Góð samskipti við börn besta forvörnin Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:03 Vísir/Bjarni Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. „Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt. Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
„Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt.
Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira