Börn forrita til framtíðar Úlfur Atlason og Zuzanna Elvira Korpak skrifa 20. júní 2024 09:02 Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun