Heppni að ekkert fordæmi var til staðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. júní 2024 10:00 Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar