Réðu nýjan þjálfara sama dag og Solskjær var orðaður við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 21:15 Solskjær hefur ekki þjálfað síðan 2021. John Walton/Getty Images Fyrr í dag virtist sem Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, væri við það að taka við Bestiktas í tyrknesku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sá orðrómur virtist byggður á sandi þar sem Giovanni Van Bronckhorst er tekinn við liðinu. Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36
Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36
Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01