Kallar Novak Djokovic Svarthöfða tennisheimsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 12:30 Novak Djokovic lét áhorfendur á Wimbledon mótinu heyra það, ekki sáttur með köll þeirra á meðan leiknum við Holger Rune stóð. Getty/Mike Hewitt Tennisgoðsögnin John McEnroe er á því að serbneski tenniskappinn sé óumbeðið í hlutverki Svarthöfða í tennisheiminum. Djokovic skaut fast á áhorfendur á Wimbledon mótinu eftir að hafa tryggt sér sæti í átta manna úrslitunum á dögunum. Serbinn var mjög ósáttur með að áhorfendur voru að kalla nafn mótherjans í leiknum en hann var að keppa við Danann Holger Rune. Eftir leikinn sakaði hann áhorfendur um að sýna sér virðingarleysi. McEnroe vinnur sem sérfræðingur við Wimbledon mótið en hann vann á sínum tíma sjö risamót þar af Wimbledon mótið þrisvar sinnum frá 1981 til 1984. „Hann er eins og Svarthöfði [Darth Vader í Star Wars] þegar við berum hann saman við tvo af þeim glæsilegustu sem hafa spilað tennisíþróttina, þá Rafael Nadal og Roger Federer,“ sagði John McEnroe í útsendingu breska ríkisútvarpsins frá mótinu. „Það er enginn sem stenst samanburð við þá út frá því hvað þeir hafa fært tennisíþróttinni. Svo kemur þessi gæi Djokovic og eyðileggur partýið,“ sagði McEnroe. Djokovic hefur unnið flest risamót af öllum eða 24. Rafael Nadal hefur unnið 22 og fyrrum methafi, Roger Federer, er með tuttugu. „Hann er sá sem hefur fengið mest að finna fyrir því og þessa vegna er hann sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Það gæti verið að minnsta kosti hundrað leikir þar sem fólk hefur sýnt honum virðingarleysi vegna þess hversu góður hann er,“ sagði McEnroe. „Hvað er svona slæmt við það sem hann hefur gert? Hann er keppnismaður eins og þeir gerast bestir. Er það útlitið eða hvaðan hann kemur,“ spurði McEnroe. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Sjá meira
Djokovic skaut fast á áhorfendur á Wimbledon mótinu eftir að hafa tryggt sér sæti í átta manna úrslitunum á dögunum. Serbinn var mjög ósáttur með að áhorfendur voru að kalla nafn mótherjans í leiknum en hann var að keppa við Danann Holger Rune. Eftir leikinn sakaði hann áhorfendur um að sýna sér virðingarleysi. McEnroe vinnur sem sérfræðingur við Wimbledon mótið en hann vann á sínum tíma sjö risamót þar af Wimbledon mótið þrisvar sinnum frá 1981 til 1984. „Hann er eins og Svarthöfði [Darth Vader í Star Wars] þegar við berum hann saman við tvo af þeim glæsilegustu sem hafa spilað tennisíþróttina, þá Rafael Nadal og Roger Federer,“ sagði John McEnroe í útsendingu breska ríkisútvarpsins frá mótinu. „Það er enginn sem stenst samanburð við þá út frá því hvað þeir hafa fært tennisíþróttinni. Svo kemur þessi gæi Djokovic og eyðileggur partýið,“ sagði McEnroe. Djokovic hefur unnið flest risamót af öllum eða 24. Rafael Nadal hefur unnið 22 og fyrrum methafi, Roger Federer, er með tuttugu. „Hann er sá sem hefur fengið mest að finna fyrir því og þessa vegna er hann sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Það gæti verið að minnsta kosti hundrað leikir þar sem fólk hefur sýnt honum virðingarleysi vegna þess hversu góður hann er,“ sagði McEnroe. „Hvað er svona slæmt við það sem hann hefur gert? Hann er keppnismaður eins og þeir gerast bestir. Er það útlitið eða hvaðan hann kemur,“ spurði McEnroe. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Sjá meira