Einföld ráð til að hlaða batteríin yfir sumarið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. júní 2024 07:00 Aðsend mynd/Sara Snædís „Sumarið að mínu mati er tilvalið til þess að núllstilla sig, skapa nýjar og heildrænar venjur sem styðja við heilsuna okkar. Við höfum meiri tíma, rútínan okkar breytist og við ættum að stefna á að hlúa extra vel að okkur og nýta sumarið til þess að hlaða batteríin, segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi With Sara. Hér að neðan má nálgast einföld ráð og innblástur Söru Snædísar og hvernig sé best að viðhalda og efla heilsusamlega rútínu yfir sumartímann. Veldu þér stuttar og hnitmiðaðar æfingar Þegar kemur að æfingarútínu yfir sumarið skiptir öllu máli að gera eitthvað sem þú hefur ánægju af. Oft er gott að velja sér stuttar og hnitmiðaðar æfingar heima við og taka þær lengri æfingar í formi göngu og þess háttar úti í náttúrunni. With Sara Þegar æfingarnar eru stuttar og hnitmiðaðar er töluvert auðveldara að koma þeim inn í dagskrána yfir sumartímann, þar sem það fylgir þeim engin skuldbinding auk þess sem það er auðvelt að gera þær hvar og hvenær sem er. Á Withsara eru æfingarnar undir þrjátíu mínútum og sumar þeirra ekki nema sjö mínútur. Það er því fullkomið að taka styttri æfingarnar þegar þú vilt litla fyrirhöfn en samt ná skemmtilegri æfingu sem tekur vel á. Það er mikill misskilningur að æfingar þurfa alltaf að taka einhvern ákveðinn langan tíma til þess að þær teljist með. Ég hvet þig til þess að taka dýnu með þér í ferðalagið og upp í bústað og taka smá æfingu á morgnana, það sakar ekki að draga fjölskyldu og vini með sér líka. Nærðu þig fyrir líkama og sál Þrátt fyrir að við séum á leiðinni í sumarfrí hvet ég þig til þess að halda áfram að næra líkama og sál sem eykur vellíðan þína yfir sumartímann til muna. Auðvitað er yndislegt út af fyrir sig að vera í fríi og það er heldur betur nærandi fyrir okkur. Með því að halda í heilbrigðar venjur getum við aukið vellíðan okkur töluvert. Í bland við allt það sem sumartíminn hefur upp á að bjóða stefnum þá á að borða nærandi mat svo við séum að fá þá næringu og orku sem við þurfum á að halda, náum góðum svefni, hreyfum líkamann, tökum inn vítamín og drekkum nóg að vatni svo eittvað sé nefnt. Leyfðu þér að njóta og slakaðu á taugakerfinu Eitthvað sem er mjög algengt að gleymist hjá okkur þegar hraðinn er mikill, er að vera meðvituð um að slaka á taugakerfinu. Mikið stress setur mikið álag á taugakerfið sem getur ýtt undir mikla streitu, háann blóðþrýsting, ójafnvægi í hormónum og fleira. Oft er gott að nýta sumartímann í að slaka á taugakerfinu og gera hluti sem styðja við það með öndunaræfingum, hugleiðslu, göngutúr í náttúrunni, köldum böðum, gufu, hreyfingu og jóga. Þegar við komumst upp á lagið með að hlúa að taugakerfinu förum við að finna fyrir jákvæðum áhrifum þess og eru meiri líkur á að það sé komin hvatning til að halda því áfram þegar dagleg rútína tekur við eftir frí. Ánægja frekar en kvöð Að hlúa vel að sér með nærandi mataræði og reglulegri hreyfingu ætti ekki að vera kvöð heldur ánægja og eitthvað sem við „fáum að gera“ en ekki það sem við „verðum að gera“. Okkur á að langa til að hugsa vel um okkur og lifa í jafnvægi í heilbrigðum og hamingjusömum líkama. Sumarið er engin undantekning, þá er einmitt tíminn til þess að blómstra í líkama og sál, minni streita, meiri tími og erfiðara að finna afsaknir til þess að sinna sér ekki. Finnum ánægjuna í átt að vellíðan og njótum þess að hlúa vel að okkur og gera hluti fyrir okkur sem við finnum að gerir okkur gott bæði líkamlega og andlega. View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) Heilsa Matur Tengdar fréttir Heitustu trendin fyrir sumarið 2024 Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru. 17. maí 2024 07:02 Gleðitár hjá hundrað konum á Geysi Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og eigandi Withsara og Elísabet Gunnarsdóttir athafnakona sameinuðu krafta sína með skipulagningu á sólarhrings heilsuferð fyrir konur (e. Wellness Retreat) á Hótel Geysi síðastliðna helgi. Þær segjast hrærðar yfir viðbrögðunum sem fóru fram úr þeirra björtustu vonum. 15. maí 2024 09:01 „Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38 Hefur miklar áhyggjur af áhuga ungra stúlkna á snyrtivörum „Í gegnum tíðina hefur konum og körlum verið sagt að lifa, borða og hreyfa sig á sama hátt frá degi til dags án tillits til þess hve ólík hormónanakerfi þeirra eru. Hormónin okkar hafa nefnilega áhrif á ótal margt í lífi okkar eins og andlega líðan, orkustig, kynhvöt, úthald, fæðuval, svefn og fleira,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 15. apríl 2024 10:00 Heilsutrend ársins 2024: Aukin lífsgæði og vellíðan á einfaldan máta Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segir mikilvægt að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Heilsutrend ársins að hennar mati eru fjölbreytt og hugvekjandi og eiga það sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd. 31. janúar 2024 13:32 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Hér að neðan má nálgast einföld ráð og innblástur Söru Snædísar og hvernig sé best að viðhalda og efla heilsusamlega rútínu yfir sumartímann. Veldu þér stuttar og hnitmiðaðar æfingar Þegar kemur að æfingarútínu yfir sumarið skiptir öllu máli að gera eitthvað sem þú hefur ánægju af. Oft er gott að velja sér stuttar og hnitmiðaðar æfingar heima við og taka þær lengri æfingar í formi göngu og þess háttar úti í náttúrunni. With Sara Þegar æfingarnar eru stuttar og hnitmiðaðar er töluvert auðveldara að koma þeim inn í dagskrána yfir sumartímann, þar sem það fylgir þeim engin skuldbinding auk þess sem það er auðvelt að gera þær hvar og hvenær sem er. Á Withsara eru æfingarnar undir þrjátíu mínútum og sumar þeirra ekki nema sjö mínútur. Það er því fullkomið að taka styttri æfingarnar þegar þú vilt litla fyrirhöfn en samt ná skemmtilegri æfingu sem tekur vel á. Það er mikill misskilningur að æfingar þurfa alltaf að taka einhvern ákveðinn langan tíma til þess að þær teljist með. Ég hvet þig til þess að taka dýnu með þér í ferðalagið og upp í bústað og taka smá æfingu á morgnana, það sakar ekki að draga fjölskyldu og vini með sér líka. Nærðu þig fyrir líkama og sál Þrátt fyrir að við séum á leiðinni í sumarfrí hvet ég þig til þess að halda áfram að næra líkama og sál sem eykur vellíðan þína yfir sumartímann til muna. Auðvitað er yndislegt út af fyrir sig að vera í fríi og það er heldur betur nærandi fyrir okkur. Með því að halda í heilbrigðar venjur getum við aukið vellíðan okkur töluvert. Í bland við allt það sem sumartíminn hefur upp á að bjóða stefnum þá á að borða nærandi mat svo við séum að fá þá næringu og orku sem við þurfum á að halda, náum góðum svefni, hreyfum líkamann, tökum inn vítamín og drekkum nóg að vatni svo eittvað sé nefnt. Leyfðu þér að njóta og slakaðu á taugakerfinu Eitthvað sem er mjög algengt að gleymist hjá okkur þegar hraðinn er mikill, er að vera meðvituð um að slaka á taugakerfinu. Mikið stress setur mikið álag á taugakerfið sem getur ýtt undir mikla streitu, háann blóðþrýsting, ójafnvægi í hormónum og fleira. Oft er gott að nýta sumartímann í að slaka á taugakerfinu og gera hluti sem styðja við það með öndunaræfingum, hugleiðslu, göngutúr í náttúrunni, köldum böðum, gufu, hreyfingu og jóga. Þegar við komumst upp á lagið með að hlúa að taugakerfinu förum við að finna fyrir jákvæðum áhrifum þess og eru meiri líkur á að það sé komin hvatning til að halda því áfram þegar dagleg rútína tekur við eftir frí. Ánægja frekar en kvöð Að hlúa vel að sér með nærandi mataræði og reglulegri hreyfingu ætti ekki að vera kvöð heldur ánægja og eitthvað sem við „fáum að gera“ en ekki það sem við „verðum að gera“. Okkur á að langa til að hugsa vel um okkur og lifa í jafnvægi í heilbrigðum og hamingjusömum líkama. Sumarið er engin undantekning, þá er einmitt tíminn til þess að blómstra í líkama og sál, minni streita, meiri tími og erfiðara að finna afsaknir til þess að sinna sér ekki. Finnum ánægjuna í átt að vellíðan og njótum þess að hlúa vel að okkur og gera hluti fyrir okkur sem við finnum að gerir okkur gott bæði líkamlega og andlega. View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis)
Heilsa Matur Tengdar fréttir Heitustu trendin fyrir sumarið 2024 Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru. 17. maí 2024 07:02 Gleðitár hjá hundrað konum á Geysi Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og eigandi Withsara og Elísabet Gunnarsdóttir athafnakona sameinuðu krafta sína með skipulagningu á sólarhrings heilsuferð fyrir konur (e. Wellness Retreat) á Hótel Geysi síðastliðna helgi. Þær segjast hrærðar yfir viðbrögðunum sem fóru fram úr þeirra björtustu vonum. 15. maí 2024 09:01 „Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38 Hefur miklar áhyggjur af áhuga ungra stúlkna á snyrtivörum „Í gegnum tíðina hefur konum og körlum verið sagt að lifa, borða og hreyfa sig á sama hátt frá degi til dags án tillits til þess hve ólík hormónanakerfi þeirra eru. Hormónin okkar hafa nefnilega áhrif á ótal margt í lífi okkar eins og andlega líðan, orkustig, kynhvöt, úthald, fæðuval, svefn og fleira,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 15. apríl 2024 10:00 Heilsutrend ársins 2024: Aukin lífsgæði og vellíðan á einfaldan máta Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segir mikilvægt að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Heilsutrend ársins að hennar mati eru fjölbreytt og hugvekjandi og eiga það sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd. 31. janúar 2024 13:32 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Heitustu trendin fyrir sumarið 2024 Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru. 17. maí 2024 07:02
Gleðitár hjá hundrað konum á Geysi Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og eigandi Withsara og Elísabet Gunnarsdóttir athafnakona sameinuðu krafta sína með skipulagningu á sólarhrings heilsuferð fyrir konur (e. Wellness Retreat) á Hótel Geysi síðastliðna helgi. Þær segjast hrærðar yfir viðbrögðunum sem fóru fram úr þeirra björtustu vonum. 15. maí 2024 09:01
„Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38
Hefur miklar áhyggjur af áhuga ungra stúlkna á snyrtivörum „Í gegnum tíðina hefur konum og körlum verið sagt að lifa, borða og hreyfa sig á sama hátt frá degi til dags án tillits til þess hve ólík hormónanakerfi þeirra eru. Hormónin okkar hafa nefnilega áhrif á ótal margt í lífi okkar eins og andlega líðan, orkustig, kynhvöt, úthald, fæðuval, svefn og fleira,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 15. apríl 2024 10:00
Heilsutrend ársins 2024: Aukin lífsgæði og vellíðan á einfaldan máta Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segir mikilvægt að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Heilsutrend ársins að hennar mati eru fjölbreytt og hugvekjandi og eiga það sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd. 31. janúar 2024 13:32