Segir Akranes verða svefnbæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 14:15 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir nánast alla atvinnustarfsemi á Akranesi vera farna og að stefni í að bærinn verði aðeins náttstaður íbúa. Rúmur fjórðungur Skagamanna sæki þegar atvinnu til Reykjavíkur og þörf sé á aðgerðum til að sporna við þessari þróun. Vilhjálmur var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag en þar ræddi hann ásamt Haraldi Benediktssyni bæjarstjóra atvinnumálin á Skaganum í kjölfar þess að Skaginn 3X óskaði eftir því að vera tekinn til gjaldþrotaskipta og sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum á Akranesi. Hann segir atvinnulíf bæjarins vera í lamasessi og að staðan sé fordæmalaus. „Við erum búin að ganga í gegnum gríðarlegar hremmingar á liðnum árum. Við erum búnir að missa allar okkar aflaheimildir í burtu, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem hér hafa verið, það er allt farið,“ segir Vilhjálmur. „Það má segja að atvinnulíf innan bæjrains sé afskaplega takmarkað. Nú held ég að við séum komin á botninn og að það sé í raun og veru ekkert annað eftir en að spyrna sig frá honum,“ segir hann þá. Haraldur tekur undir með Vilhjálmi og segir mikilvægt að snúa vörn í sókn. „Ég held að það sé mikilvægt að nota þessa stund og snúið vörn í sókn. Undanfarna daga hef ég í mínu starfi verið að þreifa á því hvernig við getum að minnsta kosti reynt að snúa þessari þróun við sem er ekki góð. Ég hef miklar væntingar,“ segir Haraldur. Akranes verði svefnbær Hann segist finna fyrir áhuga á því að endurreisa starfsemi Skagans 3X og að bæjaryfirvöld muni leggja sitt af mörkum til að styðja við slík áform. „Ég finn áhuga fyrir því við þurfum að finna leiðina. Það gera að sjálfsögðu ekki bæjaryfirvöldin en við erum allavegana að vinna í því að tengja fólk saman. Ég heyri áhyggjur forsvarsmanna sjávarútvegsfyrirtækja að við séum kannski að missa frá okkur hæfni og tækni,“ segir Haraldur. Vilhjálmur segir Akurnesinga þurfa að taka ákvörðun um það hvort bæjarfélagið skuli verða svefnbær, náttstaður íbúa sem sækja þó atvinnu á höfuðborgarsvæðið. Hann tekur einnig fram að ófaglært verkafólk eigi ekki möguleika á því að sækja vinnu til Reykjavíkur. „Í fyrsta lagi fer einn og hálfur mánuður á ári í ferðir fram og til baka, fyrir utan þann kostnað sem kostar að keyra fram og til baka. Það er gríðarlegur kostnaður við að þurfa að gera slíkt,“ segir Vilhjálmur. „Allt farið“ Hann segir nánast alla atvinnustarfsemi innan bæjarins vera farna og að ástandið sé orðið gríðarlega alvarlegt. „Þetta er allt farið. Þetta er farið vegna þess að pólitíkin á Íslandi hún hefur gert það að verkum að landsbyggðin hefur hægt og bítandi blætt úr vegna aðgerða stjórnvalda á hverjum tíma fyrir sig og það sama er að gerast núna. Eina sem við eigum, við Akurnesingar, eftir er Grundartangasvæðið og það hefur verið hart sótt að þeirri atvinnustarfsemi sem þar er í gegnum tíðina,“ segir hann. Vilhjálmur sættir sig ekki við þessa þróun. „Ég segi nei. Ég segi algjörlega nei við því. Við þurfum að efla atvinnustarfsemi hér á Akranesi. Við þurfum að spyrja fyrirtæki, hvað er það sem við getum gert til að þið komið í okkar sveitarfélag og hvað er það sem við þurfum að leggja fram, ekki öfugt,“ segir hann. Blikur á lofti Haraldur segir þá að fyrstu skref hafi verið tekin í þá áttina á sama tíma og fregnir af gjaldþroti Skagans 3X bárust bæjaryfirvöldum. „Við vorum að undirrita viljayfirlýsingu við tvo ráðherra ríkisstjórnar Íslands um að búa til aðstæður til að skapa öflugra atvinnulíf á Akranesi. Við vorum að stíga það skref að til dæmis að komast í ákveðnar framkvæmdir til að losa lóð til að mögulega byggja nýja heilsugæslustöð, þá getum við aukið starfsemi á sjúkrahúsinu á Akranesi. Við erum tilbúin með nýtt hverfi fyrir iðnfyrirtæki,“ segir Haraldur. „Við erum sannarlega að leggja grunninn að þessum viðskiptum sem við þurfum á að halda. Allt miðar þetta að því hvernig við getum skapað aðstæður fyrir fjölbreytt atvinnulíf á Akranesi,“ segir hann. Akranes Reykjavík síðdegis Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Vilhjálmur var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag en þar ræddi hann ásamt Haraldi Benediktssyni bæjarstjóra atvinnumálin á Skaganum í kjölfar þess að Skaginn 3X óskaði eftir því að vera tekinn til gjaldþrotaskipta og sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum á Akranesi. Hann segir atvinnulíf bæjarins vera í lamasessi og að staðan sé fordæmalaus. „Við erum búin að ganga í gegnum gríðarlegar hremmingar á liðnum árum. Við erum búnir að missa allar okkar aflaheimildir í burtu, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem hér hafa verið, það er allt farið,“ segir Vilhjálmur. „Það má segja að atvinnulíf innan bæjrains sé afskaplega takmarkað. Nú held ég að við séum komin á botninn og að það sé í raun og veru ekkert annað eftir en að spyrna sig frá honum,“ segir hann þá. Haraldur tekur undir með Vilhjálmi og segir mikilvægt að snúa vörn í sókn. „Ég held að það sé mikilvægt að nota þessa stund og snúið vörn í sókn. Undanfarna daga hef ég í mínu starfi verið að þreifa á því hvernig við getum að minnsta kosti reynt að snúa þessari þróun við sem er ekki góð. Ég hef miklar væntingar,“ segir Haraldur. Akranes verði svefnbær Hann segist finna fyrir áhuga á því að endurreisa starfsemi Skagans 3X og að bæjaryfirvöld muni leggja sitt af mörkum til að styðja við slík áform. „Ég finn áhuga fyrir því við þurfum að finna leiðina. Það gera að sjálfsögðu ekki bæjaryfirvöldin en við erum allavegana að vinna í því að tengja fólk saman. Ég heyri áhyggjur forsvarsmanna sjávarútvegsfyrirtækja að við séum kannski að missa frá okkur hæfni og tækni,“ segir Haraldur. Vilhjálmur segir Akurnesinga þurfa að taka ákvörðun um það hvort bæjarfélagið skuli verða svefnbær, náttstaður íbúa sem sækja þó atvinnu á höfuðborgarsvæðið. Hann tekur einnig fram að ófaglært verkafólk eigi ekki möguleika á því að sækja vinnu til Reykjavíkur. „Í fyrsta lagi fer einn og hálfur mánuður á ári í ferðir fram og til baka, fyrir utan þann kostnað sem kostar að keyra fram og til baka. Það er gríðarlegur kostnaður við að þurfa að gera slíkt,“ segir Vilhjálmur. „Allt farið“ Hann segir nánast alla atvinnustarfsemi innan bæjarins vera farna og að ástandið sé orðið gríðarlega alvarlegt. „Þetta er allt farið. Þetta er farið vegna þess að pólitíkin á Íslandi hún hefur gert það að verkum að landsbyggðin hefur hægt og bítandi blætt úr vegna aðgerða stjórnvalda á hverjum tíma fyrir sig og það sama er að gerast núna. Eina sem við eigum, við Akurnesingar, eftir er Grundartangasvæðið og það hefur verið hart sótt að þeirri atvinnustarfsemi sem þar er í gegnum tíðina,“ segir hann. Vilhjálmur sættir sig ekki við þessa þróun. „Ég segi nei. Ég segi algjörlega nei við því. Við þurfum að efla atvinnustarfsemi hér á Akranesi. Við þurfum að spyrja fyrirtæki, hvað er það sem við getum gert til að þið komið í okkar sveitarfélag og hvað er það sem við þurfum að leggja fram, ekki öfugt,“ segir hann. Blikur á lofti Haraldur segir þá að fyrstu skref hafi verið tekin í þá áttina á sama tíma og fregnir af gjaldþroti Skagans 3X bárust bæjaryfirvöldum. „Við vorum að undirrita viljayfirlýsingu við tvo ráðherra ríkisstjórnar Íslands um að búa til aðstæður til að skapa öflugra atvinnulíf á Akranesi. Við vorum að stíga það skref að til dæmis að komast í ákveðnar framkvæmdir til að losa lóð til að mögulega byggja nýja heilsugæslustöð, þá getum við aukið starfsemi á sjúkrahúsinu á Akranesi. Við erum tilbúin með nýtt hverfi fyrir iðnfyrirtæki,“ segir Haraldur. „Við erum sannarlega að leggja grunninn að þessum viðskiptum sem við þurfum á að halda. Allt miðar þetta að því hvernig við getum skapað aðstæður fyrir fjölbreytt atvinnulíf á Akranesi,“ segir hann.
Akranes Reykjavík síðdegis Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01
Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33