Nökkvi mætti Messi í markaleik í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 09:00 Lionel Messi náði í boltann í marknetið eftir eitt marka Inter Miami í nótt. AP/Rebecca Blackwell Nökkvi Þeyr Þórisson lék með St. Louis City í nótt þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lionel Messi og félaga í Inter Miami. Messi var meðal markaskorara Miami en þetta var síðasti leikur Argentínumannsins í bili því hann er á leið í landliðsverkefni. Framundan er Suðurameríkukeppnin, Copa America, fyrst undirbúningsleikir og svo keppnin sjálf. Jordi Alba bjargaði stigi fyrir Inter Miami þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 85. mínútu. JORDI ALBA NOS DA EL EMPATE 😤 pic.twitter.com/ygFcTlKYnJ— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024 St. Louis komst þrisvar yfir í leiknum þar á meðal í fyrsta sinn strax á fimmtándu mínútu. Messi hafði jafnaði metin á 25. mínútu eftir undirbúning Alba en St. Louis komst aftur yfir á 41. mínútu. Nökkvi Þeyr Þórisson í leik með St. Louis City.Getty/Bill Barrett Luis Suárez skoraði mark fyrir bæði lið, fyrst í rétt mark í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar hann jafnaði í 2-2 eftir undirbúning frá Alba og Messi. Suárez kom hins vegar St. Louis aftur yfir með því að setja boltann óvart í eigið mark á 68. mínútu. Þannig var staðan þar til að Alba jafnaði fimm mínútum fyrr leikslok. Nökkvi Þeyr kom inn á sem varamaður á 82. mínútu leiksins en St. Louis var þá 3-2 yfir. Se conocen de memoria 🤩Jordi ➡️ Messi ✨ pic.twitter.com/RwOOygRDvO— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024 Messi og Suárez voru báðir að skora sitt tólfta mark í MLS-deildinni á þessu tímabili og eru þeir næstir á eftir þeim Cristian Arango hjá Real Salt Lake og Christian Benteke hjá D.C. United sem eru markahæstir með þrettán mörk. Miami er með tveggja stiga forskot á toppi Austurdeildarinnar. Liðið gæti verið án Messi í næstu fimm leikjum sínum. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar lið hans Orlando City tapaði 1-0 á útivelli á móti New York Red Bulls. Staðan var orðin 1-0 þegar Dagur var sendur inn á völlinn. Orlando City er í ellefta sæti í Austurdeildinni en St. Louis City er í ellefta sætinu í Vesturdeildinni. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Messi var meðal markaskorara Miami en þetta var síðasti leikur Argentínumannsins í bili því hann er á leið í landliðsverkefni. Framundan er Suðurameríkukeppnin, Copa America, fyrst undirbúningsleikir og svo keppnin sjálf. Jordi Alba bjargaði stigi fyrir Inter Miami þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 85. mínútu. JORDI ALBA NOS DA EL EMPATE 😤 pic.twitter.com/ygFcTlKYnJ— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024 St. Louis komst þrisvar yfir í leiknum þar á meðal í fyrsta sinn strax á fimmtándu mínútu. Messi hafði jafnaði metin á 25. mínútu eftir undirbúning Alba en St. Louis komst aftur yfir á 41. mínútu. Nökkvi Þeyr Þórisson í leik með St. Louis City.Getty/Bill Barrett Luis Suárez skoraði mark fyrir bæði lið, fyrst í rétt mark í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar hann jafnaði í 2-2 eftir undirbúning frá Alba og Messi. Suárez kom hins vegar St. Louis aftur yfir með því að setja boltann óvart í eigið mark á 68. mínútu. Þannig var staðan þar til að Alba jafnaði fimm mínútum fyrr leikslok. Nökkvi Þeyr kom inn á sem varamaður á 82. mínútu leiksins en St. Louis var þá 3-2 yfir. Se conocen de memoria 🤩Jordi ➡️ Messi ✨ pic.twitter.com/RwOOygRDvO— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) June 2, 2024 Messi og Suárez voru báðir að skora sitt tólfta mark í MLS-deildinni á þessu tímabili og eru þeir næstir á eftir þeim Cristian Arango hjá Real Salt Lake og Christian Benteke hjá D.C. United sem eru markahæstir með þrettán mörk. Miami er með tveggja stiga forskot á toppi Austurdeildarinnar. Liðið gæti verið án Messi í næstu fimm leikjum sínum. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar lið hans Orlando City tapaði 1-0 á útivelli á móti New York Red Bulls. Staðan var orðin 1-0 þegar Dagur var sendur inn á völlinn. Orlando City er í ellefta sæti í Austurdeildinni en St. Louis City er í ellefta sætinu í Vesturdeildinni.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira