„Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. júní 2024 07:01 Ástsæli skemmtikrafturinn Jógvan Hansen ræddi við blaðamann um líf sitt og tilveru. Vísir/Einar „Þegar mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt eða er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til. Og þegar ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott,“ segir tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen. Hann ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. Örlögin að vekja athygli Jógvan Hansen er flestum Íslendingum góðkunnugur en hann hefur komið víða við í skemmtana- og tónlistarbransanum hérlendis. Fyrir rúmum tuttugu árum ákvað Jógvan að prófa að flytja frá Færeyjum til Íslands með vinkonu sinni og ekkert varð eins síðan. Aðspurður hvenær hann fór fyrst að vekja athygli hérlendis segir Jógvan: „Það er athyglisverð spurning. Ég held að örlög mín séu að vekja athygli. Það er ekki útaf því að ég er svangur í það, það bara gerist og það hefur alltaf fylgt mér. Ég kem til Íslands fyrir rúmum tuttugu árum í janúarmánuði. Vinkona mín vildi læra förðunarfræði og bað mig að koma með sér. Hún var ólétt, karlinn hennar gat ekki komið með og ég fór með henni.“ Jógvan byrjaði þá að vinna á hárgreiðslustofunni Tony & Guy og leitaði sömuleiðis af vinnu á öllum kaffihúsum bæjarins. „Mig langaði svo að fá vinnu hérna og ég gekk inn í öll kaffihús niðri í bæ í leit að einhvers konar vinnu. En ég fékk alls staðar neitun vegna þess að ég kunni ekki íslensku. Það hefur aldeilis breyst í dag.“ Jógvan flutti til Íslands fyrir rúmum tuttugu árum frá Færeyjum.Vísir/Einar Fann sig ekki í fiskvinnslunni Tónlistin hefur verið viðloðin líf hans frá því hann man eftir sér. „Ég byrjaði níu ára gamall að spila á fiðlu, var í hljómsveitum og kór. Ég fór svo að læra aðeins á gítar og syngja með því. Einhver sér það og það þróast í að ég enda í hljómsveit sem var rosalega vinsæl í Færeyjum. Við gáfum út margar plötur og áttum mjög vinsæl lög en svo hætti ég alveg í tónlistinni og fór að læra klipparann, ég ætlaði aldeilis að sigra klippiheiminn.“ Hann segir tónlistina þó alltaf hafa verið einhvers konar draugur á bakinu hans og ástríðan hvarf aldrei. „Ég var alinn upp á pínulítilli eyju og þar var tónlist ekki talin vinna.“ Þó átti Jógvan alltaf pening frá giggunum og prófaði ýmsar vinnur, til dæmis að beita, í fiskvinnslum og á sjó. „Það var svo skítugt og vond lykt, ég hataði þetta og þetta hentaði mér ekki neitt. Ég byrjaði að spila allar helgar og gat þá farið í skóla og alltaf átt pening.“ Jógvan vakti athygli innan hárgreiðsluheimsins hér, fór næst að starfa á hárgreiðslustofunni Unique og gekk það mjög vel. „Eftir nokkra mánuði var ég orðinn meðeigandi á stofunni og við opnuðum risastóra stofu í Borgartúni.“ Ætlaði alls ekki í X Factor Tónlistarhæfileikar Jógvans fóru að spyrjast út á stofunni þó að hann væri ekkert að spila. „Ég var beðinn um að koma í einhver brúðkaup að syngja. Raunveruleikasjónvarpsþættirnir voru mjög vinsælir á þessum tíma, Idol í gangi og Stöð 2 prófaði að gera X Factor og tvær samstarfskonur mínar skráðu mig í X Factor. Þær spurðu mig fyrst og ég sagði nei, ég ætla ekki að fara að gera mig að fífli á Íslandi þegar að hitt gengur vel. Þær skráðu mig samt og þær skíttöpuðu en ég vann,“ segir Jógvan hlæjandi og bætir við: „Ég er margoft búinn að segja þessa sögu og mér finnst hún mjög skemmtileg, þær skíttöpuðu ekkert heldur voru númer tvö.“ Samskipti eru Jógvani mikilvæg og er í raun órjúfanlegur hluti af hans list. „Helmingurinn er að kunna eitthvað en hinn helmingurinn er viljinn til þess að verða eitthvað og gera eitthvað öðruvísi. Það þýðir ekkert að vera sérfræðingur í að spila á fiðlu en kunna ekkert að tala við fólk, þetta verður að haldast í hendur. Það er stór hluti af listinni, að eiga mannleg samskipti, sem hefur kannski verið jafn mikið mín list. Að kunna að tjá sig, að taka ekki lífinu of alvarlega, vera ekki hræddur við að fá nei og þora að spyrja. Pabbi sagði við mig þú færð aldrei meira en þú þorir að spyrja um. Kannski færðu nei en mjög oft er það já, ef spurningin er sanngjörn. Stundum gef ég mig ekki neitt og held áfram þangað til að ég er sáttur með þær aðstöður sem ég er kominn í, ég get verið mjög þrjóskur.“ Hér má sjá fyrstu áheyrnaprufu Jógvans í X Factor: Algjörlega fordómalaust uppeldi Jógvan er sem áður segir fæddur og uppalinn í Færeyjum. Uppeldið var mjög mótandi og segir Jógvan það hafa verið einstakt og frábært. „Þegar ég horfi til baka sé ég líka að ég var kannski frekar dekraður. Það sem mér finnst samt svo frábært við uppeldið var að það var algjörlega fordómalaust, allavega sem ég man eftir. Það skipti engu máli hvað þú vildir gera, afi sagði bara alltaf við mig: Vertu bara bestur. Ekkert kjaftæði, þú ert ekki að fara hálfa leið í neinu. Hvort sem að það var að ala upp rollur eða fara á svið. Vertu bara bestur, gerðu það vel og berðu virðingu fyrir aðstæðunum sem þú ert í.“ Jógvan var skáti lengi vel sem og flest allir fjölskyldumeðlimir hans. Þar var góðmennskan hafð í fyrirrúmi. „Ég nennti ekki að hlaupa á eftir einhverjum bolta, í mínum huga var það alveg tilgangslaust. En að fara út, skoða náttúruna, gista upp á fjöllum, skíta úti í móa, lifa af og lifa í kringum náttúruna, það náði til mín. Það er stór hluti af því sem gefur manni auðmýkt í lífinu, þú hefur ekkert val í náttúrunni. Þú verður að lifa með henni, þú getur ekki bara búið í henni. Mikið af auðmýkt minni kemur án efa þaðan. Afi minn var rollubóndi og ræktaði mikið, það var ekkert sem hann gat ekki ræktað. Hann var ekki skemmtilegur, hann sagði að lífið væri verkefni. En þrátt fyrir að vera leiðinlegur þá kenndi hann mér svo mikið. Til dæmis að gera kartöflugarð, rækta rósir, rófur eða hvað eina, sjá um kálfa og rollur. Ég var rosa mikið í þessu í æsku og ég hugsa að það að læra þessa hluti hafi skapað mikla auðmýkt. Og svo það að eiga góða foreldra sem í grunninn sögðu aldrei nei,“ segir Jógvan brosandi. „Mamma spurði mig stundum er þetta góð hugmynd? Og ég sagði ég veit það ekki, ég verð bara að prófa. Ég byrjaði alltof ungur að spila á skemmtistöðum með áfengisleyfi þar sem ég hafði ekki leyfi til að vera inn á til dæmis.“ Gæti ekki búið annars staðar Lykilinn í lífi Jógvans hefur þó alltaf einkennst af því að vera samkvæmur sjálfum sér og ekki taka lífinu of alvarlega. „Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur, það bara gerðist. Ég planaði aldrei að flytjast til Íslands og lifa af tónlist, það bara þróaðist þannig. Ef ég hafði verið sniðugur að plana þetta allt þá hefði ég flutt til stærra lands og orðið ógeðslega frægur og ríkur,“ segir Jógvan kíminn. „En ég held að ég gæti ekki búið á öðru landi. Mér finnst meirihluti Íslendinga stórkostlegir. Auðvitað er til hundleiðinlegt fólk alls staðar. Ísland er svo stórt, mér finnst svo magnað að horfa út um gluggann á morgnana og ég get alltaf fundið eitthvað nýtt, ný fjöll sem ég vil klífa, vötn sem ég vil veiða í, eða að sjá fyrir sér að álfar gætu búið í þessum hól, hugurinn fer bara á flug. Það er svo heillandi að vera á Íslandi og við þessar aðstæður.“ View this post on Instagram A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan.hansen.official) Aðeins varkárati með árunum Jógvan er mikil félagsvera og hefur sankað að sér traustum og góðum vinum síðastliðna áratugi. „Lífið er yfirleitt bara fólkið sem þú hefur í kringum þig. Maður hefur kynnst alls kyns fólki og valið vel það fólk sem heillar mann og lætur manni líða vel. Ég vil vera í kringum fólk sem gefur sál minni eitthvað og ég held að ég hafi alltaf valið að hafa skapandi fólk í kringum mig. Þú getur oft lesið einstaklinginn á því hvaða fólk er í kringum mann og ég hef valið mér rosalega gott fólk. Maður hefur á lífsleiðinni hitt alls konar asna og vont fólk, það er náttúrulega ekki hægt að velja rétt alltaf og stundum kemur fólk rosalega á óvart og gerir ljóta hluti. Maður er alltaf svo opinn fyrir öllum og fólk getur verið alveg frábært þangað til þú ert í heljargreipum þeirra og kemst varla í burt. Auðvitað getur það haft mikil áhrif á mann. Stundum er maður smá naív. Ég held bara að ef fólk er gott við mann þá sé það gott, svo allt í einu snýst það og ég bara sé það ekki, þó að fólk sé í langflestum tilfellum gott. Kannski er maður þó orðinn varkárari með árunum, að lesa hvaða fólk maður vill hafa í kringum sig, bæði sem vini og samstarfsfólk. Ég vanda valið vel og eins og ég segi er ég umkringdur frábæru fólki í dag.“ Jógvan og Friðrik Ómar eru góðir vinir og eiga farsælt og gott samstarf í tónlistinni.Instagram @jogvan.hansen.official Fann ástina og ræturnar Jógvan er giftur Hrafnhildi Jóhannesdóttur stærðfræðingi og í sumar eiga þau tíu ára brúðkaupsafmæli. „Við kynntumst eitt gott laugardagskvöld í Reykjavík og síðasti áratugur er búinn að vera helvíti skemmtilegur. Fjölskyldan hennar er líka frábær, þau eiga jörð og ein helsta baráttan fyrst var að koma sér út að heyja og gera alla þessa hluti sem ég var orðinn svo þreyttur á úr æsku. En ég kunni þetta allt og var fljótur að koma mér inn í þetta og hafa gaman að. Ég er þakklátur að hafa elt hana og fá að vera í kringum þessa náttúru sem þau eiga. Jógvan segist án efa leita mikið í rætur sínar. „Ég reyni að búa mér til nákvæmlega það sem ég var alinn upp í. Þetta eru hlutir sem ég kann á og ég er stoltur af því að kunna á. Ég hef mjög gaman að því að veiða, ég er svo þakklátur þeim hluta af uppeldinu að hafa lært að veiða. Ef allt fer til fjandans get ég sagt þér að ég verð síðastur til að drepast úr hungri. Því ég kann að veiða mér til matar og rækta flest allt, kartöflur, gulrætur, rófur og fleira. Það var ekkert annað í boði en að læra þetta. Það finnst mér frábær sjálfbærni, ef það er hægt að rækta eða ná sér í mat þá get ég það. Þetta er dýrmætt fyrir mig þó að ég hafi átt erfitt með það sem krakki.“ View this post on Instagram A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan.hansen.official) „Furðulegasta blanda sem hann hafði hitt“ Jógvan býr yfir ákveðnum andstæðum, þar sem hann er þekktur fyrir glæsileika og glamúr á sviði en elskar svo sveitalífið en hann er sömuleiðis búsettur í Mosfellsbæ, er með hesta og fleira. „Það var einhver sem sagði að ég væri furðulegasta blanda sem hann hafði hitt,“ segir Jógvan hlæjandi og bætir við: „En ég sé engan mun á þessum hliðum. Þetta er svo náttúrulegt fyrir mér. Mamma er saumakona og ég er alinn upp af henni og systur minni. Pabbi minn var bara alltaf úti á sjó og þegar að hann kom í land þá var hann fyrir, eins og margir pabbar og sjómenn voru á þessum tíma. Eins ósanngjarnt og það er þá var það bara þannig. Svoleiðis að þegar að það kemur glamúr, öllum þessum efnum og að sjá glimmer, mér fannst það alltaf geðveikt. Þegar að systir mín þurfti að læra förðun þá var bara litli bróðir sem hún gat farðað og ég var oft alveg í mínu fínasta pússi og málaður. Ég sótti ekki í að ganga um í kjólum og hælum en mér fannst glimmer og glamúr geggjað. Eitt sem hefur sömuleiðis haft stór áhrif þegar ég horfi til baka er til dæmis Eurovision, þetta show þar. Það heillaði mig rosalega, hvað fólki dettur í hug þegar að það kemur að show-um. Ég er orðinn það gamall að á sínum tíma var ekki aðgengilegt að sækja í tískublöð og sjónvarpið var svona það helsta til að sækja innblástur. Ég var alltaf með hringa og hálsmen og mömmu fannst það alltaf mjög skemmtilegt. Svo í seinni tíð var hún reyndar mest að sauma gardínur því það gaf eitthvað. Við áttum aldrei pening en ég man samt aldrei eftir kreppu því það var alltaf hægt að ná sér í mat.“ Því meira glimmer því betra Jógvan hefur alltaf verið fær í höndunum, átt auðvelt með að spila á hljófæri og langaði mest að verða gullsmiður. „Það var bara svo erfitt að læra það. En lúkkið mitt þegar að ég fer á svið kemur pottþétt frá þessu öllu, áhuga á efnum og glimmer er bara svo geggjað. Meira af því, meira gott. Og að fara í eitthvað djarft.“ View this post on Instagram A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan.hansen.official) Á unglingsárunum var Jógvan aðeins meðvitaðri um sig og þá skipti máli að vera töff. Móðir hans var honum alltaf innan handar og lagði línurnar. „Það mátti ekki vera með krumpu í skyrtunni eða vanta hnapp. Það skipti öllu máli að vera snyrtilegur þegar það átti við, þá þurfti maður að vera upp á tíu og það var ekkert þar á milli. Að greiða hárið er jafn mikilvægt og pússaðir skór, þú verður að hafa það bæði á hreinu. Þegar að mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til! Og þegar að ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott. Fjölskyldan sagði bara farðu og gerðu þitt besta. Að dæma fólk út á húðlit, kynhneigð og fleira, það var bara ekki til í uppeldinu. Þetta var eins fordómalaust og það gat verið. Ef þú ert góð manneskja þá ertu góð.“ Á hárréttum stað en efasemdirnar hluti af þessu Þó að hann elski performansinn segist hann oft hugsa til þess að lífið væri einfaldara í skrifstofustarfi. „Svona tíu sinnum á dag fer maður að velta fyrir sér öðrum möguleikum og ég veit að það skiptir engu máli í hvað ég færi í, ég myndi alltaf reyna að gera mitt besta. En ég er rosalegur flakkari, ég verð að vera út um allt og þetta er mín leið til þess að rækta það. Ég á erfitt með að binda mig við ákveðinn stað. Eins og á hárgreiðslustofunni standandi á sama stað allan daginn, það átti ekki við mig. Ég sakna þó hvers einasta kúnna enn í dag.“ Hann segir sömuleiðis skemmtikraftastarfið nauðsynlegt í samfélagið. „Menning er svo mikilvæg. Ef þú tekur menninguna úr samfélaginu þá er ekkert til þess að pumpa þessa slagæð samfélagsins. Mig langar bara ekki að gera neitt annað en nákvæmlega það sem ég er að gera. En á hverjum degi fæ ég einhverjar efasemdir. Við getum verið fræg en ekki rík af þessu og það er þvílík barátta að láta þetta allt ganga upp en það er mikilvæg barátta.“ Jógvan segir menninguna gríðarlega mikilvæga sem og starf listafólks og skemmtikrafta. Vísir/Einar Fjölskyldan mikilvægust og finnur jákvæðar hliðar TikTok Jafnvægið finnur hann svo á heimilinu sínu. „Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að eiga góða fjölskyldu. Ég er ekki heima að skemmta börnunum mínum alla daga, langt því frá. Ég er örugglega oft ógeðslega leiðinlegur. Ég vil ala börnin mín upp við að vera góð við hvert annað og kurteis. Mér finnst það sérstaklega mikilvægt þessa dagana, það sem það er oft verið að pikka í krakkana og segja okkur foreldrunum hvernig við eigum að gera hlutina.“ Segir hann það til dæmis sérstaklega eiga við um samfélagsmiðla. „Ef þú ætlar að kenna TikTok um að krakkinn þinn sé að gera eitthvað af sér finnst mér það eitthvað skakkt. Það er rosalega erfitt að ætla að stýra algorythma sem klárasta fólk í heimi býr til. Ég get ekki staðið í því að fylgjast með því hvað krakkarnir eru að skoða á fimmtán sekúndna fresti, það er óraunhæft. Það sem ég get gert er að kenna vel og almennilega hvað eru góð og rétt gildi og hvernig maður kemur fram. Ég reyni mitt allra besta að segja þeim hvað sé rétt og rangt. Ég get passað vel upp á gildin í uppeldinu og kennt þeim kurteisi, að koma vel fram og elska fólk í kringum þau og passa sig á að það sé til alls konar slæmt og vont fólk. Bara að kenna þeim það að vera eins manneskjuleg og hægt er en ég er ekki að fara að fylgjast með hvað þau eru að skoða á TikTok. Sem foreldri finnst mér sömuleiðis vanta upp á samstöðuna. Ég er alveg til í að loka TikTok fyrir börnunum ef allir gera það, en ekki bara að einhver einn fái ekki að vera með. En þessi forrit eru framtíðin, við þurfum að lifa með þessu en ekki á móti þessu, það er ekki hægt. Það er sömuleiðis fullt af jákvæðum hlutum þarna inni. Ég elska þegar að dóttir minni dettur í hug að við búum eitthvað til af TikTok, eldum furðulega hluti eða búum til slím sem mér hafði aldrei dottið í hug, að prófa að búa eitthvað til, mér finnst það alveg frábært. Það er svo lítið talað um hvað samfélagsmiðlarnir geti verið frábærir, við verðum að tala um það líka svo þetta sé ekki alltaf bara eitthvað sem hræðir.“ Hlakkar mikið til þess að geta mætt í laugardagspartý Jógvan er gjarnan með marga bolta á lofti en nú tekur við kærkomið sumarfrí. „Ég er að spila pínupons en allra helst ætla ég að mæta í partý á laugardögum í sumar, þar sem ég get bókstaflega aldrei gert það. Það er kannski eitt sem fúnkerar illa í lífi mínu. Manni er alltaf boðið í veislur hjá vinum á laugardögum og ég er náttúrulega alltaf að vinna þá. Þá segir það oft: Þú verður bara að taka þér frí. Þá segi ég já ég skal gera það ef þú tekur næstu viku í frí, segir hann kíminn og bætir við: Ég get það auðvitað ekki. Svoleiðis að ég ætla að mæta í veislur á laugardögum, fara í brúðkaup, við fjölskyldan ætlum til Parísar, keyra að Gardavatni, ég ætla að fara til Færeyja með hóp af fólki sem ég hef aldrei prófað áður en það verður skemmtilegt, svo veiði ég aðeins, fer aftur til Færeyja og svo er kominn september.“ View this post on Instagram A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan.hansen.official) Samskiptin enn og aftur mikilvægust Jólin eru gjarnan annasamur tími hjá skemmtikröftum. Fæstir eru farnir að hugsa til desember mánaðar á sumrin en mikið af listafólki er löngu byrjað að skipuleggjan jólavertíðina. „Ég hlakka mikið til næsta verkefnis sem ég, Friðrik Ómar og Eyþór Ingi erum að vinna að, það er jólaverkefni sem heitir Vitringarnir þrír. Vá, ég þurfti bara sér kennslu frá Friðriki til að geta sagt þetta, var í alvöru ekki hægt að vinna auðveldara nafn,“ segir Jógvan og skellir upp úr. „Það verður hrikalega gaman, við höfum mjög gaman að hver öðrum og þegar við erum saman kemur upp alls konar skemmtileg vitleysa. Við flytjum hágæðatónlist en það sem gerist á milli tónlistaratriða verður mjög skemmtilegt. Við erum allir svolítið svipaðir þar, þar kemur fram skemmtilegt uppeldi í listinni, að ég hef alltaf dýrkað jafn mikið það sem gerist á milli laga og það að hlusta á sjálf lögin.“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Kemur Jógvan þá aftur að því hve gríðarlega mikilvæg samskipti við áhorfendur eru fyrir honum. „Hvað segirðu á undan og hvað segirðu á eftir. Ég hef farið á fullt af flottum tónleikum, til dæmis voru Elton John og Bon Jovi frábærir. Svo fór ég á George Michael og hann sagði ekki stakt orð á milli laga, þegar að Webley Arena opnaði. Ég hugsaði bara vá þetta var ekki skemmtilegt. Ég hef alltaf dýrkað það sem gerist á milli, það skilur á milli þess sem er gott og ekki gott að mínu mati. Ég elska Frank Sinatra og Dean Martin og þessar gömlu kanónur. Að hlusta á þá tala á milli laga, vá. Fullt af því er náttúrulega ekki viðeigandi í dag en þeir föttuðu hvernig þeir áttu að eiga í samskiptum við aðdáendur og áhorfendur. Þeir urðu stórstjörnur á tíma þar sem voru engir samfélagsmiðlar og varla sjónvörp á heimilum. Þeir þurftu að vinna allan daginn alla daga að þessu og vera með eitthvað auka. Það voru ótal margir að spila tónlist og jazz, en þeir urðu stórstjörnur og stærri stjörnur en stjörnur í dag. Í dag þarf stundum varla annað en að reka við á forriti og þú ert orðinn mega frægur á einum degi. Maður vill fá að upplifa eins og maður eigi í samskiptum við tónlistarfólkið, það er svo nærandi. Ég lifi fyrir sálina í þessu,“ segir Jógvan brosandi að lokum. Tónlist Menning Tíska og hönnun Færeyjar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Örlögin að vekja athygli Jógvan Hansen er flestum Íslendingum góðkunnugur en hann hefur komið víða við í skemmtana- og tónlistarbransanum hérlendis. Fyrir rúmum tuttugu árum ákvað Jógvan að prófa að flytja frá Færeyjum til Íslands með vinkonu sinni og ekkert varð eins síðan. Aðspurður hvenær hann fór fyrst að vekja athygli hérlendis segir Jógvan: „Það er athyglisverð spurning. Ég held að örlög mín séu að vekja athygli. Það er ekki útaf því að ég er svangur í það, það bara gerist og það hefur alltaf fylgt mér. Ég kem til Íslands fyrir rúmum tuttugu árum í janúarmánuði. Vinkona mín vildi læra förðunarfræði og bað mig að koma með sér. Hún var ólétt, karlinn hennar gat ekki komið með og ég fór með henni.“ Jógvan byrjaði þá að vinna á hárgreiðslustofunni Tony & Guy og leitaði sömuleiðis af vinnu á öllum kaffihúsum bæjarins. „Mig langaði svo að fá vinnu hérna og ég gekk inn í öll kaffihús niðri í bæ í leit að einhvers konar vinnu. En ég fékk alls staðar neitun vegna þess að ég kunni ekki íslensku. Það hefur aldeilis breyst í dag.“ Jógvan flutti til Íslands fyrir rúmum tuttugu árum frá Færeyjum.Vísir/Einar Fann sig ekki í fiskvinnslunni Tónlistin hefur verið viðloðin líf hans frá því hann man eftir sér. „Ég byrjaði níu ára gamall að spila á fiðlu, var í hljómsveitum og kór. Ég fór svo að læra aðeins á gítar og syngja með því. Einhver sér það og það þróast í að ég enda í hljómsveit sem var rosalega vinsæl í Færeyjum. Við gáfum út margar plötur og áttum mjög vinsæl lög en svo hætti ég alveg í tónlistinni og fór að læra klipparann, ég ætlaði aldeilis að sigra klippiheiminn.“ Hann segir tónlistina þó alltaf hafa verið einhvers konar draugur á bakinu hans og ástríðan hvarf aldrei. „Ég var alinn upp á pínulítilli eyju og þar var tónlist ekki talin vinna.“ Þó átti Jógvan alltaf pening frá giggunum og prófaði ýmsar vinnur, til dæmis að beita, í fiskvinnslum og á sjó. „Það var svo skítugt og vond lykt, ég hataði þetta og þetta hentaði mér ekki neitt. Ég byrjaði að spila allar helgar og gat þá farið í skóla og alltaf átt pening.“ Jógvan vakti athygli innan hárgreiðsluheimsins hér, fór næst að starfa á hárgreiðslustofunni Unique og gekk það mjög vel. „Eftir nokkra mánuði var ég orðinn meðeigandi á stofunni og við opnuðum risastóra stofu í Borgartúni.“ Ætlaði alls ekki í X Factor Tónlistarhæfileikar Jógvans fóru að spyrjast út á stofunni þó að hann væri ekkert að spila. „Ég var beðinn um að koma í einhver brúðkaup að syngja. Raunveruleikasjónvarpsþættirnir voru mjög vinsælir á þessum tíma, Idol í gangi og Stöð 2 prófaði að gera X Factor og tvær samstarfskonur mínar skráðu mig í X Factor. Þær spurðu mig fyrst og ég sagði nei, ég ætla ekki að fara að gera mig að fífli á Íslandi þegar að hitt gengur vel. Þær skráðu mig samt og þær skíttöpuðu en ég vann,“ segir Jógvan hlæjandi og bætir við: „Ég er margoft búinn að segja þessa sögu og mér finnst hún mjög skemmtileg, þær skíttöpuðu ekkert heldur voru númer tvö.“ Samskipti eru Jógvani mikilvæg og er í raun órjúfanlegur hluti af hans list. „Helmingurinn er að kunna eitthvað en hinn helmingurinn er viljinn til þess að verða eitthvað og gera eitthvað öðruvísi. Það þýðir ekkert að vera sérfræðingur í að spila á fiðlu en kunna ekkert að tala við fólk, þetta verður að haldast í hendur. Það er stór hluti af listinni, að eiga mannleg samskipti, sem hefur kannski verið jafn mikið mín list. Að kunna að tjá sig, að taka ekki lífinu of alvarlega, vera ekki hræddur við að fá nei og þora að spyrja. Pabbi sagði við mig þú færð aldrei meira en þú þorir að spyrja um. Kannski færðu nei en mjög oft er það já, ef spurningin er sanngjörn. Stundum gef ég mig ekki neitt og held áfram þangað til að ég er sáttur með þær aðstöður sem ég er kominn í, ég get verið mjög þrjóskur.“ Hér má sjá fyrstu áheyrnaprufu Jógvans í X Factor: Algjörlega fordómalaust uppeldi Jógvan er sem áður segir fæddur og uppalinn í Færeyjum. Uppeldið var mjög mótandi og segir Jógvan það hafa verið einstakt og frábært. „Þegar ég horfi til baka sé ég líka að ég var kannski frekar dekraður. Það sem mér finnst samt svo frábært við uppeldið var að það var algjörlega fordómalaust, allavega sem ég man eftir. Það skipti engu máli hvað þú vildir gera, afi sagði bara alltaf við mig: Vertu bara bestur. Ekkert kjaftæði, þú ert ekki að fara hálfa leið í neinu. Hvort sem að það var að ala upp rollur eða fara á svið. Vertu bara bestur, gerðu það vel og berðu virðingu fyrir aðstæðunum sem þú ert í.“ Jógvan var skáti lengi vel sem og flest allir fjölskyldumeðlimir hans. Þar var góðmennskan hafð í fyrirrúmi. „Ég nennti ekki að hlaupa á eftir einhverjum bolta, í mínum huga var það alveg tilgangslaust. En að fara út, skoða náttúruna, gista upp á fjöllum, skíta úti í móa, lifa af og lifa í kringum náttúruna, það náði til mín. Það er stór hluti af því sem gefur manni auðmýkt í lífinu, þú hefur ekkert val í náttúrunni. Þú verður að lifa með henni, þú getur ekki bara búið í henni. Mikið af auðmýkt minni kemur án efa þaðan. Afi minn var rollubóndi og ræktaði mikið, það var ekkert sem hann gat ekki ræktað. Hann var ekki skemmtilegur, hann sagði að lífið væri verkefni. En þrátt fyrir að vera leiðinlegur þá kenndi hann mér svo mikið. Til dæmis að gera kartöflugarð, rækta rósir, rófur eða hvað eina, sjá um kálfa og rollur. Ég var rosa mikið í þessu í æsku og ég hugsa að það að læra þessa hluti hafi skapað mikla auðmýkt. Og svo það að eiga góða foreldra sem í grunninn sögðu aldrei nei,“ segir Jógvan brosandi. „Mamma spurði mig stundum er þetta góð hugmynd? Og ég sagði ég veit það ekki, ég verð bara að prófa. Ég byrjaði alltof ungur að spila á skemmtistöðum með áfengisleyfi þar sem ég hafði ekki leyfi til að vera inn á til dæmis.“ Gæti ekki búið annars staðar Lykilinn í lífi Jógvans hefur þó alltaf einkennst af því að vera samkvæmur sjálfum sér og ekki taka lífinu of alvarlega. „Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur, það bara gerðist. Ég planaði aldrei að flytjast til Íslands og lifa af tónlist, það bara þróaðist þannig. Ef ég hafði verið sniðugur að plana þetta allt þá hefði ég flutt til stærra lands og orðið ógeðslega frægur og ríkur,“ segir Jógvan kíminn. „En ég held að ég gæti ekki búið á öðru landi. Mér finnst meirihluti Íslendinga stórkostlegir. Auðvitað er til hundleiðinlegt fólk alls staðar. Ísland er svo stórt, mér finnst svo magnað að horfa út um gluggann á morgnana og ég get alltaf fundið eitthvað nýtt, ný fjöll sem ég vil klífa, vötn sem ég vil veiða í, eða að sjá fyrir sér að álfar gætu búið í þessum hól, hugurinn fer bara á flug. Það er svo heillandi að vera á Íslandi og við þessar aðstæður.“ View this post on Instagram A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan.hansen.official) Aðeins varkárati með árunum Jógvan er mikil félagsvera og hefur sankað að sér traustum og góðum vinum síðastliðna áratugi. „Lífið er yfirleitt bara fólkið sem þú hefur í kringum þig. Maður hefur kynnst alls kyns fólki og valið vel það fólk sem heillar mann og lætur manni líða vel. Ég vil vera í kringum fólk sem gefur sál minni eitthvað og ég held að ég hafi alltaf valið að hafa skapandi fólk í kringum mig. Þú getur oft lesið einstaklinginn á því hvaða fólk er í kringum mann og ég hef valið mér rosalega gott fólk. Maður hefur á lífsleiðinni hitt alls konar asna og vont fólk, það er náttúrulega ekki hægt að velja rétt alltaf og stundum kemur fólk rosalega á óvart og gerir ljóta hluti. Maður er alltaf svo opinn fyrir öllum og fólk getur verið alveg frábært þangað til þú ert í heljargreipum þeirra og kemst varla í burt. Auðvitað getur það haft mikil áhrif á mann. Stundum er maður smá naív. Ég held bara að ef fólk er gott við mann þá sé það gott, svo allt í einu snýst það og ég bara sé það ekki, þó að fólk sé í langflestum tilfellum gott. Kannski er maður þó orðinn varkárari með árunum, að lesa hvaða fólk maður vill hafa í kringum sig, bæði sem vini og samstarfsfólk. Ég vanda valið vel og eins og ég segi er ég umkringdur frábæru fólki í dag.“ Jógvan og Friðrik Ómar eru góðir vinir og eiga farsælt og gott samstarf í tónlistinni.Instagram @jogvan.hansen.official Fann ástina og ræturnar Jógvan er giftur Hrafnhildi Jóhannesdóttur stærðfræðingi og í sumar eiga þau tíu ára brúðkaupsafmæli. „Við kynntumst eitt gott laugardagskvöld í Reykjavík og síðasti áratugur er búinn að vera helvíti skemmtilegur. Fjölskyldan hennar er líka frábær, þau eiga jörð og ein helsta baráttan fyrst var að koma sér út að heyja og gera alla þessa hluti sem ég var orðinn svo þreyttur á úr æsku. En ég kunni þetta allt og var fljótur að koma mér inn í þetta og hafa gaman að. Ég er þakklátur að hafa elt hana og fá að vera í kringum þessa náttúru sem þau eiga. Jógvan segist án efa leita mikið í rætur sínar. „Ég reyni að búa mér til nákvæmlega það sem ég var alinn upp í. Þetta eru hlutir sem ég kann á og ég er stoltur af því að kunna á. Ég hef mjög gaman að því að veiða, ég er svo þakklátur þeim hluta af uppeldinu að hafa lært að veiða. Ef allt fer til fjandans get ég sagt þér að ég verð síðastur til að drepast úr hungri. Því ég kann að veiða mér til matar og rækta flest allt, kartöflur, gulrætur, rófur og fleira. Það var ekkert annað í boði en að læra þetta. Það finnst mér frábær sjálfbærni, ef það er hægt að rækta eða ná sér í mat þá get ég það. Þetta er dýrmætt fyrir mig þó að ég hafi átt erfitt með það sem krakki.“ View this post on Instagram A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan.hansen.official) „Furðulegasta blanda sem hann hafði hitt“ Jógvan býr yfir ákveðnum andstæðum, þar sem hann er þekktur fyrir glæsileika og glamúr á sviði en elskar svo sveitalífið en hann er sömuleiðis búsettur í Mosfellsbæ, er með hesta og fleira. „Það var einhver sem sagði að ég væri furðulegasta blanda sem hann hafði hitt,“ segir Jógvan hlæjandi og bætir við: „En ég sé engan mun á þessum hliðum. Þetta er svo náttúrulegt fyrir mér. Mamma er saumakona og ég er alinn upp af henni og systur minni. Pabbi minn var bara alltaf úti á sjó og þegar að hann kom í land þá var hann fyrir, eins og margir pabbar og sjómenn voru á þessum tíma. Eins ósanngjarnt og það er þá var það bara þannig. Svoleiðis að þegar að það kemur glamúr, öllum þessum efnum og að sjá glimmer, mér fannst það alltaf geðveikt. Þegar að systir mín þurfti að læra förðun þá var bara litli bróðir sem hún gat farðað og ég var oft alveg í mínu fínasta pússi og málaður. Ég sótti ekki í að ganga um í kjólum og hælum en mér fannst glimmer og glamúr geggjað. Eitt sem hefur sömuleiðis haft stór áhrif þegar ég horfi til baka er til dæmis Eurovision, þetta show þar. Það heillaði mig rosalega, hvað fólki dettur í hug þegar að það kemur að show-um. Ég er orðinn það gamall að á sínum tíma var ekki aðgengilegt að sækja í tískublöð og sjónvarpið var svona það helsta til að sækja innblástur. Ég var alltaf með hringa og hálsmen og mömmu fannst það alltaf mjög skemmtilegt. Svo í seinni tíð var hún reyndar mest að sauma gardínur því það gaf eitthvað. Við áttum aldrei pening en ég man samt aldrei eftir kreppu því það var alltaf hægt að ná sér í mat.“ Því meira glimmer því betra Jógvan hefur alltaf verið fær í höndunum, átt auðvelt með að spila á hljófæri og langaði mest að verða gullsmiður. „Það var bara svo erfitt að læra það. En lúkkið mitt þegar að ég fer á svið kemur pottþétt frá þessu öllu, áhuga á efnum og glimmer er bara svo geggjað. Meira af því, meira gott. Og að fara í eitthvað djarft.“ View this post on Instagram A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan.hansen.official) Á unglingsárunum var Jógvan aðeins meðvitaðri um sig og þá skipti máli að vera töff. Móðir hans var honum alltaf innan handar og lagði línurnar. „Það mátti ekki vera með krumpu í skyrtunni eða vanta hnapp. Það skipti öllu máli að vera snyrtilegur þegar það átti við, þá þurfti maður að vera upp á tíu og það var ekkert þar á milli. Að greiða hárið er jafn mikilvægt og pússaðir skór, þú verður að hafa það bæði á hreinu. Þegar að mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til! Og þegar að ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott. Fjölskyldan sagði bara farðu og gerðu þitt besta. Að dæma fólk út á húðlit, kynhneigð og fleira, það var bara ekki til í uppeldinu. Þetta var eins fordómalaust og það gat verið. Ef þú ert góð manneskja þá ertu góð.“ Á hárréttum stað en efasemdirnar hluti af þessu Þó að hann elski performansinn segist hann oft hugsa til þess að lífið væri einfaldara í skrifstofustarfi. „Svona tíu sinnum á dag fer maður að velta fyrir sér öðrum möguleikum og ég veit að það skiptir engu máli í hvað ég færi í, ég myndi alltaf reyna að gera mitt besta. En ég er rosalegur flakkari, ég verð að vera út um allt og þetta er mín leið til þess að rækta það. Ég á erfitt með að binda mig við ákveðinn stað. Eins og á hárgreiðslustofunni standandi á sama stað allan daginn, það átti ekki við mig. Ég sakna þó hvers einasta kúnna enn í dag.“ Hann segir sömuleiðis skemmtikraftastarfið nauðsynlegt í samfélagið. „Menning er svo mikilvæg. Ef þú tekur menninguna úr samfélaginu þá er ekkert til þess að pumpa þessa slagæð samfélagsins. Mig langar bara ekki að gera neitt annað en nákvæmlega það sem ég er að gera. En á hverjum degi fæ ég einhverjar efasemdir. Við getum verið fræg en ekki rík af þessu og það er þvílík barátta að láta þetta allt ganga upp en það er mikilvæg barátta.“ Jógvan segir menninguna gríðarlega mikilvæga sem og starf listafólks og skemmtikrafta. Vísir/Einar Fjölskyldan mikilvægust og finnur jákvæðar hliðar TikTok Jafnvægið finnur hann svo á heimilinu sínu. „Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að eiga góða fjölskyldu. Ég er ekki heima að skemmta börnunum mínum alla daga, langt því frá. Ég er örugglega oft ógeðslega leiðinlegur. Ég vil ala börnin mín upp við að vera góð við hvert annað og kurteis. Mér finnst það sérstaklega mikilvægt þessa dagana, það sem það er oft verið að pikka í krakkana og segja okkur foreldrunum hvernig við eigum að gera hlutina.“ Segir hann það til dæmis sérstaklega eiga við um samfélagsmiðla. „Ef þú ætlar að kenna TikTok um að krakkinn þinn sé að gera eitthvað af sér finnst mér það eitthvað skakkt. Það er rosalega erfitt að ætla að stýra algorythma sem klárasta fólk í heimi býr til. Ég get ekki staðið í því að fylgjast með því hvað krakkarnir eru að skoða á fimmtán sekúndna fresti, það er óraunhæft. Það sem ég get gert er að kenna vel og almennilega hvað eru góð og rétt gildi og hvernig maður kemur fram. Ég reyni mitt allra besta að segja þeim hvað sé rétt og rangt. Ég get passað vel upp á gildin í uppeldinu og kennt þeim kurteisi, að koma vel fram og elska fólk í kringum þau og passa sig á að það sé til alls konar slæmt og vont fólk. Bara að kenna þeim það að vera eins manneskjuleg og hægt er en ég er ekki að fara að fylgjast með hvað þau eru að skoða á TikTok. Sem foreldri finnst mér sömuleiðis vanta upp á samstöðuna. Ég er alveg til í að loka TikTok fyrir börnunum ef allir gera það, en ekki bara að einhver einn fái ekki að vera með. En þessi forrit eru framtíðin, við þurfum að lifa með þessu en ekki á móti þessu, það er ekki hægt. Það er sömuleiðis fullt af jákvæðum hlutum þarna inni. Ég elska þegar að dóttir minni dettur í hug að við búum eitthvað til af TikTok, eldum furðulega hluti eða búum til slím sem mér hafði aldrei dottið í hug, að prófa að búa eitthvað til, mér finnst það alveg frábært. Það er svo lítið talað um hvað samfélagsmiðlarnir geti verið frábærir, við verðum að tala um það líka svo þetta sé ekki alltaf bara eitthvað sem hræðir.“ Hlakkar mikið til þess að geta mætt í laugardagspartý Jógvan er gjarnan með marga bolta á lofti en nú tekur við kærkomið sumarfrí. „Ég er að spila pínupons en allra helst ætla ég að mæta í partý á laugardögum í sumar, þar sem ég get bókstaflega aldrei gert það. Það er kannski eitt sem fúnkerar illa í lífi mínu. Manni er alltaf boðið í veislur hjá vinum á laugardögum og ég er náttúrulega alltaf að vinna þá. Þá segir það oft: Þú verður bara að taka þér frí. Þá segi ég já ég skal gera það ef þú tekur næstu viku í frí, segir hann kíminn og bætir við: Ég get það auðvitað ekki. Svoleiðis að ég ætla að mæta í veislur á laugardögum, fara í brúðkaup, við fjölskyldan ætlum til Parísar, keyra að Gardavatni, ég ætla að fara til Færeyja með hóp af fólki sem ég hef aldrei prófað áður en það verður skemmtilegt, svo veiði ég aðeins, fer aftur til Færeyja og svo er kominn september.“ View this post on Instagram A post shared by Jógvan Hansen (@jogvan.hansen.official) Samskiptin enn og aftur mikilvægust Jólin eru gjarnan annasamur tími hjá skemmtikröftum. Fæstir eru farnir að hugsa til desember mánaðar á sumrin en mikið af listafólki er löngu byrjað að skipuleggjan jólavertíðina. „Ég hlakka mikið til næsta verkefnis sem ég, Friðrik Ómar og Eyþór Ingi erum að vinna að, það er jólaverkefni sem heitir Vitringarnir þrír. Vá, ég þurfti bara sér kennslu frá Friðriki til að geta sagt þetta, var í alvöru ekki hægt að vinna auðveldara nafn,“ segir Jógvan og skellir upp úr. „Það verður hrikalega gaman, við höfum mjög gaman að hver öðrum og þegar við erum saman kemur upp alls konar skemmtileg vitleysa. Við flytjum hágæðatónlist en það sem gerist á milli tónlistaratriða verður mjög skemmtilegt. Við erum allir svolítið svipaðir þar, þar kemur fram skemmtilegt uppeldi í listinni, að ég hef alltaf dýrkað jafn mikið það sem gerist á milli laga og það að hlusta á sjálf lögin.“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Kemur Jógvan þá aftur að því hve gríðarlega mikilvæg samskipti við áhorfendur eru fyrir honum. „Hvað segirðu á undan og hvað segirðu á eftir. Ég hef farið á fullt af flottum tónleikum, til dæmis voru Elton John og Bon Jovi frábærir. Svo fór ég á George Michael og hann sagði ekki stakt orð á milli laga, þegar að Webley Arena opnaði. Ég hugsaði bara vá þetta var ekki skemmtilegt. Ég hef alltaf dýrkað það sem gerist á milli, það skilur á milli þess sem er gott og ekki gott að mínu mati. Ég elska Frank Sinatra og Dean Martin og þessar gömlu kanónur. Að hlusta á þá tala á milli laga, vá. Fullt af því er náttúrulega ekki viðeigandi í dag en þeir föttuðu hvernig þeir áttu að eiga í samskiptum við aðdáendur og áhorfendur. Þeir urðu stórstjörnur á tíma þar sem voru engir samfélagsmiðlar og varla sjónvörp á heimilum. Þeir þurftu að vinna allan daginn alla daga að þessu og vera með eitthvað auka. Það voru ótal margir að spila tónlist og jazz, en þeir urðu stórstjörnur og stærri stjörnur en stjörnur í dag. Í dag þarf stundum varla annað en að reka við á forriti og þú ert orðinn mega frægur á einum degi. Maður vill fá að upplifa eins og maður eigi í samskiptum við tónlistarfólkið, það er svo nærandi. Ég lifi fyrir sálina í þessu,“ segir Jógvan brosandi að lokum.
Tónlist Menning Tíska og hönnun Færeyjar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira