Gekk í tvo tíma að flugvellinum til að komast hjá leigubílagjaldi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:35 „Þetta verður góð saga við matarborðið einn daginn,“ skrifar Macey Jane undir myndskeiðið. TikTok Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira