Reykjavíkurborg ógnar velferð íbúa sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni Aldís Þóra Steindórsdóttir skrifar 9. júlí 2024 12:39 Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir. Mig langar að benda á mjög leiðinlega og erfiða stöðu þeirra sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Þannig er mál með vexti að nú erum margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Þar vandast málið, því hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 kr sem er svosem ekki há upphæð fyrir eitt skipti en ef sami einstaklingur heimsækir viðkomandi íbúa 1x í viku að þá eru þetta 880 kr á mánuði í það minnsta. Ef gleymist að greiða í stöðumæli að þá kostar heimsóknin í það minnsta 4500 kr. Mynd tekin þann 8. júlí 2024.https://reykjavik.is/frettir/breytingar-gjaldskyldu-fyrir-bilastaedi Hægt er að sækja um íbúakort fyrir þá sem eiga lögheimili í miðbænum en það gagnast lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem t.d. Eru með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþágu úrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði. Nú hefur faðir minn sem dæmi sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Ég hef reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs. Með von um að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis. Höfundur er sjúkraliði.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar