Handtóku fjóra eftir að kókaín var sótt á pósthús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:08 Frá starfsstöð FedEx í Selhellu. Já.is Fjórir karlmenn og ein kona sæta ákæru fyrir innflutning á tveimur kílóum af kókaíni. Sá sem talinn er lykilmaður í málinu fékk minni spámenn til að sækja fíkniefnin fyrir sig en var að endingu handtekinn eins og sendlarnir. Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira