Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku í vikunni Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2024 13:27 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Arnar Halldórsson Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku af bílastæðum á þremur innanlandsflugvöllum í vikunni, annaðhvort á miðvikudag eða á fimmtudag. Það að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki skrifað upp á þjónustusamning Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra og Isavia virðist engu breyta þar um. Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings síðastliðinn miðvikudag var upplýst að í vikunni á undan hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem Isavia er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Í samtali við Vísi í gær sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, að hann væri ekki búinn að undirrita þjónustusamninginn. Aðspurð svaraði Ingveldur að hann myndi sennilega undirrita samninginn á endanum. En það væri þó óvíst hvort hann myndi undirrita hann að óbreyttu eða hvort hann myndi óska eftir breytingum. Frá Egilsstaðaflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Isavia hafði áður gefið út að stefnt væri að því að innheimta bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hæfist 18. júní. En mun innheimtan hefjast á þriðjudag? „Að öllu óbreyttu hefst hún í vikunni, 19. eða 20.,” svarar Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. -Breytir það einhverju að fjármála-og efnshagsráðherra er ekki búinn að skrifa upp á þjónustusamninginn? „Ég bara veit ekki hvernig ég á að túlka svar Ingveldar. Fjármálaráðherra þarf að staðfesta svona samninga en ég hefði haldið að undirskrift fagráðherrans myndi duga,” svarar Sigrún Björk. Þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, þær Ingibjörg Isaksen og Jódís Skúladóttir, höfðu báðar opinberlega andmælt gjaldheimtunni og kallað hana landsbyggðarskatt. Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings sagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sérstakt að á sama tíma og þingmenn lýstu andstöðu sinni við bílastæðagjöldin skrifuðu ráðherrar úr flokkum þeirra undir samning um gjöldin. Annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn sagði að þjónstusamningurinn við Isavia hafi verið gerður í leyni á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Byggðamál Bílastæði Neytendur Tengdar fréttir Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17. janúar 2024 10:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings síðastliðinn miðvikudag var upplýst að í vikunni á undan hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem Isavia er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Í samtali við Vísi í gær sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, að hann væri ekki búinn að undirrita þjónustusamninginn. Aðspurð svaraði Ingveldur að hann myndi sennilega undirrita samninginn á endanum. En það væri þó óvíst hvort hann myndi undirrita hann að óbreyttu eða hvort hann myndi óska eftir breytingum. Frá Egilsstaðaflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Isavia hafði áður gefið út að stefnt væri að því að innheimta bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hæfist 18. júní. En mun innheimtan hefjast á þriðjudag? „Að öllu óbreyttu hefst hún í vikunni, 19. eða 20.,” svarar Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. -Breytir það einhverju að fjármála-og efnshagsráðherra er ekki búinn að skrifa upp á þjónustusamninginn? „Ég bara veit ekki hvernig ég á að túlka svar Ingveldar. Fjármálaráðherra þarf að staðfesta svona samninga en ég hefði haldið að undirskrift fagráðherrans myndi duga,” svarar Sigrún Björk. Þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, þær Ingibjörg Isaksen og Jódís Skúladóttir, höfðu báðar opinberlega andmælt gjaldheimtunni og kallað hana landsbyggðarskatt. Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings sagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sérstakt að á sama tíma og þingmenn lýstu andstöðu sinni við bílastæðagjöldin skrifuðu ráðherrar úr flokkum þeirra undir samning um gjöldin. Annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn sagði að þjónstusamningurinn við Isavia hafi verið gerður í leyni á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar.
Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Byggðamál Bílastæði Neytendur Tengdar fréttir Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17. janúar 2024 10:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08
Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17. janúar 2024 10:44