Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2024 20:01 Jacky Mallett hefur fylgst með starfsemi rússneskra netárásahópa að undanförnu. Sami hópur er talinn bera ábyrgð á netárás sem gerð var á Árvakur í gær og á HR í byrjun árs. Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl. Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl.
Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira