Guardiola ráðlagði Bayern að ráða Kompany Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 10:30 Vincent Kompany var fyrirliði Manchester City undir stjórn Pep Guardiola. Hér fagna þeir Englandsmeistaratitli. Getty/Anthony Devlin/ Bayern München leitaði til Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, áður en félagið fór í viðræður við Vincent Kompany. Það stefnir allt í það að fyrrverandi knattspyrnustjóri Burnley fái eitt stærsta starfið í evrópska fótboltanum þrátt fyrir að Burnley hafi fallið úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Bayern hefur trú á Belganum sem er enn að stíga sín fyrstu skref sem knattspyrnustjóri. Karl-Heinz Rummenigge staðfesti samtal við Guardiola þegar hann ræddi við Sky Sports. Rummenigge hætti sem framkvæmdastjóri Bayern árið 2021 en situr enn í stjórn félagsins. Bayern hefur gengið illa að finna eftirmann Thomas Tuchel og Rummenigge var ósáttur með að hvert nafnið á fætur öðru lak út úr innsta koppi. Hinn 68 ára gamli Rummenigge vildi segja frá því að félagið hafi leitað ráða hjá Guardiola, sem þjálfaði þýska félagið frá 2013 til 2016. Guardiola þekkir vel til Kompany sem spilaði undir hans stjórn hjá City frá 2016 til 2019. „Pep hjálpaði okkur með Kompany og talaði mjög vel um hann. Hann sagði hann vera hæfileikaríkan þjálfara. Pep þekkir Vincent mjög vel og metum hans álit mikils,“ sagði Rummenigge. Guardiola gerði Bayern þrisvar sinnum að þýskum meisturum. 🔴👀 Karl-Heinz Rummenigge reveals: “Pep Guardiola was also helping us with Kompany, he spoke very highly of Vincent as talented coach”.“Pep knows Vincent well and his opinion was really appreciated”, told Sky. pic.twitter.com/hu0BMyDihi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Það stefnir allt í það að fyrrverandi knattspyrnustjóri Burnley fái eitt stærsta starfið í evrópska fótboltanum þrátt fyrir að Burnley hafi fallið úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Bayern hefur trú á Belganum sem er enn að stíga sín fyrstu skref sem knattspyrnustjóri. Karl-Heinz Rummenigge staðfesti samtal við Guardiola þegar hann ræddi við Sky Sports. Rummenigge hætti sem framkvæmdastjóri Bayern árið 2021 en situr enn í stjórn félagsins. Bayern hefur gengið illa að finna eftirmann Thomas Tuchel og Rummenigge var ósáttur með að hvert nafnið á fætur öðru lak út úr innsta koppi. Hinn 68 ára gamli Rummenigge vildi segja frá því að félagið hafi leitað ráða hjá Guardiola, sem þjálfaði þýska félagið frá 2013 til 2016. Guardiola þekkir vel til Kompany sem spilaði undir hans stjórn hjá City frá 2016 til 2019. „Pep hjálpaði okkur með Kompany og talaði mjög vel um hann. Hann sagði hann vera hæfileikaríkan þjálfara. Pep þekkir Vincent mjög vel og metum hans álit mikils,“ sagði Rummenigge. Guardiola gerði Bayern þrisvar sinnum að þýskum meisturum. 🔴👀 Karl-Heinz Rummenigge reveals: “Pep Guardiola was also helping us with Kompany, he spoke very highly of Vincent as talented coach”.“Pep knows Vincent well and his opinion was really appreciated”, told Sky. pic.twitter.com/hu0BMyDihi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira