Fulltrúi fólksins kjörinn forseti - enn á ný Andrés Jónsson skrifar 4. júní 2024 17:00 „Afhverju ert þú á móti Höllu Tómasdóttur?“ er spurning sem ég fékk senda í skilaboðum á Facebook laugardaginn 4. maí sl. Kvöldið áður höfðu farið fram fyrstu kappræður forsetaframbjóðenda á RÚV og ég hafði verið beðinn af fréttastofu Bylgjunnar að fara lauslega yfir frammistöðu þeirra fyrir hádegisfréttirnar daginn eftir. Ég held ég hafi greint frammistöðu 9 af 12 í stuttu kommenti og ein af þeim þremur sem ég gleymdi að nefna var einmitt Halla Tómasdóttir. Spyrjandinn á Facebook taldi að ég hlyti hafa skilið hana viljandi útundan. Það var ekki meðvitað því frammistaða hennar í kappræðunum var mjög fín en samt hafði það örugglega áhrif á gleymsku mína að ég taldi hana á þeim tíma ekki eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti. Halla hafði mælst með 4% fylgi í könnun Gallup rétt fyrir kappræðurnar. Vissulega hafði hún mælst með enn minna fylgi framan af í kosningabaráttunni 2016 og endaði þá í öðru sæti en afhverju ætti það að endurtaka sig, hugsaði ég eins og sjálfsagt margir aðrir. Ætti hún ekki að mælast mun hærri núna á þessum tímapunkti, verandi þekkt stærð í hugum kjósenda? Nei, líklega voru það mistök hjá henni að gera aðra tilraun til að verða forseti. Það átti eftir að reynast aldeilis röng ályktun þó að Halla hafi síðan sjálf upplýst að hún hafi sjálf haft efasemdir um það og hafi verið mjög nærri því að draga framboð sitt tilbaka á þessum tímapunkti. En hver er Halla Tómasdóttir? Ég hef fylgst með ferli Höllu Tómasdóttur frá því að hún var 28 ára gömul og ég sjálfur 19 ára. Hún var þá mannauðsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins (nú Sýn) og tók þátt í ráðningu minni í starf útvarpsstjóra yfir Monó 87,7 - nýja útvarpsstöð. Ég tók þá strax vel eftir samskiptahæfileikum hennar og tengdi að mörgu leyti við þann mikla metnað sem hún bjó yfir. Outsider eða insider? Það er ekki til nein góð þýðing á orðinu outsider í íslensku. Utangarðsmanneskja er full harðneskjuleg lýsing. En fyrir mér er skýrt að Halla Tómasdóttir hefur verið outsider í íslensku viðskiptalífi og þjóðlífi og alls ekki hluti af elítunni eins og ég upplifi það. Sjálf hefur hún oft minnst á að pabbi sinn hafi verið pípari og mamma sín þroskaþjálfi en það er engin hindrun fyrir barn sem fæðist á Íslandi og þetta eru báðar ágætlega virtar og borgandi starfsstéttir. Kannski er hún undir amerískum áhrifum þegar hún nefnir þetta en hún fór ung til Bandaríkjanna sem skiptinemi og síðar til náms í háskóla. Það er samt alveg satt að Halla Tómasdóttir hefur alla tíð þurft að vinna fyrir sínum árangri og oft verið með vindinn í fangið. Þegar Halla mætti inn í íslenskt viðskiptalíf eins og stormsveipur eftir nám þá voru strax einhverjir sem stuðuðust. Hún var snjöll í að koma sér á framfæri og varð fljótt áberandi sem ung kona í karlaheimi viðskiptalífsins. Í viðtölum við hana í fjölmiðlum var það auðvitað gert að stóru atriði að hún hafði starfað sem starfsmannastjóri hjá Pepsi og Mars, vestan hafs. Þetta voru stór vörumerki sem Íslendingar þekktu úr hillum verslana hérlendis og á þeim tíma höfðu fáir Íslendingar átt mikinn feril í alþjóðlegu viðskiptalífi. Ólafur Jóhann Ólafsson var mikið þjóðarstolt af þeim sökum og fluttar voru reglulegar fréttir í fjölmiðlum hér heima af framgangi hans hjá Sony. Hvort sem það var hugmynd Höllu sjálfrar eða íslenskra blaðamanna að leggja áherslu á þessi fyrstu störf sín í Bandaríkjunum þá fóru strax á kreik sögur í íslenska viðskipalífinu um að hún væri að ýkja þá upphefð og ábyrgð sem hún hefði fengið þarna og að hún hefði í raun ekki verið svo hátt sett hjá þessum frægu fyrirtækjum. Auðvitað skipti það engu máli í raun. Þetta er samt til marks um hvernig metnaði og árangri Höllu hefur verið mætt hér heima, svo lengi sem ég man. Halla fór næst í að starta stjórnendanámi við Háskólann í Reykjavík og var þar á undan sinni samtíð eins og hún hefur verið oft síðan. Háskólinn í Reykjavík er í eigu Viðskiptaráðs Íslands og endaði Halla sem framkvæmdastjóri þess árið 2006. Þetta hefur verið nefnt sem dæmi um að hún hljóti að vera innsti koppur í búri í íslensku viðskiptalífi og það á þessum fyrirhrunstíma ofan á allt. Það er samt misskilningur ef þið spyrjið mig. Halla komst þarna með elju en hún var alls ekki meðtekin af íslenskri viðskiptaelítu og átti frekar erfitt uppdráttar í þessu starfi. Halla kom á þessum tíma að umdeildri skýrslu sem er ákveðinn minnisvarði um ofpeppun íslensks samfélags á þessum tíma og hefur skýrslan verið rifjuð upp í bæði skiptin sem hún hefur farið í forsetaframboð. Höllu ætti samt ekki að kenna við Hrunið enda var hún ekki í neinni lykilstöðu varðandi það sem þar gerðist. Rifjað er upp reglulega að hún hafi komið fram á frægri árshátíð Baugs Group í Mónakó 2007 en ég myndi frekar benda á að hún var þar sem aðkeyptur starfsmaður við fundarstjórn en ekki í hópi boðsgesta. Heimóttarleg gagnrýni? Halla hafði ávallt mikinn drifkraft og þor og var góð í að koma fram. Hún kom fullt af verkefnum af stað á örfáum árum, þar á meðal tengslanetinu Auður í krafti kvenna. Hún samt var aldrei almennilega meðtekin í íslensku viðskiptalífi. Líklega var ein ástæðan sú að hún var með þeim fyrstu til tala um skertan hlut kvenna í viðskiptalífinu, sem stuðaði fólk mikið á þeim tíma. Þetta sást áþreifanlega þegar Halla hætti (eða var ýtt út) eftir rúmt ár hjá Viðskiptaráði og stofnaði Auði Capital, nýtt fjárfestinga- og sjóðastýringarfyrirtæki. Þá fékk hún fljótt mikinn mótbyr. Þetta framtak var eins og eitur í beinum annarra í fjármálakerfinu. Halla talaði fjálglega um að konur væru með aðra eiginleika en karlar þegar kemur að fjárfestingum og væru að sumu leyti betur til þess fallnar að stýra peningum en karlar vegna meiri tilfinningaþroska og minni áhættusækni. Þetta þótti á þeim tíma mjög heimskulegur málflutningur og fjármálageirinn hafði Höllu og kollega hennar hjá Auði Capital reglulega að háði og spotti. Reksturinn gekk af þeim sökum frekar brösulega framan af þó að það hafi verið nokkrir, aðallega ríkar konur, sem lögðu Auði Capital til nokkurt fé til ávöxtunar. Svo kom hrunið og Halla var strax ósmeyk eins og áður að taka fullan þátt í umræðunni. Hún varð leiðandi í að skoða hvernig mætti læra af hruninu, bæði fyrir samfélagið í heild og fjármálakerfið. Hún gat þess í viðtölum að Auður Capital hefði farið betur út úr hruninu en önnur fjármálafyrirtæki vegna þess að því hefði verið stýrt af konum. Þetta pirraði óstjórnlega fólk í viðskiptalífinu sem vildi meina að það hafi aðallega verið vegna þess að Auður Capital var nýstofnað á þessum tíma og hafði því hvorki náð að safna miklu fé, né haft ráðrúm til að fjárfesta því. Halla lét þetta illa umtal í fjármálageiranum hér heima ekki á sig fá og kom sér að sem fyrirlesari á ráðstefnu TED-Women árið 2010 þar sem hún fjallaði um fimm kvenlæg gildi sem hún hefði beitt til að koma Auði Capital í gegnum fjármálahrunið. Fyrirlesturinn fékk gríðargóð viðbrögð erlendis og TED dreifði honum á Youtube en var tekið fremur fálega heima á Íslandi. Auður Capital lifði semsagt hrunið af en var í basli næstu árin. Aftur var Halla samt á undan sinni samtíð en Auður Capital stofnaði einn fyrsta framtakssjóðinn hér á landi árið 2012. Halla seldi hlut sinn í Auði Capital árið 2013 og fjallað hefur verið um það að undanförnu að hún hafi haft af því einhvern gróða og fjárfest honum áfram. Það sem gleymist að segja er að margir aðrir hafa grætt mun meira á þessu fyrirtæki sem Halla stofnaði. Auður Capital er í dag Kvika banki (eftir nokkrar sameiningar). Halla fór í kjölfarið á sölunni á hlut sínum í Auði Capital að fullum krafti inn í jafnréttismálin og stóð meðal annars að alþjóðlegri kvennaráðstefnu hér á landi og það sást vel að hugur hennar stefndi í auknum mæli út. Hún er kannski ein af þessum manneskjum sem er í einhverjum skilningi of stór fyrir Ísland. Á þann hátt að við skiljum hana ekki, hún passar ekki inn eða að hún er ávallt aðeins á undan okkur. Halla fór í forsetaframboð árið 2016 og þótti flestum það langsótt. Hún sagði síðar í fyrirlestri á TED ráðstefnunnar sem fram fór í lok sama árs að hún hafi þurft að berjast á móti útilokun fjölmiðla á Íslandi og náð að snúa þjóðfélagsumræðu sem var henni mótdræg til að fara úr einu prósenti í tæp þrjátíu og enda í öðru sæti. Halla fékk nokkuð jákvæðari umfjöllun í kjölfar kosninganna en ekkert annað hlutverk opnaðist þó fyrir hana á Íslandi og hún hélt áfram að horfa út og ferðast sem fyrirlesari erlendis. Margir veltu því upp hér heima að raunverulegur tilgangur hennar með forsetaframboðinu 2016 hafi verið að gefa henni status erlendis sem fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hvað sem var rétt í því þá sneri Halla sér allavega algjörlega að ferli sínum sem fyrirlesari og opinber persóna erlendis í kjölfarið og sá greinilega tækifæri í að nýta sína reynslu og prófíl á þann hátt. Það krafðist þess að hún væri sjálf að lyfta sér, bæði með því að koma fram í fjölmiðlum úti og með því að framleiða efni fyrir hina ýmsu samfélagsmiðla sem náð gætu í gegn erlendis. Þótti ýmsum hér heima það frekar hallærislegt að birta svona ítrekað myndir og tilvitnanir í sjálfan sig en Halla lét það ekkert á sig fá og uppskar á endanum flott starf hjá samtökum stjórnenda alþjóðlegra fyrirtækja sem heita B-team og snúast um að nýta þekkingu úr viðskiptalífinu til góðs fyrir samfélagið. Í því hlutverki var Halla reglulega að umgangast þekkt nöfn úr alþjóðlegu viðskipta- og menningarlífi og birti reglulega myndir af sér með frægum leikurum og tónlistarmönnum. Þetta lék greinilega í höndunum á henni. Tiltölulega lítið var fjallað um þennan nýja starfsferil Höllu í fjölmiðlum hér heima, hver sem ástæðan var. Hún var áfram betur metin erlendis en í sínu heimalandi. Halla kjörin forseti 17. mars, 2024 bauð Halla sig aftur fram til embættis forseta Íslands. Það kom mörgum á óvart enda ekki algengt að fólk bjóði sig oft fram í þetta embætti, ef frá er talinn Ástþór Magnússon. Eins og ég kom að í upphafi þá mældist fylgi Höllu afar lítið fyrstu sex vikurnar sem hún var í framboði. Hún féll nokkuð í skuggann og fékk ekki mikla umfjöllun um framboð sitt. Margir afskrifuðu hana. Í kappræðunum 3. maí á RÚV var fólk hins vegar minnt á að þarna væri hæfur frambjóðandi í hópi 12 ólíkra frambjóðenda. Halla stóð sig vel og það hjálpaði henni auðvitað að væntingarnar voru ekki miklar í ljósi lágs fylgis. Hún á sér stóran hóp stuðningsfólks sem hefur kynnst störfum hennar í gegnum tíðina. Þessi hópur hafði eftir þennan umræðuþátt gott tilefni til að stíga fram á samfélagsmiðlum og lýsa stuðningi við hana. Það var stolt af frammistöðunni og því sveið hvernig Halla hafði verið sniðgengin framan af í umræðum um líklega forsetakandídata. Fylgi Höllu átti enda eftir að aukast, bæði vegna frammistöðu í kappræðuþáttum en líka vegna þess að stuðningsfólk fór að tala fyrir henni af krafti. Það gerði hana að viðurkenndum frambjóðanda til að styðja. Þá nýtti Halla hæfileika sína og einlægni á samfélagsmiðlum og skoraði stig hjá yngri kjósendum fyrir það. Tveim vikum eftir þessar fyrstu kappræður á RÚV var fylgi Höllu komið í 15% í Gallup. Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir sem höfðu verið að mælast hæst í könnunum fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur, fóru að gefa smá eftir á þessum sama tímapunkti. Halla Hrund fékk talsverðan mótbyr í umræðunni í samfélaginu eftir að hún mældist í forystu og þá kom í ljós að henni skorti reynslu í svona aðstæðum, sérstaklega þegar umræðuefnin fóru út fyrir hennar sérsvið. Baldur virtist líka ekki ná að auka fylgi sitt aftur eftir glæsilega byrjun baráttu sinnar. Katrín fékk mótbyr fyrir það hvernig hennar framboð bar að. Það var heldur ekki til að hjálpa henni sá mikli opinberi stuðningur sem hún fékk frá fremur einsleitum hóp fólks í lykilstöðum í samfélaginu. Margt af því fólki tilheyrði öðrum þjóðfélagshópum en hún hafði verið kennd við fram að þessu. Þessi hópur stuðningsfólks Katrínar tók óstinnt upp að vera stimpluð sem elíta en varnarræður þeirra juku frekar á áhrifin heldur en hitt. Forsetaembætti sem mótvægi gegn ríkjandi öflum Það hefur lengi verið kenning að Íslendingar velji sér forseta sem sé ákveðið aðhald á önnur öfl í landinu, bæði pólitísk og efnahagsleg. Að vera kenndur við valdaöfl hefur orðið forsetaframboðum að falli, jafnvel áður en þau komast á koppinn. Að einhver með peninga eða völd standi baki að framboði þínu hefur aldrei þótt gott. Þeir forsetar sem ég á minningu um og hafa verið kjörnir, hafa allir verið fulltrúar fólksins gegn valdinu. Vigdís Finnbogadóttir var venjuleg kona, sem hafði verið kennari og leikhússtjóri og fór gegn þekktum embættis- og stjórnmálamönnum með áhrif og ættarnöfn. Ólafur Ragnar Grímsson var á þeim tíma vissulega stjórnmálamaður sjálfur en var á útleið og var óvinsæll meðal ráðandi afla þess tíma. Viðskiptamenn reyndu að hindra að hann næði kjöri en því óvinsælli sem hann var meðal valdastéttanna því vinsælli var hann á meðal kjósenda. Hann hafði líka sum sömu einkenni og Halla Tómasdóttir, að hann horfði mikið út fyrir landsteinanna, var á undan sinni samtíð og það var gert grín að honum vegna þess. Guðni Th. Jóhannesson var líka maður fólksins, hann hafði hjálpað okkur að skilja sögulega og samfélagslega þýðingu Panama-skjalanna. Hann höfðaði reyndar líka ákveðinna rótgróinna afla í samfélaginu en þær tengingar fóru ekki jafn hátt. Hann greip tækifærið og náði í embættið dálítið eins og Hrói höttur í baráttunni við hina ríku. Það var í óþökk elítunnar og hún hefur aldrei alveg tekið hann í sátt þó að hann hafi notið mikillar lýðhylli frá byrjun. Halla Tómasdóttir er líka kjörin í óþökk ráðandi afla og flýgur inn á Bessastaði á bylgju stuðnings meðal almennings. Katrín Jakobsdóttir náði aldrei að láta baráttu sína fá yfirbragð fulltrúa fólksins og kjósendur leituðu logandi ljósi að einhverjum til að gegna því hlutverki á Bessastöðum. Halla Tómasdóttir fékk kannski ekki þá hörðu rýningu sem hún hefði fengið sem forsetaframbjóðandi ef hún hefði mælst með jafn mikið fylgi fyrr, eins og Halla Hrund, Katrín og Baldur fengu. Segja má það sama með kosningarnar 2016 þegar hún skaust fram úr Andra Snæ og Davíð Oddssyni og komst nærri Guðna í lokin. Hins vegar er það ekki svo að hún hafi ekki þurft að berjast fyrir öllu sínu og þurft að fá bæði hrós og skammir. Þegar maður skoðar viðtöl, statusa, greinar og fyrirlestra hennar aftur í tímann sést að orðræða hennar sjálfrar hefur ekki breyst mikið. Hún er samkvæm sjálfri sér og hefur verið með þeim fyrstu til að vekja máls á mörgum málum sem síðar urðu viðteknar skoðanir. Hún hefur líka aldrei látið andbyr stoppa sig. Halla þurfti að bjóða sig fram til að geta unnið og hún þurfti að vera í kjörstöðu í lok kosningabaráttunnar til að vinna. Hvort tveggja gerði hún. Hún naut þess vissulega að fólk vildi fulltrúa fólksins á Bessastaði en ekki að starfið gengi í arf til Katrínar, annars mjög hæfrar konu sem átt hefur langan og farsælan feril í stjórnmálum. Hún vann þetta á endanum mjög glæsilega og sannaði með því endanlega að það ætti enginn að vanmeta Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
„Afhverju ert þú á móti Höllu Tómasdóttur?“ er spurning sem ég fékk senda í skilaboðum á Facebook laugardaginn 4. maí sl. Kvöldið áður höfðu farið fram fyrstu kappræður forsetaframbjóðenda á RÚV og ég hafði verið beðinn af fréttastofu Bylgjunnar að fara lauslega yfir frammistöðu þeirra fyrir hádegisfréttirnar daginn eftir. Ég held ég hafi greint frammistöðu 9 af 12 í stuttu kommenti og ein af þeim þremur sem ég gleymdi að nefna var einmitt Halla Tómasdóttir. Spyrjandinn á Facebook taldi að ég hlyti hafa skilið hana viljandi útundan. Það var ekki meðvitað því frammistaða hennar í kappræðunum var mjög fín en samt hafði það örugglega áhrif á gleymsku mína að ég taldi hana á þeim tíma ekki eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti. Halla hafði mælst með 4% fylgi í könnun Gallup rétt fyrir kappræðurnar. Vissulega hafði hún mælst með enn minna fylgi framan af í kosningabaráttunni 2016 og endaði þá í öðru sæti en afhverju ætti það að endurtaka sig, hugsaði ég eins og sjálfsagt margir aðrir. Ætti hún ekki að mælast mun hærri núna á þessum tímapunkti, verandi þekkt stærð í hugum kjósenda? Nei, líklega voru það mistök hjá henni að gera aðra tilraun til að verða forseti. Það átti eftir að reynast aldeilis röng ályktun þó að Halla hafi síðan sjálf upplýst að hún hafi sjálf haft efasemdir um það og hafi verið mjög nærri því að draga framboð sitt tilbaka á þessum tímapunkti. En hver er Halla Tómasdóttir? Ég hef fylgst með ferli Höllu Tómasdóttur frá því að hún var 28 ára gömul og ég sjálfur 19 ára. Hún var þá mannauðsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins (nú Sýn) og tók þátt í ráðningu minni í starf útvarpsstjóra yfir Monó 87,7 - nýja útvarpsstöð. Ég tók þá strax vel eftir samskiptahæfileikum hennar og tengdi að mörgu leyti við þann mikla metnað sem hún bjó yfir. Outsider eða insider? Það er ekki til nein góð þýðing á orðinu outsider í íslensku. Utangarðsmanneskja er full harðneskjuleg lýsing. En fyrir mér er skýrt að Halla Tómasdóttir hefur verið outsider í íslensku viðskiptalífi og þjóðlífi og alls ekki hluti af elítunni eins og ég upplifi það. Sjálf hefur hún oft minnst á að pabbi sinn hafi verið pípari og mamma sín þroskaþjálfi en það er engin hindrun fyrir barn sem fæðist á Íslandi og þetta eru báðar ágætlega virtar og borgandi starfsstéttir. Kannski er hún undir amerískum áhrifum þegar hún nefnir þetta en hún fór ung til Bandaríkjanna sem skiptinemi og síðar til náms í háskóla. Það er samt alveg satt að Halla Tómasdóttir hefur alla tíð þurft að vinna fyrir sínum árangri og oft verið með vindinn í fangið. Þegar Halla mætti inn í íslenskt viðskiptalíf eins og stormsveipur eftir nám þá voru strax einhverjir sem stuðuðust. Hún var snjöll í að koma sér á framfæri og varð fljótt áberandi sem ung kona í karlaheimi viðskiptalífsins. Í viðtölum við hana í fjölmiðlum var það auðvitað gert að stóru atriði að hún hafði starfað sem starfsmannastjóri hjá Pepsi og Mars, vestan hafs. Þetta voru stór vörumerki sem Íslendingar þekktu úr hillum verslana hérlendis og á þeim tíma höfðu fáir Íslendingar átt mikinn feril í alþjóðlegu viðskiptalífi. Ólafur Jóhann Ólafsson var mikið þjóðarstolt af þeim sökum og fluttar voru reglulegar fréttir í fjölmiðlum hér heima af framgangi hans hjá Sony. Hvort sem það var hugmynd Höllu sjálfrar eða íslenskra blaðamanna að leggja áherslu á þessi fyrstu störf sín í Bandaríkjunum þá fóru strax á kreik sögur í íslenska viðskipalífinu um að hún væri að ýkja þá upphefð og ábyrgð sem hún hefði fengið þarna og að hún hefði í raun ekki verið svo hátt sett hjá þessum frægu fyrirtækjum. Auðvitað skipti það engu máli í raun. Þetta er samt til marks um hvernig metnaði og árangri Höllu hefur verið mætt hér heima, svo lengi sem ég man. Halla fór næst í að starta stjórnendanámi við Háskólann í Reykjavík og var þar á undan sinni samtíð eins og hún hefur verið oft síðan. Háskólinn í Reykjavík er í eigu Viðskiptaráðs Íslands og endaði Halla sem framkvæmdastjóri þess árið 2006. Þetta hefur verið nefnt sem dæmi um að hún hljóti að vera innsti koppur í búri í íslensku viðskiptalífi og það á þessum fyrirhrunstíma ofan á allt. Það er samt misskilningur ef þið spyrjið mig. Halla komst þarna með elju en hún var alls ekki meðtekin af íslenskri viðskiptaelítu og átti frekar erfitt uppdráttar í þessu starfi. Halla kom á þessum tíma að umdeildri skýrslu sem er ákveðinn minnisvarði um ofpeppun íslensks samfélags á þessum tíma og hefur skýrslan verið rifjuð upp í bæði skiptin sem hún hefur farið í forsetaframboð. Höllu ætti samt ekki að kenna við Hrunið enda var hún ekki í neinni lykilstöðu varðandi það sem þar gerðist. Rifjað er upp reglulega að hún hafi komið fram á frægri árshátíð Baugs Group í Mónakó 2007 en ég myndi frekar benda á að hún var þar sem aðkeyptur starfsmaður við fundarstjórn en ekki í hópi boðsgesta. Heimóttarleg gagnrýni? Halla hafði ávallt mikinn drifkraft og þor og var góð í að koma fram. Hún kom fullt af verkefnum af stað á örfáum árum, þar á meðal tengslanetinu Auður í krafti kvenna. Hún samt var aldrei almennilega meðtekin í íslensku viðskiptalífi. Líklega var ein ástæðan sú að hún var með þeim fyrstu til tala um skertan hlut kvenna í viðskiptalífinu, sem stuðaði fólk mikið á þeim tíma. Þetta sást áþreifanlega þegar Halla hætti (eða var ýtt út) eftir rúmt ár hjá Viðskiptaráði og stofnaði Auði Capital, nýtt fjárfestinga- og sjóðastýringarfyrirtæki. Þá fékk hún fljótt mikinn mótbyr. Þetta framtak var eins og eitur í beinum annarra í fjármálakerfinu. Halla talaði fjálglega um að konur væru með aðra eiginleika en karlar þegar kemur að fjárfestingum og væru að sumu leyti betur til þess fallnar að stýra peningum en karlar vegna meiri tilfinningaþroska og minni áhættusækni. Þetta þótti á þeim tíma mjög heimskulegur málflutningur og fjármálageirinn hafði Höllu og kollega hennar hjá Auði Capital reglulega að háði og spotti. Reksturinn gekk af þeim sökum frekar brösulega framan af þó að það hafi verið nokkrir, aðallega ríkar konur, sem lögðu Auði Capital til nokkurt fé til ávöxtunar. Svo kom hrunið og Halla var strax ósmeyk eins og áður að taka fullan þátt í umræðunni. Hún varð leiðandi í að skoða hvernig mætti læra af hruninu, bæði fyrir samfélagið í heild og fjármálakerfið. Hún gat þess í viðtölum að Auður Capital hefði farið betur út úr hruninu en önnur fjármálafyrirtæki vegna þess að því hefði verið stýrt af konum. Þetta pirraði óstjórnlega fólk í viðskiptalífinu sem vildi meina að það hafi aðallega verið vegna þess að Auður Capital var nýstofnað á þessum tíma og hafði því hvorki náð að safna miklu fé, né haft ráðrúm til að fjárfesta því. Halla lét þetta illa umtal í fjármálageiranum hér heima ekki á sig fá og kom sér að sem fyrirlesari á ráðstefnu TED-Women árið 2010 þar sem hún fjallaði um fimm kvenlæg gildi sem hún hefði beitt til að koma Auði Capital í gegnum fjármálahrunið. Fyrirlesturinn fékk gríðargóð viðbrögð erlendis og TED dreifði honum á Youtube en var tekið fremur fálega heima á Íslandi. Auður Capital lifði semsagt hrunið af en var í basli næstu árin. Aftur var Halla samt á undan sinni samtíð en Auður Capital stofnaði einn fyrsta framtakssjóðinn hér á landi árið 2012. Halla seldi hlut sinn í Auði Capital árið 2013 og fjallað hefur verið um það að undanförnu að hún hafi haft af því einhvern gróða og fjárfest honum áfram. Það sem gleymist að segja er að margir aðrir hafa grætt mun meira á þessu fyrirtæki sem Halla stofnaði. Auður Capital er í dag Kvika banki (eftir nokkrar sameiningar). Halla fór í kjölfarið á sölunni á hlut sínum í Auði Capital að fullum krafti inn í jafnréttismálin og stóð meðal annars að alþjóðlegri kvennaráðstefnu hér á landi og það sást vel að hugur hennar stefndi í auknum mæli út. Hún er kannski ein af þessum manneskjum sem er í einhverjum skilningi of stór fyrir Ísland. Á þann hátt að við skiljum hana ekki, hún passar ekki inn eða að hún er ávallt aðeins á undan okkur. Halla fór í forsetaframboð árið 2016 og þótti flestum það langsótt. Hún sagði síðar í fyrirlestri á TED ráðstefnunnar sem fram fór í lok sama árs að hún hafi þurft að berjast á móti útilokun fjölmiðla á Íslandi og náð að snúa þjóðfélagsumræðu sem var henni mótdræg til að fara úr einu prósenti í tæp þrjátíu og enda í öðru sæti. Halla fékk nokkuð jákvæðari umfjöllun í kjölfar kosninganna en ekkert annað hlutverk opnaðist þó fyrir hana á Íslandi og hún hélt áfram að horfa út og ferðast sem fyrirlesari erlendis. Margir veltu því upp hér heima að raunverulegur tilgangur hennar með forsetaframboðinu 2016 hafi verið að gefa henni status erlendis sem fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hvað sem var rétt í því þá sneri Halla sér allavega algjörlega að ferli sínum sem fyrirlesari og opinber persóna erlendis í kjölfarið og sá greinilega tækifæri í að nýta sína reynslu og prófíl á þann hátt. Það krafðist þess að hún væri sjálf að lyfta sér, bæði með því að koma fram í fjölmiðlum úti og með því að framleiða efni fyrir hina ýmsu samfélagsmiðla sem náð gætu í gegn erlendis. Þótti ýmsum hér heima það frekar hallærislegt að birta svona ítrekað myndir og tilvitnanir í sjálfan sig en Halla lét það ekkert á sig fá og uppskar á endanum flott starf hjá samtökum stjórnenda alþjóðlegra fyrirtækja sem heita B-team og snúast um að nýta þekkingu úr viðskiptalífinu til góðs fyrir samfélagið. Í því hlutverki var Halla reglulega að umgangast þekkt nöfn úr alþjóðlegu viðskipta- og menningarlífi og birti reglulega myndir af sér með frægum leikurum og tónlistarmönnum. Þetta lék greinilega í höndunum á henni. Tiltölulega lítið var fjallað um þennan nýja starfsferil Höllu í fjölmiðlum hér heima, hver sem ástæðan var. Hún var áfram betur metin erlendis en í sínu heimalandi. Halla kjörin forseti 17. mars, 2024 bauð Halla sig aftur fram til embættis forseta Íslands. Það kom mörgum á óvart enda ekki algengt að fólk bjóði sig oft fram í þetta embætti, ef frá er talinn Ástþór Magnússon. Eins og ég kom að í upphafi þá mældist fylgi Höllu afar lítið fyrstu sex vikurnar sem hún var í framboði. Hún féll nokkuð í skuggann og fékk ekki mikla umfjöllun um framboð sitt. Margir afskrifuðu hana. Í kappræðunum 3. maí á RÚV var fólk hins vegar minnt á að þarna væri hæfur frambjóðandi í hópi 12 ólíkra frambjóðenda. Halla stóð sig vel og það hjálpaði henni auðvitað að væntingarnar voru ekki miklar í ljósi lágs fylgis. Hún á sér stóran hóp stuðningsfólks sem hefur kynnst störfum hennar í gegnum tíðina. Þessi hópur hafði eftir þennan umræðuþátt gott tilefni til að stíga fram á samfélagsmiðlum og lýsa stuðningi við hana. Það var stolt af frammistöðunni og því sveið hvernig Halla hafði verið sniðgengin framan af í umræðum um líklega forsetakandídata. Fylgi Höllu átti enda eftir að aukast, bæði vegna frammistöðu í kappræðuþáttum en líka vegna þess að stuðningsfólk fór að tala fyrir henni af krafti. Það gerði hana að viðurkenndum frambjóðanda til að styðja. Þá nýtti Halla hæfileika sína og einlægni á samfélagsmiðlum og skoraði stig hjá yngri kjósendum fyrir það. Tveim vikum eftir þessar fyrstu kappræður á RÚV var fylgi Höllu komið í 15% í Gallup. Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir sem höfðu verið að mælast hæst í könnunum fyrir utan Katrínu Jakobsdóttur, fóru að gefa smá eftir á þessum sama tímapunkti. Halla Hrund fékk talsverðan mótbyr í umræðunni í samfélaginu eftir að hún mældist í forystu og þá kom í ljós að henni skorti reynslu í svona aðstæðum, sérstaklega þegar umræðuefnin fóru út fyrir hennar sérsvið. Baldur virtist líka ekki ná að auka fylgi sitt aftur eftir glæsilega byrjun baráttu sinnar. Katrín fékk mótbyr fyrir það hvernig hennar framboð bar að. Það var heldur ekki til að hjálpa henni sá mikli opinberi stuðningur sem hún fékk frá fremur einsleitum hóp fólks í lykilstöðum í samfélaginu. Margt af því fólki tilheyrði öðrum þjóðfélagshópum en hún hafði verið kennd við fram að þessu. Þessi hópur stuðningsfólks Katrínar tók óstinnt upp að vera stimpluð sem elíta en varnarræður þeirra juku frekar á áhrifin heldur en hitt. Forsetaembætti sem mótvægi gegn ríkjandi öflum Það hefur lengi verið kenning að Íslendingar velji sér forseta sem sé ákveðið aðhald á önnur öfl í landinu, bæði pólitísk og efnahagsleg. Að vera kenndur við valdaöfl hefur orðið forsetaframboðum að falli, jafnvel áður en þau komast á koppinn. Að einhver með peninga eða völd standi baki að framboði þínu hefur aldrei þótt gott. Þeir forsetar sem ég á minningu um og hafa verið kjörnir, hafa allir verið fulltrúar fólksins gegn valdinu. Vigdís Finnbogadóttir var venjuleg kona, sem hafði verið kennari og leikhússtjóri og fór gegn þekktum embættis- og stjórnmálamönnum með áhrif og ættarnöfn. Ólafur Ragnar Grímsson var á þeim tíma vissulega stjórnmálamaður sjálfur en var á útleið og var óvinsæll meðal ráðandi afla þess tíma. Viðskiptamenn reyndu að hindra að hann næði kjöri en því óvinsælli sem hann var meðal valdastéttanna því vinsælli var hann á meðal kjósenda. Hann hafði líka sum sömu einkenni og Halla Tómasdóttir, að hann horfði mikið út fyrir landsteinanna, var á undan sinni samtíð og það var gert grín að honum vegna þess. Guðni Th. Jóhannesson var líka maður fólksins, hann hafði hjálpað okkur að skilja sögulega og samfélagslega þýðingu Panama-skjalanna. Hann höfðaði reyndar líka ákveðinna rótgróinna afla í samfélaginu en þær tengingar fóru ekki jafn hátt. Hann greip tækifærið og náði í embættið dálítið eins og Hrói höttur í baráttunni við hina ríku. Það var í óþökk elítunnar og hún hefur aldrei alveg tekið hann í sátt þó að hann hafi notið mikillar lýðhylli frá byrjun. Halla Tómasdóttir er líka kjörin í óþökk ráðandi afla og flýgur inn á Bessastaði á bylgju stuðnings meðal almennings. Katrín Jakobsdóttir náði aldrei að láta baráttu sína fá yfirbragð fulltrúa fólksins og kjósendur leituðu logandi ljósi að einhverjum til að gegna því hlutverki á Bessastöðum. Halla Tómasdóttir fékk kannski ekki þá hörðu rýningu sem hún hefði fengið sem forsetaframbjóðandi ef hún hefði mælst með jafn mikið fylgi fyrr, eins og Halla Hrund, Katrín og Baldur fengu. Segja má það sama með kosningarnar 2016 þegar hún skaust fram úr Andra Snæ og Davíð Oddssyni og komst nærri Guðna í lokin. Hins vegar er það ekki svo að hún hafi ekki þurft að berjast fyrir öllu sínu og þurft að fá bæði hrós og skammir. Þegar maður skoðar viðtöl, statusa, greinar og fyrirlestra hennar aftur í tímann sést að orðræða hennar sjálfrar hefur ekki breyst mikið. Hún er samkvæm sjálfri sér og hefur verið með þeim fyrstu til að vekja máls á mörgum málum sem síðar urðu viðteknar skoðanir. Hún hefur líka aldrei látið andbyr stoppa sig. Halla þurfti að bjóða sig fram til að geta unnið og hún þurfti að vera í kjörstöðu í lok kosningabaráttunnar til að vinna. Hvort tveggja gerði hún. Hún naut þess vissulega að fólk vildi fulltrúa fólksins á Bessastaði en ekki að starfið gengi í arf til Katrínar, annars mjög hæfrar konu sem átt hefur langan og farsælan feril í stjórnmálum. Hún vann þetta á endanum mjög glæsilega og sannaði með því endanlega að það ætti enginn að vanmeta Höllu Tómasdóttur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun