Refsing manns sem nauðgaði þroskaskertum konum milduð verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 14. júní 2024 15:54 Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir tæplega sextugum karlmanni vegna ýmissa brota, þar á meðal vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum með þroskaskerðingu. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í stað sex ára. Landsréttur var sammála héraðsdómi um að tornæmi mannsins stæði ekki í vegi fyrir því að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar. Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira