Óvissa um hvalveiðar í sumar en ráðgjöf Hafró óbreytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 13:31 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Vísir/Sigurjón Hafrannsóknarstofnun hyggst skila inn umsögn til matvælaráðuneytisins um hvalveiðar í dag. Gildandi ráðgjöf stofnunarinnar til ársins 2025 miðast við veiðar á um 160 langreyðum að hámarki á ári og helst sú ráðgjöf óbreytt. Vinna við nýja talningu dýra hefst eftir helgi. Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn. Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn.
Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira