„Stefni út í heim og er með stóra drauma“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:30 Thelma Tryggva er að gefa út EP plötu. Aðsend „Mér hefur alltaf fundist léttara að tjá líðan í gegnum tónlist heldur en að með því að tala,“ segir tónlistarkonan Thelma Tryggvadóttir, sem er gjarnan kölluð TT. Hún er að senda frá sér EP plötu næstkomandi föstudag sem hefur verið í bígerð í nokkur ár og er tilhlökkunin mikil. Í tónlist frá því hún gat talað „Ég er svo spennt, loksins er þetta að verða að veruleika. Fyrsta lag plötunnar heitir Anymore og við byrjuðum að vinna að því fyrir rúmum tveimur árum. Ég er búin að vera að fullkomna þessa EP plötu undanfarin ár og það var svo gott að ákveða bara að núna færi hún út.“ Tónlistin hefur fylgt Thelmu úr æsku. „Ég hef verið í tónlist frá því ég gat talað. Mér hefur alltaf fundist léttara að tjá líðan í gegnum tónlist heldur en að með því að tala. Mér finnst tónlistin líka frábær leið til þess að skilja sjálfa mig betur og koma einhverju á framfæri. Ég skrifa oft hugmyndir niður í Notes og fer svo upp í stúdíó.“ Thelma, sem er 22 ára í dag, var í kringum sextán ára gömul þegar að hún byrjaði að fara upp í stúdíó en bróðir hennar Ingimar er sömuleiðis á kafi í tónlist sem pródúser og hefur unnið mikið með Patriki eða Prettiboitjokkó. „Við Ingimar höfum unnið mikið saman og hann er að pródúsera þessa EP plötu. Það er svo ómetanlegt að hafa bróður sinn með sér í þessu, hann er búinn að hjálpa mér ótrúlega mikið með þetta. Ég veit ekki alveg hvort ég hefði getað þetta með einhverjum öðrum. Hann er svo duglegur að hvetja mig áfram og segja mér að ég geti þetta.“ Thelma Tryggva er að gefa út EP plötu.Aðsend Krefst mikils hugrekkis Það getur sannarlega verið berskjaldandi að gefa út tónlist og sömuleiðis tekið á. „Ég veit ekki hvort fólk átti sig á því hvað það þarf mikið hugrekki til þess að gera þetta og gefa út. Þá er rosalega gott að vera með stuðning í kringum sig.“ Thelma er alin upp í Hafnarfirði og býr núna í Garðabæ. „Ég og Ingimar bróðir höfum haft þessa ástríðu fyrir tónlistinni frá því að við vorum lítil en aðrir fjölskyldumeðlimir eru þó ekkert í tónlisti. Fjölskyldan mín er samt ótrúlega stuðningsrík og þau eru búin að vera að bíða spennt eftir því að ég gefi þetta út. Við erum svo heppin með þann stuðning sem við fáum, sérstaklega frá mömmu og pabba.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Tryggvadóttir (@thelmatryggvaa) Gefur út á ensku og stefnir út í heim EP platan ber heitið TT en Thelma hefur alltaf verið kölluð TT af vinkonum sínum. „Á plötunni má finna fjögur lög sem eru öll mjög ólík. Eitt lagið er klúbbalag og í næsta er ég að tala um að mig hafi langað að gera þetta alla mína ævi. Þrjú lög verða á ensku og eitt er á íslensku en það er lagið Fyrir mig sem ég gerði með tónlistarmanninum Háska og má finna á plötunni hans HÁSKASEASON.“ Hér má heyra lagið Fyrir mig: Klippa: Fyrir mig - Háski ft. Thelma Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að semja á ensku svarar Thelma: „Ég stefni út í heim og þess vegna vil ég að lögin geti náð til sem flestra. Ég hef alltaf hugsað stórt og ég er með mjög stóra drauma. Ég þori varla að segja það en mig langar að enda á sviði á tónlistarhátíðinni Coachella. Ég held og vona að lögin muni grípa heiminn.“ Fann kraft í karaoke Thelma er full tilhlökkunar fyrir útgáfunni. „Ég er svo ótrúlega spennt. Þegar platan var alveg tilbúin leið mér eins og ég hafi misst 100 kílóa þunga af mér, loksins gat ég sleppt tökum á þessu og ég er núna svo spennt að fara að gera eitthvað nýtt.“ Thelma er nú þegar búin að prófa að koma fram og hlakkar til að gigga í sumar. Hún kom meðal annars fram með Háska á 17. júní og í útgáfupartýinu hans og verður sömuleiðis á Sápuboltanum í Ólafsfirði í júlí. „Annars er ég bara að koma sjálfri mér á framfæri núna. Mér hefur alltaf fundist erfitt að vera á sviði og ég hef alltaf verið með smá sviðsskrekk en ég finn að mér finnst það mun þægilegra núna. Það er fyndið að segja það en ég byrjaði að sækja karaokekvöld til þess að ögra þessu, fór með vinkonum mínum og prófaði að syngja fyrir framan fólk og það var góð leið til þess að upplifa minni sviðsskrekk. Í dag veit ég hvað ég er að gera og ég næ að hafa stjórn á stressinu. Ég hef líka heyrt að ótrúlega mikið af tónlistarfólki upplifi það að vera stressað áður en það stígur á svið. Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman og ég hlakka til framhaldsins,“ segir Thelma að lokum. Hér má hlusta á Thelmu á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í tónlist frá því hún gat talað „Ég er svo spennt, loksins er þetta að verða að veruleika. Fyrsta lag plötunnar heitir Anymore og við byrjuðum að vinna að því fyrir rúmum tveimur árum. Ég er búin að vera að fullkomna þessa EP plötu undanfarin ár og það var svo gott að ákveða bara að núna færi hún út.“ Tónlistin hefur fylgt Thelmu úr æsku. „Ég hef verið í tónlist frá því ég gat talað. Mér hefur alltaf fundist léttara að tjá líðan í gegnum tónlist heldur en að með því að tala. Mér finnst tónlistin líka frábær leið til þess að skilja sjálfa mig betur og koma einhverju á framfæri. Ég skrifa oft hugmyndir niður í Notes og fer svo upp í stúdíó.“ Thelma, sem er 22 ára í dag, var í kringum sextán ára gömul þegar að hún byrjaði að fara upp í stúdíó en bróðir hennar Ingimar er sömuleiðis á kafi í tónlist sem pródúser og hefur unnið mikið með Patriki eða Prettiboitjokkó. „Við Ingimar höfum unnið mikið saman og hann er að pródúsera þessa EP plötu. Það er svo ómetanlegt að hafa bróður sinn með sér í þessu, hann er búinn að hjálpa mér ótrúlega mikið með þetta. Ég veit ekki alveg hvort ég hefði getað þetta með einhverjum öðrum. Hann er svo duglegur að hvetja mig áfram og segja mér að ég geti þetta.“ Thelma Tryggva er að gefa út EP plötu.Aðsend Krefst mikils hugrekkis Það getur sannarlega verið berskjaldandi að gefa út tónlist og sömuleiðis tekið á. „Ég veit ekki hvort fólk átti sig á því hvað það þarf mikið hugrekki til þess að gera þetta og gefa út. Þá er rosalega gott að vera með stuðning í kringum sig.“ Thelma er alin upp í Hafnarfirði og býr núna í Garðabæ. „Ég og Ingimar bróðir höfum haft þessa ástríðu fyrir tónlistinni frá því að við vorum lítil en aðrir fjölskyldumeðlimir eru þó ekkert í tónlisti. Fjölskyldan mín er samt ótrúlega stuðningsrík og þau eru búin að vera að bíða spennt eftir því að ég gefi þetta út. Við erum svo heppin með þann stuðning sem við fáum, sérstaklega frá mömmu og pabba.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Tryggvadóttir (@thelmatryggvaa) Gefur út á ensku og stefnir út í heim EP platan ber heitið TT en Thelma hefur alltaf verið kölluð TT af vinkonum sínum. „Á plötunni má finna fjögur lög sem eru öll mjög ólík. Eitt lagið er klúbbalag og í næsta er ég að tala um að mig hafi langað að gera þetta alla mína ævi. Þrjú lög verða á ensku og eitt er á íslensku en það er lagið Fyrir mig sem ég gerði með tónlistarmanninum Háska og má finna á plötunni hans HÁSKASEASON.“ Hér má heyra lagið Fyrir mig: Klippa: Fyrir mig - Háski ft. Thelma Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að semja á ensku svarar Thelma: „Ég stefni út í heim og þess vegna vil ég að lögin geti náð til sem flestra. Ég hef alltaf hugsað stórt og ég er með mjög stóra drauma. Ég þori varla að segja það en mig langar að enda á sviði á tónlistarhátíðinni Coachella. Ég held og vona að lögin muni grípa heiminn.“ Fann kraft í karaoke Thelma er full tilhlökkunar fyrir útgáfunni. „Ég er svo ótrúlega spennt. Þegar platan var alveg tilbúin leið mér eins og ég hafi misst 100 kílóa þunga af mér, loksins gat ég sleppt tökum á þessu og ég er núna svo spennt að fara að gera eitthvað nýtt.“ Thelma er nú þegar búin að prófa að koma fram og hlakkar til að gigga í sumar. Hún kom meðal annars fram með Háska á 17. júní og í útgáfupartýinu hans og verður sömuleiðis á Sápuboltanum í Ólafsfirði í júlí. „Annars er ég bara að koma sjálfri mér á framfæri núna. Mér hefur alltaf fundist erfitt að vera á sviði og ég hef alltaf verið með smá sviðsskrekk en ég finn að mér finnst það mun þægilegra núna. Það er fyndið að segja það en ég byrjaði að sækja karaokekvöld til þess að ögra þessu, fór með vinkonum mínum og prófaði að syngja fyrir framan fólk og það var góð leið til þess að upplifa minni sviðsskrekk. Í dag veit ég hvað ég er að gera og ég næ að hafa stjórn á stressinu. Ég hef líka heyrt að ótrúlega mikið af tónlistarfólki upplifi það að vera stressað áður en það stígur á svið. Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman og ég hlakka til framhaldsins,“ segir Thelma að lokum. Hér má hlusta á Thelmu á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira