23 fermetra þjóðfáni til sýnis í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2024 21:05 Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, sem segir að nýja sýningin með stóra fánanum hafi vakið mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsti þjóðfáni landsins er nú til sýnis í Keflavík í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins en fáninn var einmitt hylltur á lýðveldishátíðinni 1944 á Þingvöllum. Sýningin „Rís þú, Íslands unga merki“ stendur nú yfir hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar en aðalsýningargripurinn er fáninn sem hylltur var á lýðveldishátíðinni 1944 en með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur að lýðveldishátíðinni lokinni og var honum flaggað á þjóðhátíðardaginn í skrúðgarðinum þar til ársins 1973 þegar annar fáni tók við. „Og fáninn endaði í Byggðasafninu og okkur fannst alveg tilvalið að draga hann fram og sýna hann núna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og líka það að Reykjanesbær átti 30 ára afmæli í síðustu viku,“ segir Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. En helstu stærðartölur á fánanum, hverjar eru þær? „Hann er tæpir sex metrar á lengd og fjórir á hæð, þannig að hann er rétt tæpir 23 fermetrar. Þetta er engin smá smíði því það er ekkert að grín að sýna svona en við eigum þennan frábæra sal til að sýna hann í,“ bætir Eva Kristín við. Fánin er rétt tæpir 23 fermetrar að stærð og líklega stærsti þjóðfáni Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að fáninn sé í aðalhlutverki á sýningunni þá eru ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar um hann á sýningunni. „Öðrum megin erum við að sýna myndir frá lýðveldishátíðinni og vídeó og allskonar gripi, sem tengjast stofnun lýðveldisins en hinum megin þá ákváðum við að sýna fánann eins og hann var notaður í Reykjanesbæ, myndir og líka kvikmynd frá hátíðarhöldum í skrúðgarðinum hérna enda er sagan hans 30 ára löng hérna í Reykjanesbæ,“ segir Eva Kristín að endingu. Heimasíða Byggðasafns Reykjanesbæjar Reykjanesbær Íslenski fáninn Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sýningin „Rís þú, Íslands unga merki“ stendur nú yfir hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar en aðalsýningargripurinn er fáninn sem hylltur var á lýðveldishátíðinni 1944 en með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur að lýðveldishátíðinni lokinni og var honum flaggað á þjóðhátíðardaginn í skrúðgarðinum þar til ársins 1973 þegar annar fáni tók við. „Og fáninn endaði í Byggðasafninu og okkur fannst alveg tilvalið að draga hann fram og sýna hann núna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og líka það að Reykjanesbær átti 30 ára afmæli í síðustu viku,“ segir Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. En helstu stærðartölur á fánanum, hverjar eru þær? „Hann er tæpir sex metrar á lengd og fjórir á hæð, þannig að hann er rétt tæpir 23 fermetrar. Þetta er engin smá smíði því það er ekkert að grín að sýna svona en við eigum þennan frábæra sal til að sýna hann í,“ bætir Eva Kristín við. Fánin er rétt tæpir 23 fermetrar að stærð og líklega stærsti þjóðfáni Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að fáninn sé í aðalhlutverki á sýningunni þá eru ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar um hann á sýningunni. „Öðrum megin erum við að sýna myndir frá lýðveldishátíðinni og vídeó og allskonar gripi, sem tengjast stofnun lýðveldisins en hinum megin þá ákváðum við að sýna fánann eins og hann var notaður í Reykjanesbæ, myndir og líka kvikmynd frá hátíðarhöldum í skrúðgarðinum hérna enda er sagan hans 30 ára löng hérna í Reykjanesbæ,“ segir Eva Kristín að endingu. Heimasíða Byggðasafns Reykjanesbæjar
Reykjanesbær Íslenski fáninn Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira