„Má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 08:00 Memphis hefur skorað 45 mörk fyrir hollenska landsliðið. EPA-EFE/PIETER STAM DE JONGE „Mér líður vel, þetta var góð frammistaða hjá okkur,“ sagði Memphis Depay, leikmaður Hollands, eftir 4-0 sigur á Íslandi á mánudagskvöld. Um var að ræða síðasta leik Hollands áður en liðið fer til Þýskalands þar sem Evrópumót karla í knattspyrnu hefst á föstudaginn kemur. Memphis, sem er nú án félags eftir að hafa spilað með Atlético Madríd á Spáni, ræddi við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Rotterdam. Klippa: Memphis eftir sigur á Íslandi „Við byrjuðum leikinn vel og höfðum fulla stjórn á honum svo maður er með góða tilfinningu að leik loknum,“ sagði hinn þrítugi Memphis um leikinn. Honum tókst að skila boltanum í netið en það mark var dæmt af þar sem samherji hans handlék knöttinn í aðdraganda marksins. „Við þekkjum Ísland, það er erfiður mótherji. Við undirbjuggum okkur mjög vel og ég tel að það hafi verið hugarfar okkar í leiknum. Ætluðum ekki að leyfa Íslandi að spila á okkar vallarhelming og ég tel okkur hafa gert það. Það hefur ekki alltaf gengið þar sem Ísland hefur unnið okkur. Við vissum að við gætum búist við miklu af þeim en við áttum sigurinn án efa skilið.“ „Það má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir. Holland er með góða leikmenn, erum með sterkt lið og ég held að það hafi verið of mikið fyrir Ísland í kvöld [í gær, mánudg].“ „Algjörlega. Alltaf gott [að vinna síðasta leikinn fyrir stórmót], héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Manni leið eins og þeir hefðu ef til vill getað skorað eitt mark en við jafnframt hefðum getað skorað fleiri. Við vorum mjög hættulegir svo þetta var mjög góður sigur,“ sagði Memphis að lokum. Viðtalið við Memphis má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Memphis, sem er nú án félags eftir að hafa spilað með Atlético Madríd á Spáni, ræddi við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Rotterdam. Klippa: Memphis eftir sigur á Íslandi „Við byrjuðum leikinn vel og höfðum fulla stjórn á honum svo maður er með góða tilfinningu að leik loknum,“ sagði hinn þrítugi Memphis um leikinn. Honum tókst að skila boltanum í netið en það mark var dæmt af þar sem samherji hans handlék knöttinn í aðdraganda marksins. „Við þekkjum Ísland, það er erfiður mótherji. Við undirbjuggum okkur mjög vel og ég tel að það hafi verið hugarfar okkar í leiknum. Ætluðum ekki að leyfa Íslandi að spila á okkar vallarhelming og ég tel okkur hafa gert það. Það hefur ekki alltaf gengið þar sem Ísland hefur unnið okkur. Við vissum að við gætum búist við miklu af þeim en við áttum sigurinn án efa skilið.“ „Það má ekki vanmeta gæðin sem við búum yfir. Holland er með góða leikmenn, erum með sterkt lið og ég held að það hafi verið of mikið fyrir Ísland í kvöld [í gær, mánudg].“ „Algjörlega. Alltaf gott [að vinna síðasta leikinn fyrir stórmót], héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Manni leið eins og þeir hefðu ef til vill getað skorað eitt mark en við jafnframt hefðum getað skorað fleiri. Við vorum mjög hættulegir svo þetta var mjög góður sigur,“ sagði Memphis að lokum. Viðtalið við Memphis má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira