nói Pétur Guðnason, nýstúdent frá Verzló, sem er meðal 150 Verzlinga sem sitja þessa stundina í komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Blaðamaður bað Nóa um að rekja hrakfallasöguna en hann er formaður bekkjarráðs og hefur séð um skipulagningu ferðarinnar. Eldhúsbíll ók utan í hurð Tvær flugvélar áttu að flytja hópinn fjölmenna utan. Önnur vélin fór vissulega í loftið og styttist í að sá hluti Verzlinga fari að finna til stuttbuxur og sólarvörn í Split í Króatíu. Hinir nemendurnir komust aldrei út í vél. „Við áttum að fara í loftið klukkan sjö í morgun og biðum eftir því að fara upp í rútu. Ein rútan fékk ekki að fara af stað og svo var okkur öllum snúið við. Við vissum ekkert í svona tuttugu mínútur. Svo vorum við látin vita að keyrt hafði verið á flugvélina,“ segir Nói Pétur. Eldhúsbíll frá fyrirtækinu Newrest sem þjónustaði vél Neos-flugfélagsins rakst utan í hurð á vélinni, að sögn Sigþórs Kristins Skúlasonar, forstjóra Airport Associates, þjónustuaðila vélarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli rak ökumaður þjónustubifreiðarinnar lyftu í neðri hluta flugvélarinnar. Flugvél á leiðinni Eftir nokkra reikistefnu og óvissu varð ljóst að vélin væri ekki á leiðinni í loftið á næstunni að sögn Nóa Péturs. Hún væri föst á verkstæði. Nemendunum var vísað sem leið lá út fyrir öryggisgæslu og í innritunarsal. „Við sitjum hér öll í þeim fáu sætum sem eru í salnum. Við fáum að fara inn aftur þegar innritun byrjar aftur.“ Hópurinn hafi fengið þær upplýsingar að flugvél væri á leiðinni frá Kaupmannahöfn og brottför til Split sé áætluð klukkan 15. Mjög bjartsýnt að sögn Nóa Péturs en Verzlingar voni það besta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða vél frá Air Arabia sem skráð er sem Neos vél. Nemendurnir bíða og bíða.Nói Pétur Auk Verzlinganna 150 er þrjátíu manna hópur fullorðins fólks á leið í siglingu í Króatíu. „Það er eldra fólk sem á að fara af stað í ferðina á morgun. Það var extra mikið stress hjá þeim í morgun þegar það var talað um að við færum heim og ekki í loftið fyrr en á morgun.“ Fjórar hetjur millilenda En það fá ekki allir að fara beint til Split. Fjöldi nýstúdenta er aðeins of mikill fyrir flugvél Play og því munu fjórir millilenda með annarri flugvél í Kaupmannahöfn áður en haldið verði áfram til Split. „Þau verða í einhverja klukkutíma í Kaupmannahöfn.“ En hvernig er stemmningin eftir allt þetta vesen? „Stemmningin er svona allt í lagi. Enginn er alveg búin að missa það. Fólk er frekar þreytt. Var búið að gera ráð fyrir að sofa í vélinni en það er ekki svo þægilegt að sofa hérna,“ segir Nói. Matarmiðar verði ekki afhentir fyrr en fólkið er komið í gegnum öryggisgæsluna á nýjan leik. Aftur ekið á flugvél „Almennt þá held ég að fólk sjái einhvern húmor í því hvernig þetta gerðist, að það hafi verið ekið á flugvélina. Ég hef allavega rosalega gaman af þessu, miðað við allt og allt,“ segir Nói. Verzlingar eru nefnilegar vanir því að ekið sé á flugvél þeirra. „Það gerðist líka í nóvember 2022 hjá árganginum á undan okkur. Þá festust þau í flugvél í London sem var keyrt á. Þá máttu þau ekki yfirgefa vélina,“ segir Nói. Fram undan eru, vonandi, tíu dagar í sól og blíðu í Split. „Þrátt fyrir allt bíða allir spenntir eftir því að komast út. Hef enga trú á öðru en það verði virkilega skemmtilegt.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Framhaldsskólar Ferðalög Samgönguslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Alls voru 330 Verzlingar sem settu upp hvítar húfur þegar brautskráning við skólann fór fram á laugardaginn. Mikið var um veisluhöld um allt höfuðborgarsvæðið þar sem fjölskyldur fögnuðu með nýstúdentunum sínum. Í morgun átti svo að halda í langþráða útskriftarferð til Króatíu, foreldralausa með öllu. Eftir partýhald helgarinnar sáu margir fyrir sér að ná að sofa úr sér þreytuna í flugvélinni en það fór aldeilis ekki svo. „Þetta er búið að vera virkilegt vesen, það er klárt,“ segir Nói Pétur Guðnason, nýstúdent frá Verzló, sem er meðal 150 Verzlinga sem sitja þessa stundina í komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Blaðamaður bað Nóa um að rekja hrakfallasöguna en hann er formaður bekkjarráðs og hefur séð um skipulagningu ferðarinnar. Eldhúsbíll ók utan í hurð Tvær flugvélar áttu að flytja hópinn fjölmenna utan. Önnur vélin fór vissulega í loftið og styttist í að sá hluti Verzlinga fari að finna til stuttbuxur og sólarvörn í Split í Króatíu. Hinir nemendurnir komust aldrei út í vél. „Við áttum að fara í loftið klukkan sjö í morgun og biðum eftir því að fara upp í rútu. Ein rútan fékk ekki að fara af stað og svo var okkur öllum snúið við. Við vissum ekkert í svona tuttugu mínútur. Svo vorum við látin vita að keyrt hafði verið á flugvélina,“ segir Nói Pétur. Eldhúsbíll frá fyrirtækinu Newrest sem þjónustaði vél Neos-flugfélagsins rakst utan í hurð á vélinni, að sögn Sigþórs Kristins Skúlasonar, forstjóra Airport Associates, þjónustuaðila vélarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli rak ökumaður þjónustubifreiðarinnar lyftu í neðri hluta flugvélarinnar. Flugvél á leiðinni Eftir nokkra reikistefnu og óvissu varð ljóst að vélin væri ekki á leiðinni í loftið á næstunni að sögn Nóa Péturs. Hún væri föst á verkstæði. Nemendunum var vísað sem leið lá út fyrir öryggisgæslu og í innritunarsal. „Við sitjum hér öll í þeim fáu sætum sem eru í salnum. Við fáum að fara inn aftur þegar innritun byrjar aftur.“ Hópurinn hafi fengið þær upplýsingar að flugvél væri á leiðinni frá Kaupmannahöfn og brottför til Split sé áætluð klukkan 15. Mjög bjartsýnt að sögn Nóa Péturs en Verzlingar voni það besta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða vél frá Air Arabia sem skráð er sem Neos vél. Nemendurnir bíða og bíða.Nói Pétur Auk Verzlinganna 150 er þrjátíu manna hópur fullorðins fólks á leið í siglingu í Króatíu. „Það er eldra fólk sem á að fara af stað í ferðina á morgun. Það var extra mikið stress hjá þeim í morgun þegar það var talað um að við færum heim og ekki í loftið fyrr en á morgun.“ Fjórar hetjur millilenda En það fá ekki allir að fara beint til Split. Fjöldi nýstúdenta er aðeins of mikill fyrir flugvél Play og því munu fjórir millilenda með annarri flugvél í Kaupmannahöfn áður en haldið verði áfram til Split. „Þau verða í einhverja klukkutíma í Kaupmannahöfn.“ En hvernig er stemmningin eftir allt þetta vesen? „Stemmningin er svona allt í lagi. Enginn er alveg búin að missa það. Fólk er frekar þreytt. Var búið að gera ráð fyrir að sofa í vélinni en það er ekki svo þægilegt að sofa hérna,“ segir Nói. Matarmiðar verði ekki afhentir fyrr en fólkið er komið í gegnum öryggisgæsluna á nýjan leik. Aftur ekið á flugvél „Almennt þá held ég að fólk sjái einhvern húmor í því hvernig þetta gerðist, að það hafi verið ekið á flugvélina. Ég hef allavega rosalega gaman af þessu, miðað við allt og allt,“ segir Nói. Verzlingar eru nefnilegar vanir því að ekið sé á flugvél þeirra. „Það gerðist líka í nóvember 2022 hjá árganginum á undan okkur. Þá festust þau í flugvél í London sem var keyrt á. Þá máttu þau ekki yfirgefa vélina,“ segir Nói. Fram undan eru, vonandi, tíu dagar í sól og blíðu í Split. „Þrátt fyrir allt bíða allir spenntir eftir því að komast út. Hef enga trú á öðru en það verði virkilega skemmtilegt.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Framhaldsskólar Ferðalög Samgönguslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira