HSÍ er okkur öllum til skammar Björn B. Björnsson skrifar 27. júní 2024 10:30 Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar