Áhersla á öryggi viðskiptavina Bílaleiga Akureyrar 1. júlí 2024 08:48 Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins með ríflega 8.000 bíla flota. Öryggi viðskiptavina og starfsfólks er einn lykilþátta í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir umferðarátaki í sumar og er Bílaleiga Akureyrar einn þeirra samstarfsaðila sem taka þátt í átakinu. Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins með ríflega 8.000 bíla flota en fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Bílafloti leigunnar er nýlegur, stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum. Stjórnendur Bílaleigu Akureyrar leggja mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni en öryggi viðskiptavina og starfsfólks er einn lykilþátta í því sambandi. Jón Gestur Ólafsson er gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Bílaleigu Akureyrar. „Samfélagsleg ábyrgð, umhverfis-og öryggismál eru þættir sem eru ekki nýir af nálinni innan fyrirtækisins," segir Jón. „Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á málaflokkinn en árið 2008 var tekin ákvörðun um að taka skrefið til fulls. Þá hófum við uppbyggingu á stjórnunarkerfi í gæða-og umhverfismálum og frá 2010 höfum við verið vottuð samkvæmt ISO 9001 og ISO 14001. Stjórnunarkerfið veitir okkur ákveðinn ramma sem við störfum eftir og krafa kerfisins um stöðugar umbætur og forvarnir styður vel við okkar hugarfar, því við viljum alltaf gera betur. Áhættumat vegna öryggis viðskiptavina, viðbragðsáætlanir og atvikaskráning er m.a. hluti af þessu kerfi “ Ábyrg ferðaþjónusta Rúmlega 60% erlendra ferðamanna sem ferðast um Ísland nota bílaleigubíl sem aðalferðamáta. Bílaflotinn í skammtímaleigu hjá Bílaleigu Akureyrar er allur innan við tveggja ára gamall og eru allir bílar vandlega yfirfarnir í lok hverrar leigu. Vegakerfið og aðstæður hér á landi eru ólíkar því sem stór hluti ferðamanna þekkir frá sínu heimalandi og upplýsingagjöf og forvarnir því mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi á vegum landsins. Vegir á Íslandi eru alla jafna ekki jafn breiðir og hámarkshraði utan þéttbýlis er lægri hér en margir ferðamenn eiga að venjast. Þá er algengt að erlendir ökumenn séu ekki vanir malarvegum, einbreiðum brúm, akstri í snjó eða hálku og hálendisakstri svo eitthvað sé nefnt. Í þessum efnum er forvarnarstarf bílaleiga á Íslandi gríðarlega mikilvægt. Áhersla á forvarnir „Við leggjum mikla áherslu á fræðslu til erlendra ferðamanna, bæði fyrir og við komuna til landsins með ýmsum leiðum," segir Jón Gestur en hann fer fyrir forvarnarmálum Bílaleigu Akureyrar. „Við þjálfum starfsfólk okkar sérstaklega í að fara yfir okkar séríslensku aðstæður eins og malarvegi, hálendisakstur, sauðfé á vegum, íslenskt veðurfar, bílbeltaskyldu og að huga vel að aðstæðum þegar stoppað er úti á vegum til að taka myndir, svo dæmi séu tekin. Við förum yfir og afhendum ferðamönnum stóran og veglegan bækling með öllum þessum helstu atriðum því það er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að koma í veg fyrir slys á vegum landsins. Til að tryggja góða dreifingu forvarnarefnis bjóðum við okkar viðskiptavinum einnig upp á app í símann með ýmsum upplýsingum um landið og umferðaröryggi og í gegnum appið miðlum við viðvörunum um veður og færð og hefur það mælst afar vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar. Þá nýtum við í auknum mæli QR kóða til að vísa í rafrænt forvarnarefni. Upplýsingaskjáir frá Safetravel eru svo uppi á stærstu afgreiðslustöðum okkar.“ Sem fyrr segir er Bílaleiga Akureyrar samstarfsaðili Bylgjunnar, Vísis, Stöðvar 2 og Samgöngustofu í umferðarátaki í sumar en auk þess stendur Bílaleiga Akureyrar í samstarfi við VÍS fyrir forvarnarátaki á samfélagsmiðlum. Þar eru innlendir ökumenn hvattir til að fara varlega og huga að þeim atriðum sem valda flestum tjónum hjá leigutökum, eins og að halda góðu bili á milli bíla, fara varlega þegar sólin er lægst á lofti, halda framrúðunni hreinni með því að fylla á rúðuvökva og svo mætti áfram telja. Starfsstöðvar um allt land Bílaleiga Akureyrar er með þétt net starfsstöðva um allt land en stöðvarnar eru alls 22 talsins á 19 stöðum á landinu. Þetta þétta og öfluga net, auk vegaaðstoðar sem opin er allan sólarhringinn allt árið, eykur öryggiskennd ferðamanna sem aka hringveginn, enda ávallt stutt í góða þjónustu ef eitthvað kemur upp á. „Okkur er mjög umhugað um góða þjónustu við viðskiptavini og öryggi þeirra er ávallt í fyrsta sæti í okkar starfi. Sem dæmi um þessi tvö atriði má nefna að við notumst við staðsetningarbúnað í öllum okkar bílum og þegar veðurútlit er mjög slæmt þá höfum við það fyrir reglu að hafa samband við ferðamenn á húsbílum okkar til að vara þá við slæmu veðri til að tryggja að þeir séu ekki á ferðinni í miklum vindi, heldur haldi kyrru fyrir þar til veðrinu slotar. Viðskiptavinir okkar eru afar þakklátir okkur fyrir þessa þjónustu og kunna vel að meta hana, enda nokkuð algengt að erlendir ferðamenn séu ekki mikið að fylgjast með veðurspám yfir sumartímann á Íslandi“ segir Jón Gestur að lokum. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið: FÍB, Hopp, Hreyfill, Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga. Umferðarátak 2024 Umferð Ferðalög Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins með ríflega 8.000 bíla flota en fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Bílafloti leigunnar er nýlegur, stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum. Stjórnendur Bílaleigu Akureyrar leggja mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni en öryggi viðskiptavina og starfsfólks er einn lykilþátta í því sambandi. Jón Gestur Ólafsson er gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Bílaleigu Akureyrar. „Samfélagsleg ábyrgð, umhverfis-og öryggismál eru þættir sem eru ekki nýir af nálinni innan fyrirtækisins," segir Jón. „Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á málaflokkinn en árið 2008 var tekin ákvörðun um að taka skrefið til fulls. Þá hófum við uppbyggingu á stjórnunarkerfi í gæða-og umhverfismálum og frá 2010 höfum við verið vottuð samkvæmt ISO 9001 og ISO 14001. Stjórnunarkerfið veitir okkur ákveðinn ramma sem við störfum eftir og krafa kerfisins um stöðugar umbætur og forvarnir styður vel við okkar hugarfar, því við viljum alltaf gera betur. Áhættumat vegna öryggis viðskiptavina, viðbragðsáætlanir og atvikaskráning er m.a. hluti af þessu kerfi “ Ábyrg ferðaþjónusta Rúmlega 60% erlendra ferðamanna sem ferðast um Ísland nota bílaleigubíl sem aðalferðamáta. Bílaflotinn í skammtímaleigu hjá Bílaleigu Akureyrar er allur innan við tveggja ára gamall og eru allir bílar vandlega yfirfarnir í lok hverrar leigu. Vegakerfið og aðstæður hér á landi eru ólíkar því sem stór hluti ferðamanna þekkir frá sínu heimalandi og upplýsingagjöf og forvarnir því mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi á vegum landsins. Vegir á Íslandi eru alla jafna ekki jafn breiðir og hámarkshraði utan þéttbýlis er lægri hér en margir ferðamenn eiga að venjast. Þá er algengt að erlendir ökumenn séu ekki vanir malarvegum, einbreiðum brúm, akstri í snjó eða hálku og hálendisakstri svo eitthvað sé nefnt. Í þessum efnum er forvarnarstarf bílaleiga á Íslandi gríðarlega mikilvægt. Áhersla á forvarnir „Við leggjum mikla áherslu á fræðslu til erlendra ferðamanna, bæði fyrir og við komuna til landsins með ýmsum leiðum," segir Jón Gestur en hann fer fyrir forvarnarmálum Bílaleigu Akureyrar. „Við þjálfum starfsfólk okkar sérstaklega í að fara yfir okkar séríslensku aðstæður eins og malarvegi, hálendisakstur, sauðfé á vegum, íslenskt veðurfar, bílbeltaskyldu og að huga vel að aðstæðum þegar stoppað er úti á vegum til að taka myndir, svo dæmi séu tekin. Við förum yfir og afhendum ferðamönnum stóran og veglegan bækling með öllum þessum helstu atriðum því það er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að koma í veg fyrir slys á vegum landsins. Til að tryggja góða dreifingu forvarnarefnis bjóðum við okkar viðskiptavinum einnig upp á app í símann með ýmsum upplýsingum um landið og umferðaröryggi og í gegnum appið miðlum við viðvörunum um veður og færð og hefur það mælst afar vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar. Þá nýtum við í auknum mæli QR kóða til að vísa í rafrænt forvarnarefni. Upplýsingaskjáir frá Safetravel eru svo uppi á stærstu afgreiðslustöðum okkar.“ Sem fyrr segir er Bílaleiga Akureyrar samstarfsaðili Bylgjunnar, Vísis, Stöðvar 2 og Samgöngustofu í umferðarátaki í sumar en auk þess stendur Bílaleiga Akureyrar í samstarfi við VÍS fyrir forvarnarátaki á samfélagsmiðlum. Þar eru innlendir ökumenn hvattir til að fara varlega og huga að þeim atriðum sem valda flestum tjónum hjá leigutökum, eins og að halda góðu bili á milli bíla, fara varlega þegar sólin er lægst á lofti, halda framrúðunni hreinni með því að fylla á rúðuvökva og svo mætti áfram telja. Starfsstöðvar um allt land Bílaleiga Akureyrar er með þétt net starfsstöðva um allt land en stöðvarnar eru alls 22 talsins á 19 stöðum á landinu. Þetta þétta og öfluga net, auk vegaaðstoðar sem opin er allan sólarhringinn allt árið, eykur öryggiskennd ferðamanna sem aka hringveginn, enda ávallt stutt í góða þjónustu ef eitthvað kemur upp á. „Okkur er mjög umhugað um góða þjónustu við viðskiptavini og öryggi þeirra er ávallt í fyrsta sæti í okkar starfi. Sem dæmi um þessi tvö atriði má nefna að við notumst við staðsetningarbúnað í öllum okkar bílum og þegar veðurútlit er mjög slæmt þá höfum við það fyrir reglu að hafa samband við ferðamenn á húsbílum okkar til að vara þá við slæmu veðri til að tryggja að þeir séu ekki á ferðinni í miklum vindi, heldur haldi kyrru fyrir þar til veðrinu slotar. Viðskiptavinir okkar eru afar þakklátir okkur fyrir þessa þjónustu og kunna vel að meta hana, enda nokkuð algengt að erlendir ferðamenn séu ekki mikið að fylgjast með veðurspám yfir sumartímann á Íslandi“ segir Jón Gestur að lokum. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið: FÍB, Hopp, Hreyfill, Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið: FÍB, Hopp, Hreyfill, Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Umferðarátak 2024 Umferð Ferðalög Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira