Börn verði tekin framyfir gæluverkefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2024 14:00 Sylvía er komin með nóg af stöðu mála. Vísir. Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll. „Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál. Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál.
Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira