Bílaumboðið Una skrifar undir samning við XPENG Bílaumboðið Una 11. júní 2024 14:13 Frá vinstri: Jens Olsen framkvæmdastjóri XPENG í Evrópu, Jónas Kári Eiríksson Framkvæmdastjóri vörustýringar, Jón Trausti Ólafsson forstjóri Vekru, Brian Gu aðstoðarforstjóri XPENG og Þorgeir R. Pálsson framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Unu. Bílaumboðið Una ehf., systurfélag Bílaumboðsins Öskju, hefur skrifað undir samning við bílaframleiðandann XPENG og þannig tryggt sér sölu- og dreifingarrétt á Íslandi. XPENG er kínverskur rafbílaframleiðandi sem hefur síðustu 2-3 ár orðið sífellt vinsælli í Evrópu. Höfuðstöðvar XPENG í Evrópu eru í Amsterdam og nú þegar hafa verið opnuð söluumboð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi með góðum árangri. Bílaumboðið Una samstarf Vörulína XPENG samanstendur af bílunum P7, G9 og fljótlega G6. P7 er fólksbíll með allt að 597 km drægni og er í boði fjórhjóladrifinn. G9 er stór og rúmgóður fjórhjóladrifinn rafjeppi með allt að 570 km drægni og hefur hlotið verðlaun víða á Norðurlöndum fyrir gæði, hönnun og einstaka orkunýtni. G6 er minni jepplingur sem er væntanlegur á Evrópumarkað seinna í sumar, fáanlegur fjórhjóladrifinn með allt að 550 km drægni, auk þess að vera með dráttargetu upp á 1500 kg. XPENG er gríðarlega spennandi framleiðandi sem við höfum verið að skoða í langan tíma. Vörulína þeirra passar vel inn á íslenskan markað þar sem áherslan er lögð á millistóra og stóra fjórhjóladrifna jepplinga. XPENG er einn fremsti bílaframleiðandinn í sjálfkeyrandi bílum en einnig í fljúgandi bílum, svo þetta er sannarlega framleiðandi sem horfir til framtíðar. Þorgeir R. Pálsson, framkvæmdastjóri Unu. XPENG er 10 ára gamalt fyrirtæki sem framleiðir eingöngu rafmagnsbíla. Allir bílar XPENG eru búnir hátækniþróuðum aksturs- og öryggiskerfum og eru meðal þeirra fremstu í þróun á sjálfkeyrandi bílum. XPENG hefur einnig vakið mikla athygli fyrir þróun sína á fljúgandi bílum. Volkswagen Group fjárfesti nýlega 700 milljónum dollara í XPENG en það hyggst nýta sér tækni þess til að flýta fyrir innleiðingu nýrra bíla undir sínu merki í Kína. XPENG seldi 150.000 bíla á síðasta ári og hyggst auka framleiðslugetu sína í allt að 500.000 bíla á ári. Bílaumboðið Una samstarf Bílaumboðið Una er systurfélag Bílaumboðsins Öskju og 100% í eigu Vekru sem er móðurfélag þeirra beggja. Rafbílar eru nú stærsti hluti seldra bíla og spáð er frekari aukningu á næstu árum. Kínverskir bílaframleiðendur ætla sér stóra hluti í Evrópu og lítur Bílaumboðið Una því björtum augum til komandi tíma með sölu á XPENG bílum á Íslandi. XPENG mun opna nýjan sýningarsal á Vínlandsleið 6-8 í haust. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu XPENG og áhugasamir geta nú þegar skráð sig á áhugalista. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
XPENG er kínverskur rafbílaframleiðandi sem hefur síðustu 2-3 ár orðið sífellt vinsælli í Evrópu. Höfuðstöðvar XPENG í Evrópu eru í Amsterdam og nú þegar hafa verið opnuð söluumboð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi með góðum árangri. Bílaumboðið Una samstarf Vörulína XPENG samanstendur af bílunum P7, G9 og fljótlega G6. P7 er fólksbíll með allt að 597 km drægni og er í boði fjórhjóladrifinn. G9 er stór og rúmgóður fjórhjóladrifinn rafjeppi með allt að 570 km drægni og hefur hlotið verðlaun víða á Norðurlöndum fyrir gæði, hönnun og einstaka orkunýtni. G6 er minni jepplingur sem er væntanlegur á Evrópumarkað seinna í sumar, fáanlegur fjórhjóladrifinn með allt að 550 km drægni, auk þess að vera með dráttargetu upp á 1500 kg. XPENG er gríðarlega spennandi framleiðandi sem við höfum verið að skoða í langan tíma. Vörulína þeirra passar vel inn á íslenskan markað þar sem áherslan er lögð á millistóra og stóra fjórhjóladrifna jepplinga. XPENG er einn fremsti bílaframleiðandinn í sjálfkeyrandi bílum en einnig í fljúgandi bílum, svo þetta er sannarlega framleiðandi sem horfir til framtíðar. Þorgeir R. Pálsson, framkvæmdastjóri Unu. XPENG er 10 ára gamalt fyrirtæki sem framleiðir eingöngu rafmagnsbíla. Allir bílar XPENG eru búnir hátækniþróuðum aksturs- og öryggiskerfum og eru meðal þeirra fremstu í þróun á sjálfkeyrandi bílum. XPENG hefur einnig vakið mikla athygli fyrir þróun sína á fljúgandi bílum. Volkswagen Group fjárfesti nýlega 700 milljónum dollara í XPENG en það hyggst nýta sér tækni þess til að flýta fyrir innleiðingu nýrra bíla undir sínu merki í Kína. XPENG seldi 150.000 bíla á síðasta ári og hyggst auka framleiðslugetu sína í allt að 500.000 bíla á ári. Bílaumboðið Una samstarf Bílaumboðið Una er systurfélag Bílaumboðsins Öskju og 100% í eigu Vekru sem er móðurfélag þeirra beggja. Rafbílar eru nú stærsti hluti seldra bíla og spáð er frekari aukningu á næstu árum. Kínverskir bílaframleiðendur ætla sér stóra hluti í Evrópu og lítur Bílaumboðið Una því björtum augum til komandi tíma með sölu á XPENG bílum á Íslandi. XPENG mun opna nýjan sýningarsal á Vínlandsleið 6-8 í haust. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu XPENG og áhugasamir geta nú þegar skráð sig á áhugalista.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira