Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 20:00 Ída Mekkín og Marín frá Lækjarbrekku eru í fjórða sæti eftir keppni í milliriðli í unglingaflokki. Eiðfaxi/Kolla Gr Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. Ída Mekkín keppir í unglingaflokki á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hún keppir á hestinum Marín frá Lækjarbrekku 2 fyrir hestamannafélagið Hornfirðingur. Leikari og hestakona Ída Mekkín skaust ung upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með stórleik á móti Ingvari E. Sigurðssyni í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, en bæði voru þau í burðarhlutverkum. Myndin hverfist um þrúgandi harm lögreglustjórans Ingimundar sem missir eiginkonu sína í bílslysi og samband hans við dótturdótturina, Sölku, sem syrgir ömmu sína meðan hún er helsta haldreipi afa síns í tættri tilverunni. Ída sagði þá í viðtali við Vísi að hana langi til að vera hestakona, en ætli að leika inn á milli „ef það kemur eitthvað spennandi.“ Kvikmyndagerðin hafi stundum reynt á þolinmæðina. „Eftir á er ég alveg til í að leika meira en þetta var stundum leiðinlegt á meðan. En þegar maður hugsar til baka þá var þetta alveg skemmtilegt, skilurðu,“ sagði Ída. Síðasta mót hestsins fyrir folaldseignir Óhætt er að segja að hestamennskan gangi vel hjá Ídu. Eftir milliriðilinn eru hún og hestur hennar Marín með 8,86 stig. Í viðtali við Eiðfaxa segist hún vera ánægð með árangurinn, og að markmiðið hafi verið að komast í 8,4 stig. „Þetta er núna þriðja árið mitt með Marín, fyrst átti ég bara að keppa á henni á Landsmótinu á Hellu, svo átti hún að fara í folaldseignir. Nema svo ákváðum við að taka hana á fjórðungsmót, sem var í fyrra, og svo ákváðum við að taka hana á Landsmót hingað líka,“ segir Ída. Landsmótið sé hennar síðasta áður en hún fari svo í folaldseignir. Sjá annað viðtal Eiðfaxa við Ídu. Ída sigurreif við óþekkt tilefni.Eiðfaxi Ída á Cannes kvikmyndahátíðinni ásamt fríðu föruneyti árið 2022, þegar Volaða land var þar heimsfrumsýnd. Frá vinstri: Ída Mekkín Hlynsdóttir, Ingar Eggert Sigurðsson, Elliott Crosset Hove, Hlynur Pálmason, Victoria Carmen Sonne og Hilmar Guðjónsson.Getty Ída í myndinni Hvítur hvítur dagurVísir Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Ída Mekkín keppir í unglingaflokki á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hún keppir á hestinum Marín frá Lækjarbrekku 2 fyrir hestamannafélagið Hornfirðingur. Leikari og hestakona Ída Mekkín skaust ung upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með stórleik á móti Ingvari E. Sigurðssyni í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, en bæði voru þau í burðarhlutverkum. Myndin hverfist um þrúgandi harm lögreglustjórans Ingimundar sem missir eiginkonu sína í bílslysi og samband hans við dótturdótturina, Sölku, sem syrgir ömmu sína meðan hún er helsta haldreipi afa síns í tættri tilverunni. Ída sagði þá í viðtali við Vísi að hana langi til að vera hestakona, en ætli að leika inn á milli „ef það kemur eitthvað spennandi.“ Kvikmyndagerðin hafi stundum reynt á þolinmæðina. „Eftir á er ég alveg til í að leika meira en þetta var stundum leiðinlegt á meðan. En þegar maður hugsar til baka þá var þetta alveg skemmtilegt, skilurðu,“ sagði Ída. Síðasta mót hestsins fyrir folaldseignir Óhætt er að segja að hestamennskan gangi vel hjá Ídu. Eftir milliriðilinn eru hún og hestur hennar Marín með 8,86 stig. Í viðtali við Eiðfaxa segist hún vera ánægð með árangurinn, og að markmiðið hafi verið að komast í 8,4 stig. „Þetta er núna þriðja árið mitt með Marín, fyrst átti ég bara að keppa á henni á Landsmótinu á Hellu, svo átti hún að fara í folaldseignir. Nema svo ákváðum við að taka hana á fjórðungsmót, sem var í fyrra, og svo ákváðum við að taka hana á Landsmót hingað líka,“ segir Ída. Landsmótið sé hennar síðasta áður en hún fari svo í folaldseignir. Sjá annað viðtal Eiðfaxa við Ídu. Ída sigurreif við óþekkt tilefni.Eiðfaxi Ída á Cannes kvikmyndahátíðinni ásamt fríðu föruneyti árið 2022, þegar Volaða land var þar heimsfrumsýnd. Frá vinstri: Ída Mekkín Hlynsdóttir, Ingar Eggert Sigurðsson, Elliott Crosset Hove, Hlynur Pálmason, Victoria Carmen Sonne og Hilmar Guðjónsson.Getty Ída í myndinni Hvítur hvítur dagurVísir
Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira