Þegar rusl verður dýrmæt auðlind Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. júní 2024 07:01 Nýtt og samræmt flokkunarkerfi innan sorphirðu var innleitt á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2023 og var um risastóra breytingu að ræða. Sérsöfnun lífræns úrgangs og söfnun á plasti og pappír við hvert heimili hefur haft áhrif á hegðun okkar inni á heimilunum og hefur haft gríðarlega jákvæð umhverfisáhrif. Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem komið var á fót í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa á árinu 2020 og skapaði grundvöll fyrir þessari mikilvægu breytingu. Með flokkun og hirðu á matarleifum og vinnslu þeirra í GAJU er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og svo styður þetta við nýtingu þeirra næringarefna sem felast í matarleifunum okkar. Þetta er hringrásarhagkerfið að störfum. Gert er ráð fyrir að um 24.000 tonn af matarleifum fari gegnum GAJU árið 2024. Þetta mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 19.200 tonnum af koldíoxíði en það samsvarar losun um 10.000 fólksbíla. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, 2024, var urðunin 89% minni en fyrsta ársfjórðung 2023. Þegar kemur að flokkun og hirðu við heimili í Reykjavík í samanburði fyrstu fjögurra mánaða á árunum 2022 og 2024 er 187% aukning á flokkun á plasti, 32% aukning á flokkun á pappír og 4761% aukning á flokkun matarleifa. Blandaður úrgangur hefur þá dregist saman um 37%. Áður var plasti safnað við 40% heimila og pappír við 70% heimila svo þessi mikla aukning á söfnun plasts er þannig ekki bara tilkomið vegna breyttrar sorphirðu heldur er fólk einfaldlega duglegra að flokka plast í dag og ber að þakka fyrir það. Við erum komin allan hringinn. Á sumardaginn fyrsta var fyrstu uppskerunni af næringarríkri moltu í GAJU fagnað þar sem boðið var upp á ókeypis moltu og í opið hús. Sveitarfélögin og Sorpa þökkuðu með þessu fyrir góðan árangur við flokkun á matarleifum og buðu íbúum moltu endurgjaldslaust á völdum stöðum í maí og júní. Molta verður áfram í boði endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum. Sorphirðan í Reykjavík siglir nú nokkuð lygnan sjó og tafir hafa ekki orðið í hálft ár. Tafir urðu síðast á hirðu um áramótin vegna verulegra bilana á hirðubílum og erfiðrar færðar í kjölfar mikillar neyslu um hátíðirnar. Við erum búin að bæta tækjakost síðan og erum farin að slípast til í nýju kerfi. Það er áskorun að gera stórar breytingar. Það getur meira að segja verið bras og vesen eins og við þekkjum af reynslunni af byggingu GAJU og svo breytingu á sorphirðunni. En gleymum ekki stóru myndinni og hvert við þurfum að stefna og hvert við erum að stefna í þágu umhverfisins. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Sorphirða Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Nýtt og samræmt flokkunarkerfi innan sorphirðu var innleitt á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2023 og var um risastóra breytingu að ræða. Sérsöfnun lífræns úrgangs og söfnun á plasti og pappír við hvert heimili hefur haft áhrif á hegðun okkar inni á heimilunum og hefur haft gríðarlega jákvæð umhverfisáhrif. Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem komið var á fót í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa á árinu 2020 og skapaði grundvöll fyrir þessari mikilvægu breytingu. Með flokkun og hirðu á matarleifum og vinnslu þeirra í GAJU er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og svo styður þetta við nýtingu þeirra næringarefna sem felast í matarleifunum okkar. Þetta er hringrásarhagkerfið að störfum. Gert er ráð fyrir að um 24.000 tonn af matarleifum fari gegnum GAJU árið 2024. Þetta mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 19.200 tonnum af koldíoxíði en það samsvarar losun um 10.000 fólksbíla. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, 2024, var urðunin 89% minni en fyrsta ársfjórðung 2023. Þegar kemur að flokkun og hirðu við heimili í Reykjavík í samanburði fyrstu fjögurra mánaða á árunum 2022 og 2024 er 187% aukning á flokkun á plasti, 32% aukning á flokkun á pappír og 4761% aukning á flokkun matarleifa. Blandaður úrgangur hefur þá dregist saman um 37%. Áður var plasti safnað við 40% heimila og pappír við 70% heimila svo þessi mikla aukning á söfnun plasts er þannig ekki bara tilkomið vegna breyttrar sorphirðu heldur er fólk einfaldlega duglegra að flokka plast í dag og ber að þakka fyrir það. Við erum komin allan hringinn. Á sumardaginn fyrsta var fyrstu uppskerunni af næringarríkri moltu í GAJU fagnað þar sem boðið var upp á ókeypis moltu og í opið hús. Sveitarfélögin og Sorpa þökkuðu með þessu fyrir góðan árangur við flokkun á matarleifum og buðu íbúum moltu endurgjaldslaust á völdum stöðum í maí og júní. Molta verður áfram í boði endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum. Sorphirðan í Reykjavík siglir nú nokkuð lygnan sjó og tafir hafa ekki orðið í hálft ár. Tafir urðu síðast á hirðu um áramótin vegna verulegra bilana á hirðubílum og erfiðrar færðar í kjölfar mikillar neyslu um hátíðirnar. Við erum búin að bæta tækjakost síðan og erum farin að slípast til í nýju kerfi. Það er áskorun að gera stórar breytingar. Það getur meira að segja verið bras og vesen eins og við þekkjum af reynslunni af byggingu GAJU og svo breytingu á sorphirðunni. En gleymum ekki stóru myndinni og hvert við þurfum að stefna og hvert við erum að stefna í þágu umhverfisins. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar