Þjarmað að Verstappen á blaðamannafundi Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 23:15 Max Verstappen, ökumaður Formúlu 1 liðs Red Bull Racing Vísir/Getty Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing, segist munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. Þjarmað var að Hollendingnum á blaðamannafundi í dag en miklar vangaveltur hafa verið ríkjandi um framtíð hans í Formúlu 1. Verstappen er þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 en allt frá upphafi yfirstandandi tímabils hafa verið á kreiki orðrómar þess efnis að Verstappen gæti haldið á önnur mið eftir tímabilið og hefur þá lið Mercedes verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður fyrir Hollendinginn. Framundan er keppnishelgi á heimavelli Red Bull í Spielberg í Austurríki og þangað var Verstappen mættur í dag á blaðamannafundi þar sem að þjarmað var að honum og og hann krafinn svara um framtíð sína í mótaröðinni. Þar sagði Verstappen hundrað prósent lýkur á því að hann myndi aka fyrir Red Bull Racing á næsta tímabili. „Auðvitað eiga alls konar samtöl sér stað en það sem skiptir mestu máli er að við verðum með mjög samkeppnishæfan bíl í framtíðinni. Það er mjótt á munum núna en við erum að vinna vel saman sem lið við það að bæta okkur. Og að sjálfsögðu, líkt og ég hef sagt við liðsfélaga mína, erum við að vinna vel og einbeita okkur að næsta ári og reynum þá aftur að vera samkeppnishæfir.“ Verstappen stefnir hraðbyri í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 en er þó að fá meiri mótspyrnu í ár heldur en raunin var í fyrra. Er þar helst horft til Bretans Lando Norris hjá liði McLaren í þeim efnum en Verstappen er með sextíu og níu stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna þegar að fjórtán keppnishelgar eru eftir af tímabilinu. Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Verstappen er þrefaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 en allt frá upphafi yfirstandandi tímabils hafa verið á kreiki orðrómar þess efnis að Verstappen gæti haldið á önnur mið eftir tímabilið og hefur þá lið Mercedes verið nefnt til sögunnar sem mögulegur áfangastaður fyrir Hollendinginn. Framundan er keppnishelgi á heimavelli Red Bull í Spielberg í Austurríki og þangað var Verstappen mættur í dag á blaðamannafundi þar sem að þjarmað var að honum og og hann krafinn svara um framtíð sína í mótaröðinni. Þar sagði Verstappen hundrað prósent lýkur á því að hann myndi aka fyrir Red Bull Racing á næsta tímabili. „Auðvitað eiga alls konar samtöl sér stað en það sem skiptir mestu máli er að við verðum með mjög samkeppnishæfan bíl í framtíðinni. Það er mjótt á munum núna en við erum að vinna vel saman sem lið við það að bæta okkur. Og að sjálfsögðu, líkt og ég hef sagt við liðsfélaga mína, erum við að vinna vel og einbeita okkur að næsta ári og reynum þá aftur að vera samkeppnishæfir.“ Verstappen stefnir hraðbyri í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 en er þó að fá meiri mótspyrnu í ár heldur en raunin var í fyrra. Er þar helst horft til Bretans Lando Norris hjá liði McLaren í þeim efnum en Verstappen er með sextíu og níu stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna þegar að fjórtán keppnishelgar eru eftir af tímabilinu.
Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira