Ofurkarlmennska geti reynst ávísun á hómófóbíu og kvenfyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2024 14:35 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir veltir upp þeirri spurningu hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis. vísir/vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Nordref Foundation, veltir því upp í pistli hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis? Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar. Kynferðisofbeldi Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira