Misþyrming íslenskunnar í boði gervigreinds flugfélags: „Icelandair endurræsir afþreyingu, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega þvælu“ María Helga Guðmundsdóttir. skrifar 4. júní 2024 08:00 Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt: Liðið endurræsir banjó, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega dukku. Við fyrstu sýn kann lesandi að halda að köttur hafi hlaupið yfir lyklaborð þýðanda og skilið eftir skemmtilega vitleysu fyrir glögga farþega. En því miður er það ekki svo. Nánari athugun leiðir í ljós að það er varla ein einasta setning á íslensku í kerfinu sem stenst skoðun. Nokkur úrvalsdæmi fylgja í lok greinar fyrir áhugasama en þau eru miklu fleiri. Ég hef starfað við prófarkalestur og þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og er því ágætlega vön að finna bæði manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. Sú „íslenska“ sem hér er til sýnis er augljóslega ekki runnin undan rifjum manneskju. Hún er heldur ekki afurð hefðbundinnar þýðingarvélar; Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum. Það er Icelandair til háborinnar skammar að leita á náð gervigreindar um að þýða afþreyingarkerfi sitt, væntanlega til að spara sér aurinn við að ráða þýðanda af holdi og blóði til starfans. Enn meiri er skömmin að hafa ekki einu sinni rennt yfir heilaspuna gervigreindarinnar og staðfest að hann væri mönnum bjóðandi áður en honum var dælt inn í tölvukerfi flugvélanna. Miðað við þau vinnubrögð skyldi engan undra að viðbrögð við ábendingum séu engin. Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega. Í flugvélum Icelandair stendur á höfuðpúðum allra sæta: „Velkomin is Icelandic for welcome. That’s how we want you to feel.“ Flugfélagið hikar því ekki við að skreyta sig með íslenskunni í ímyndarsköpun sinni. Dýpra ristir væntumþykjan fyrir málinu greinilega ekki. Ljóst er að Icelandair telur sig ekki þurfa að sýna íslenskumælandi fólki þá lágmarksvirðingu að nota raunverulega íslensku í upplýsingamiðlun til þeirra og lætur sér spunaútgáfu úr smiðju gervigreindar nægja. Í þokkabót er ekki hægt að horfa á neitt efni í vélinni með texta, hvorki íslenskum né enskum, sem útilokar stóran hóp farþega frá því að nýta sér efnið og gerir íslenskar kvikmyndir í vélunum næsta gagnslausar til landkynningar. Þetta á líka við um það talsverða framboð barnaefnis sem er í kerfinu, sem er mikið til eingöngu í boði með ensku tali, engum texta og lýsingum á hrognamáli sem ekkert íslenskumælandi barn á að þurfa að sitja undir. Ég skora á Icelandair að taka þessa afbökun á íslenskunni umsvifalaust úr umferð og fá vanan þýðanda með gott vald á íslensku til að þýða afþreyingarkerfi sitt. Ennfremur skora ég á flugfélagið að kaupa réttinn að íslenskum og enskum texta með afþreyingarefninu þar sem þess er kostur. Þá skora ég á öll þau sem er umhugað um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni. Þar þarf raunverulega að spyrna við fótum, ólíkt því þegar sumir skylmast við vindmyllur í Efstaleitinu af ótta við aukna notkun hvorugkyns. Á vængjum vitleysunnar: Sýnisbók þvælu úr afþreyingarkerfi Icelandair „Pat finnur vísbendingu um skoðun Fimmtítalshúsfreyju, sem heldur viðkomu við hana, en Terry andast skugga úr eigin fortíð.“ „Leyndir og lygar hætta að brotna tengingum sem binda niður brjóstgangs Lisa og angstlýsan Sean.“ „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ „Suzie og Will sameina hæfileika sína til að endurbyggja leðursteikjuskeiði.“ „Eftir ár af rithömlum finnur Pat sína innblástur með hjálp narkótísku.“ „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag.“ Höfundur hefur fengist við þýðingar og prófarkalestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt: Liðið endurræsir banjó, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega dukku. Við fyrstu sýn kann lesandi að halda að köttur hafi hlaupið yfir lyklaborð þýðanda og skilið eftir skemmtilega vitleysu fyrir glögga farþega. En því miður er það ekki svo. Nánari athugun leiðir í ljós að það er varla ein einasta setning á íslensku í kerfinu sem stenst skoðun. Nokkur úrvalsdæmi fylgja í lok greinar fyrir áhugasama en þau eru miklu fleiri. Ég hef starfað við prófarkalestur og þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og er því ágætlega vön að finna bæði manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. Sú „íslenska“ sem hér er til sýnis er augljóslega ekki runnin undan rifjum manneskju. Hún er heldur ekki afurð hefðbundinnar þýðingarvélar; Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum. Það er Icelandair til háborinnar skammar að leita á náð gervigreindar um að þýða afþreyingarkerfi sitt, væntanlega til að spara sér aurinn við að ráða þýðanda af holdi og blóði til starfans. Enn meiri er skömmin að hafa ekki einu sinni rennt yfir heilaspuna gervigreindarinnar og staðfest að hann væri mönnum bjóðandi áður en honum var dælt inn í tölvukerfi flugvélanna. Miðað við þau vinnubrögð skyldi engan undra að viðbrögð við ábendingum séu engin. Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega. Í flugvélum Icelandair stendur á höfuðpúðum allra sæta: „Velkomin is Icelandic for welcome. That’s how we want you to feel.“ Flugfélagið hikar því ekki við að skreyta sig með íslenskunni í ímyndarsköpun sinni. Dýpra ristir væntumþykjan fyrir málinu greinilega ekki. Ljóst er að Icelandair telur sig ekki þurfa að sýna íslenskumælandi fólki þá lágmarksvirðingu að nota raunverulega íslensku í upplýsingamiðlun til þeirra og lætur sér spunaútgáfu úr smiðju gervigreindar nægja. Í þokkabót er ekki hægt að horfa á neitt efni í vélinni með texta, hvorki íslenskum né enskum, sem útilokar stóran hóp farþega frá því að nýta sér efnið og gerir íslenskar kvikmyndir í vélunum næsta gagnslausar til landkynningar. Þetta á líka við um það talsverða framboð barnaefnis sem er í kerfinu, sem er mikið til eingöngu í boði með ensku tali, engum texta og lýsingum á hrognamáli sem ekkert íslenskumælandi barn á að þurfa að sitja undir. Ég skora á Icelandair að taka þessa afbökun á íslenskunni umsvifalaust úr umferð og fá vanan þýðanda með gott vald á íslensku til að þýða afþreyingarkerfi sitt. Ennfremur skora ég á flugfélagið að kaupa réttinn að íslenskum og enskum texta með afþreyingarefninu þar sem þess er kostur. Þá skora ég á öll þau sem er umhugað um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni. Þar þarf raunverulega að spyrna við fótum, ólíkt því þegar sumir skylmast við vindmyllur í Efstaleitinu af ótta við aukna notkun hvorugkyns. Á vængjum vitleysunnar: Sýnisbók þvælu úr afþreyingarkerfi Icelandair „Pat finnur vísbendingu um skoðun Fimmtítalshúsfreyju, sem heldur viðkomu við hana, en Terry andast skugga úr eigin fortíð.“ „Leyndir og lygar hætta að brotna tengingum sem binda niður brjóstgangs Lisa og angstlýsan Sean.“ „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ „Suzie og Will sameina hæfileika sína til að endurbyggja leðursteikjuskeiði.“ „Eftir ár af rithömlum finnur Pat sína innblástur með hjálp narkótísku.“ „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag.“ Höfundur hefur fengist við þýðingar og prófarkalestur.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar