Segir menn hafa skotið á gröfumann við vinnu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 16:34 Sérsveitin á vettvangi. aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi á Hala í Háfshverfi í Rangárþingi ytra. Karl Rúnar Ólafssonsegir ábúendur á Hala hafa skotið að gröfumanni sem var við vinnu. Uppákoman tengist deilum um jarðareign sem má rekja allt aftur til ársins 1929. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl. Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl.
Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira