María Björk tekur við af Orra Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 09:37 María Björk leysir Orra af hólmi. Vísir Orri Hauksson, forstjóri Símans, mun láta af störfum í lok sumars eftir langt starf hjá félaginu. Við starfinu tekur María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“ Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“
Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira