Þar byggði Ingólfur - 1150 ár frá upphafi landnáms í Reykjarvík - Árni Árnason skrifar 22. júní 2024 15:31 Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar