Minnir á flotta tannlæknastofu Tork gaurinn skrifar 14. júní 2024 10:57 James Einar Becker, betur þekktur sem Tork-gaurinn skellti sér til Madrídar og reynsluók nýjum Polestar 3. Skjáskot Í nýjasta þætti af Tork Gaurnum ferðast James Einar Becker til Madridar á frumsýningu og reynsluekur splunkunýjum Polestar 3. Samkvæmt James Einari er Polestar 3 rafmagnsbíll (jepplingur) sem á að fara að keppa við þýsku framleiðendurnar á lúxusbílamarkaðnum. „Þeir þýsku sem fá hvað helst að kenna á samkeppninni eru Porsche Macan EV og Audi Q8. Mjög háleit markmið fyrir tiltölulega nýjan bílaframleiðanda. Engu að síður hefur það heppnast fullkomlega hjá þeim,“ segir hann. Í þættinum segir James Einar frá því að bíllinn sé einstaklega vel hannaður og sé fallegur frá öllum hliðum. Engin hönnunarlína á bílnum er þarna nema hún þjóni tilgangi með loftflæði. Sömu sögu er að segja frá innréttingunni og ökumannsrými bílsins. Þar fær Skandinaviska naumhyggjan að ráða ferðinni þar sem allt er einfalt og fallegt. Minnir einna helst á mjög flotta tannlæknastofu, sem er kaldhæðið í sjálfu sér þar sem ég gæti séð fyrir mér marga tannlækna í Lacoste-bolum á þessum bíl. Það sem gerir Polestar 3 mjög áhugaverðan er að hann er hannaður af fólki sem hefur áhuga á bílum og finnst gaman að keyra. Bíllinn er einhver 510 hestöfl og með 920Nm af togi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Bíllinn er með „automatíska“ fjöðrun sem getur stillt sig af og aðlagað sig að veginum einu sinni á tveggja millisekúndu fresti. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Svo er bíllinn með svokallað „Tork Vectoring“ kerfi. Í grófum dráttum þýðir það að ef þú ert að fara í krappa beygju þá þarf ytra aftur hjólið að fara lengri vegalengd en það innra. Þegar það gerist hjá Polestar 3 þá sendir bíllinn meiri kraft í ytra hjólið sem að skítur bílnum út úr beygjunni eins og teygjubyssa. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Polestar 3 er á grensunni við það að vera leiktæki sem sómir sér enn betur sem fjölskyldubíll. Hann er nokkuð breiður og þess vegna vel hægt að koma þremur einstaklingum aftur í. Þó að tveir ISOfix stólar væru aftur í þá kæmist samt fullorðin manneskja vel fyrir í miðjunni. Polestar 3 er hinn fullkomni „sleeper“ bíll. Það fer lítið fyrir honum en samt gæti hann tekið BMW M3 í kvartmílu. Þegar því er svo lokið er hægt að koma fyrir barnavagni og fjórum Bónus pokum í skottið. Einsaklega vel heppnaður bíll í alla staði og ættu allir bílaáhugamenn að hlakka til að fá hann á götur landsins. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Samkvæmt James Einari er Polestar 3 rafmagnsbíll (jepplingur) sem á að fara að keppa við þýsku framleiðendurnar á lúxusbílamarkaðnum. „Þeir þýsku sem fá hvað helst að kenna á samkeppninni eru Porsche Macan EV og Audi Q8. Mjög háleit markmið fyrir tiltölulega nýjan bílaframleiðanda. Engu að síður hefur það heppnast fullkomlega hjá þeim,“ segir hann. Í þættinum segir James Einar frá því að bíllinn sé einstaklega vel hannaður og sé fallegur frá öllum hliðum. Engin hönnunarlína á bílnum er þarna nema hún þjóni tilgangi með loftflæði. Sömu sögu er að segja frá innréttingunni og ökumannsrými bílsins. Þar fær Skandinaviska naumhyggjan að ráða ferðinni þar sem allt er einfalt og fallegt. Minnir einna helst á mjög flotta tannlæknastofu, sem er kaldhæðið í sjálfu sér þar sem ég gæti séð fyrir mér marga tannlækna í Lacoste-bolum á þessum bíl. Það sem gerir Polestar 3 mjög áhugaverðan er að hann er hannaður af fólki sem hefur áhuga á bílum og finnst gaman að keyra. Bíllinn er einhver 510 hestöfl og með 920Nm af togi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Bíllinn er með „automatíska“ fjöðrun sem getur stillt sig af og aðlagað sig að veginum einu sinni á tveggja millisekúndu fresti. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Svo er bíllinn með svokallað „Tork Vectoring“ kerfi. Í grófum dráttum þýðir það að ef þú ert að fara í krappa beygju þá þarf ytra aftur hjólið að fara lengri vegalengd en það innra. Þegar það gerist hjá Polestar 3 þá sendir bíllinn meiri kraft í ytra hjólið sem að skítur bílnum út úr beygjunni eins og teygjubyssa. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Polestar 3 er á grensunni við það að vera leiktæki sem sómir sér enn betur sem fjölskyldubíll. Hann er nokkuð breiður og þess vegna vel hægt að koma þremur einstaklingum aftur í. Þó að tveir ISOfix stólar væru aftur í þá kæmist samt fullorðin manneskja vel fyrir í miðjunni. Polestar 3 er hinn fullkomni „sleeper“ bíll. Það fer lítið fyrir honum en samt gæti hann tekið BMW M3 í kvartmílu. Þegar því er svo lokið er hægt að koma fyrir barnavagni og fjórum Bónus pokum í skottið. Einsaklega vel heppnaður bíll í alla staði og ættu allir bílaáhugamenn að hlakka til að fá hann á götur landsins.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira