Segir reyksprengjum verið kastað og piparúði nauðsynlegur Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa neyðst til að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær. Reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Þingmaður Pírata telur atburðarásina hafa mátt vera á annan veg. Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira