Ísland að detta úr tísku Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2024 19:00 Hjalti Már Einarsson er viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera. Vísir/Arnar Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira