Sturluð rödd gerði áheyrendur tryllta Jónas Sen skrifar 4. júní 2024 07:02 Lise Davidsen og James Baillieu fluttu blandaða dagskrá á Listahátíð í Reykjavík í Eldborg í Hörpu laugardaginn 1. Júní. Jónas Sen Þegar ég gekk út af tónleikum sópransöngkonunnar Lise Davidsen á laugardagskvöldið í Hörpu, kom til mín maður sem ég kannaðist ekki við. Hann spurði: „Hvernig skrifar maður eiginlega um svona?“ Ég svaraði: „Líklega bara með einu orði.“ Það hefði verið freistandi að gera það nú. Líkt og þegar fjallað var um plötuna Er eitthvað að? og gagnrýnin var „Já.“ En það væri svindl. Svo hér verður leitast við að lýsa tónleikum sem voru í raun ólýsanlegir. Túlkunin sagði allt Listahátíð í Reykjavík hófst um helgina og á laugardagskvöldið kom fram sópransöngkonan Lise Davidsen ásamt píanóleikaranum James Baillieu í Eldborg í Hörpu. Tónleikaskráin var í skötulíki, aðeins þurr upptalning á því sem átti að syngja. Þar voru líka upplýsingar um hver skapaði kjólinn sem söngkonan var í. Kannski þurfti engan fróðleik um tónlistina, því Davidsen kynnti sjálf dagskrána ágætlega og var oft fyndin. Auk þess sagði túlkunin allt sem þurfti, og miklu meira til. Strax á fyrstu tónunum í Der gynger en Båd på Bølge eftir samlanda söngkonunnar, Norðmanninn Edvard Grieg, var ljóst að hér var engin venjuleg söngkona á sviðinu. Tækni hennar var fullkomin og röddin var kristalstær, þétt og einbeitt, óumræðilega fögur. Hver tónn var fullur af merkingu og maður þurfti ekki að skilja norskuna til að söngurinn talaði beint til hjartans. Ástríðufullir hápunktar Svipaða sögu er að segja um nokkrar aríur eftir Verdi og Puccini, þ.á.m. aukalagið, Vissi d‘arte úr Tosca eftir síðarnefnda tónskáldið. Söngurinn var ótrúlega voldugur, hápunktarnir óheftir, í senn tignarlegir og ástríðuþrungnir. Kannski var það þess vegna að einhver vesalings maður fékk aðsvif í Ave Maríu úr Ótelló eftir Verdi og þurfti læknishjálp með tilheyrandi skarkala. Vonandi líður honum betur núna. Hávaðasamur Wagner Síðast fyrir hlé voru fáein lög eftir finnska tónskáldið Jean Sibelius, öll himnesk í meðförum söngkonu og píanóleikara. Eftir hlé lá leiðin svo til Þýskalands. Fyrst söng Davidsen hina stórbrotnu aríu úr óperunni Tannhäuser eftir Wagner, Dich Teure Halle. Það var alvöru Wagner túlkun. Oscar Wilde sagði eitt sinn að Wagner væri uppáhálds tónskáldið sitt. Þegar hann væri spilaður gæti maður talað hástöfum án þess að það truflaði nokkurn í kring. Túlkun söngkonunnar var full af mögnuðum tilþrifum, hamslaus og létt manísk, akkúrat eins og tónskáldið var sjálft. Svínslegur álfakóngur Fjögur lög eftir Schubert voru næst, þ. á m. Álfakóngurinn, sem er sennilega frægastur fyrir það hve píanóröddin er svínsleg. Úlnliðurinn er á milljón og ekki var laust við að mann verkjaði þegar Baillieu hristi síendurteknar áttundir fram úr erminni eins og vélbyssuskotríð. Það verður lengi í minnum haft. Fimm lög eftir Richard Strauss voru næst, afskaplega fallega túlkuð. Til dæmis var það síðasta, Morgunn, svo fullt af andakt að það var líkt og í djúpri hugleiðslu. Svo sem lög gera ráð fyrir enduðu tónleikarnir á léttmeti, fyrst Heia, heia eftir Lehár og svo I Could Have Danced All Night eftir Frederik Loewe. Bæði stykkin voru sérlega skemmtileg og krydduð með skondnum tilþrifum. Ég veit ekki hvernig hægt væri að lýsa tónleikunum með einu orði eins og minnst var á hér í upphafi. Líklega væri SNILLD það orð. Að minnsta kosti er ljóst að þeir sem heima sátu misstu af miklu; hvílík byrjun á Listahátíð! Niðurstaða: Stórfenglegir tónleikar með einstakri söngkonu og frábærum píanóleikara. Gagnrýni Jónasar Sen Harpa Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það hefði verið freistandi að gera það nú. Líkt og þegar fjallað var um plötuna Er eitthvað að? og gagnrýnin var „Já.“ En það væri svindl. Svo hér verður leitast við að lýsa tónleikum sem voru í raun ólýsanlegir. Túlkunin sagði allt Listahátíð í Reykjavík hófst um helgina og á laugardagskvöldið kom fram sópransöngkonan Lise Davidsen ásamt píanóleikaranum James Baillieu í Eldborg í Hörpu. Tónleikaskráin var í skötulíki, aðeins þurr upptalning á því sem átti að syngja. Þar voru líka upplýsingar um hver skapaði kjólinn sem söngkonan var í. Kannski þurfti engan fróðleik um tónlistina, því Davidsen kynnti sjálf dagskrána ágætlega og var oft fyndin. Auk þess sagði túlkunin allt sem þurfti, og miklu meira til. Strax á fyrstu tónunum í Der gynger en Båd på Bølge eftir samlanda söngkonunnar, Norðmanninn Edvard Grieg, var ljóst að hér var engin venjuleg söngkona á sviðinu. Tækni hennar var fullkomin og röddin var kristalstær, þétt og einbeitt, óumræðilega fögur. Hver tónn var fullur af merkingu og maður þurfti ekki að skilja norskuna til að söngurinn talaði beint til hjartans. Ástríðufullir hápunktar Svipaða sögu er að segja um nokkrar aríur eftir Verdi og Puccini, þ.á.m. aukalagið, Vissi d‘arte úr Tosca eftir síðarnefnda tónskáldið. Söngurinn var ótrúlega voldugur, hápunktarnir óheftir, í senn tignarlegir og ástríðuþrungnir. Kannski var það þess vegna að einhver vesalings maður fékk aðsvif í Ave Maríu úr Ótelló eftir Verdi og þurfti læknishjálp með tilheyrandi skarkala. Vonandi líður honum betur núna. Hávaðasamur Wagner Síðast fyrir hlé voru fáein lög eftir finnska tónskáldið Jean Sibelius, öll himnesk í meðförum söngkonu og píanóleikara. Eftir hlé lá leiðin svo til Þýskalands. Fyrst söng Davidsen hina stórbrotnu aríu úr óperunni Tannhäuser eftir Wagner, Dich Teure Halle. Það var alvöru Wagner túlkun. Oscar Wilde sagði eitt sinn að Wagner væri uppáhálds tónskáldið sitt. Þegar hann væri spilaður gæti maður talað hástöfum án þess að það truflaði nokkurn í kring. Túlkun söngkonunnar var full af mögnuðum tilþrifum, hamslaus og létt manísk, akkúrat eins og tónskáldið var sjálft. Svínslegur álfakóngur Fjögur lög eftir Schubert voru næst, þ. á m. Álfakóngurinn, sem er sennilega frægastur fyrir það hve píanóröddin er svínsleg. Úlnliðurinn er á milljón og ekki var laust við að mann verkjaði þegar Baillieu hristi síendurteknar áttundir fram úr erminni eins og vélbyssuskotríð. Það verður lengi í minnum haft. Fimm lög eftir Richard Strauss voru næst, afskaplega fallega túlkuð. Til dæmis var það síðasta, Morgunn, svo fullt af andakt að það var líkt og í djúpri hugleiðslu. Svo sem lög gera ráð fyrir enduðu tónleikarnir á léttmeti, fyrst Heia, heia eftir Lehár og svo I Could Have Danced All Night eftir Frederik Loewe. Bæði stykkin voru sérlega skemmtileg og krydduð með skondnum tilþrifum. Ég veit ekki hvernig hægt væri að lýsa tónleikunum með einu orði eins og minnst var á hér í upphafi. Líklega væri SNILLD það orð. Að minnsta kosti er ljóst að þeir sem heima sátu misstu af miklu; hvílík byrjun á Listahátíð! Niðurstaða: Stórfenglegir tónleikar með einstakri söngkonu og frábærum píanóleikara.
Gagnrýni Jónasar Sen Harpa Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira