Verst fyrir fámennustu ríkin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júní 2024 10:00 Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar