Hvernig og hvenær en ekki hvort Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. júlí 2024 07:30 Venjulega þykir það góður siður að lesa greinar sem maður hyggst svara áður en maður svarar þeim. Hins vegar má ljóst vera að sumir hafa það ekki að leiðarljósi. Til að mynda minn góði vinur Ole Anton Bieltvedt. Ég fjallaði þannig um það í grein á Vísir.is í gær að reglur Evrópusambandsins væru óumsemjanlegar þegar ný ríki gengju þar inn. Þar vitnaði ég beint til orða sambandsins sjálfs, nánar tiltekið bæklings sem það hefur gefið út til þess að útskýra inngönguferlið. Ole hefði ljóslega afar gott af því að kynna sér efni hans: „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur að hvað umsóknarríki að Evrópusambandinu varði snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það með hvaða hætti og hvenær reglur sambandsins séu teknar upp og innleiddar. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins. Með öðrum orðum snúast viðræðurnar þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk þess en ekki hvort það geri það. Varanlegar undanþágur ekki í boði Fullyrt er í svargrein Oles í gær að ég hafi sagt að svonefndar sérlausnir væru ekki í boði þegar ríki gengju í Evrópusambandið og um það snýst öll grein hans. Hins vegar er það alls ekki rétt eins og Ole vissi hefði hann haft fyrir því að lesa greinina mína. Þvert á móti sagði ég einmitt, og vitnaði í gögn sambandsins, að hægt væri að ná fram sérlausnum, sem í Brussel eru reyndar allajafna kallaðar sérstakar aðlaganir, sem og tímabundnum aðlögunum sem yrðu hins vegar að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Hitt er svo annað mál að ég sagði vissulega að varanlegar undanþágur frá yfirstjórn Evrópusambandsins og regluverki þess væru ekki í boði og vísaði þar bæði í ítrekuð ummæli forystumanna sambandsins um að slíkt væri ekki í boði fyrir umsóknarríki og reynslu ríkja sem sótt hafa um inngöngu í það. Ólíkt varanlegum undaþágum fela sérstakar aðlaganir aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna Evrópusambandsins innan ramma þeirra og breyta engu um það að umsónarríkið fer undir vald sambandsins. Til dæmis benti ég á það að í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið á sínum tíma hefði komið skýrt fram að taka yrði upp allt regluverk þess. Kæmi til sérstakra aðlagana í þeim efnum yrðu þær að rúmast innan ramma regluverksins sem fyrr segir. Tímabundin aðlögun að því yrði að vera „takmörkuð að tíma og umfangi“ og væri einungis í boði í undantekningartilfellum. Í öllum tilfellum mætti slíkt hvorki fela í sér breytingar á reglum sambandsins né stefnumörkun þess. Evrópusambandið ræður ferðinni Fram kemur í grein Oles að Danir hafi fengið nokkrar undanþágur þegar þeir gengu í Evrópusambandið (raunar forvera þess) á sínum tíma. Þar á meðal frá evrunni. Þá hafi verið samþykkt að hvorki Færeyjar né Grænland yrðu hluti þess. Undanþágurnar voru þó veittar í tengslum við samþykkt Maastricht-sáttmálans um tveimur áratugum síðar eftir höfnun Dana á honum í þjóðaratkvæði. Færeyjar fengu heimastjórn eftir síðari heimsstyrjöldina og vildu ekki í sambandið og Grænland vildi úr því þegar það hlaut heimastjórn. Varðandi heimskautalandbúnaðinn, sem Ole nefnir í tengslum við Svía og Finna, felur hann í sér að ríkjum innan Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki þess. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem sambandið setur og ákveður öll skilyrði fyrir. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Hvað Möltu varðar fékk landið ekki undanþágu frá stjórn Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Gert er ráð fyrir verndarsvæði innan 25 mílna frá ströndum landsins sem felur ekki í sér undanþágu frá reglu sambandsins um jafnan aðgang ríkja þess að fiskimiðum. Miðað er við stærð fiskibáta og mega einungis bátar sem eru innan við 12 metrar að lengd veiða innan 12-25 mílna. Hafa útgerðir í öðrum ríkjum sambandsins ekki séð sér hag í því að senda svo smáa báta til veiða við landið þrátt fyrir að hafa fullan rétt til þess. Marklausar upplýsingar frá ESB? Með öðrum orðum er deginum ljósara að sérstakar aðlaganir, eða það sem Ole kallar sérlausnir, væru engan veginn til þess fallnar að tryggja hagsmuni okkar Íslendinga kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Fyrir utan annað myndu þær sem fyrr segir engu breyta um það að við færum undir vald sambandsins og yrðu að rúmast inna regluverks þess. Þá er rétt að rifja upp þá staðreynd að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem myndi henta Íslandi afskaplega illa. Hvað annars varðar skýrslu sem unnin var um Evrópusambandið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins árið 2009 varð hún ekki til á landsfundi flokksins það ár eins og Ole vill meina heldur í aðdraganda hans. Voru skýrsluhöfundar ítrekað gerðir afturreka með tillögur að stefnu flokksins í anda skýrslunnar á fundinum. Sjálfur sat ég hann og varð vitni að þeirri atburðarás. Mikil slagsíða var á nefndinni sem samdi skýrsluna og var síðar viðurkennt að markmiðið með skýrslunni hefði verið að breyta stefnu flokksins. Það mistókst. Vert er að árétta það að lokum að greinin mín er reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda bæði það að reglur sambandsins séu óumsemjanlegar og að sérstakar aðlaganir verði að rúmast innan regluverksins sem enn fremur er að sama skapi reynsla þeirra ríkja sem sótt hafa um inngöngu í það. Með því að hafna því er Ole þannig í raun ekki að andmæla mér heldur Evrópusambandinu. Vandséð er hvernig það geta talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka það sem þaðan kemur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Venjulega þykir það góður siður að lesa greinar sem maður hyggst svara áður en maður svarar þeim. Hins vegar má ljóst vera að sumir hafa það ekki að leiðarljósi. Til að mynda minn góði vinur Ole Anton Bieltvedt. Ég fjallaði þannig um það í grein á Vísir.is í gær að reglur Evrópusambandsins væru óumsemjanlegar þegar ný ríki gengju þar inn. Þar vitnaði ég beint til orða sambandsins sjálfs, nánar tiltekið bæklings sem það hefur gefið út til þess að útskýra inngönguferlið. Ole hefði ljóslega afar gott af því að kynna sér efni hans: „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur að hvað umsóknarríki að Evrópusambandinu varði snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það með hvaða hætti og hvenær reglur sambandsins séu teknar upp og innleiddar. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins. Með öðrum orðum snúast viðræðurnar þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk þess en ekki hvort það geri það. Varanlegar undanþágur ekki í boði Fullyrt er í svargrein Oles í gær að ég hafi sagt að svonefndar sérlausnir væru ekki í boði þegar ríki gengju í Evrópusambandið og um það snýst öll grein hans. Hins vegar er það alls ekki rétt eins og Ole vissi hefði hann haft fyrir því að lesa greinina mína. Þvert á móti sagði ég einmitt, og vitnaði í gögn sambandsins, að hægt væri að ná fram sérlausnum, sem í Brussel eru reyndar allajafna kallaðar sérstakar aðlaganir, sem og tímabundnum aðlögunum sem yrðu hins vegar að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Hitt er svo annað mál að ég sagði vissulega að varanlegar undanþágur frá yfirstjórn Evrópusambandsins og regluverki þess væru ekki í boði og vísaði þar bæði í ítrekuð ummæli forystumanna sambandsins um að slíkt væri ekki í boði fyrir umsóknarríki og reynslu ríkja sem sótt hafa um inngöngu í það. Ólíkt varanlegum undaþágum fela sérstakar aðlaganir aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna Evrópusambandsins innan ramma þeirra og breyta engu um það að umsónarríkið fer undir vald sambandsins. Til dæmis benti ég á það að í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið á sínum tíma hefði komið skýrt fram að taka yrði upp allt regluverk þess. Kæmi til sérstakra aðlagana í þeim efnum yrðu þær að rúmast innan ramma regluverksins sem fyrr segir. Tímabundin aðlögun að því yrði að vera „takmörkuð að tíma og umfangi“ og væri einungis í boði í undantekningartilfellum. Í öllum tilfellum mætti slíkt hvorki fela í sér breytingar á reglum sambandsins né stefnumörkun þess. Evrópusambandið ræður ferðinni Fram kemur í grein Oles að Danir hafi fengið nokkrar undanþágur þegar þeir gengu í Evrópusambandið (raunar forvera þess) á sínum tíma. Þar á meðal frá evrunni. Þá hafi verið samþykkt að hvorki Færeyjar né Grænland yrðu hluti þess. Undanþágurnar voru þó veittar í tengslum við samþykkt Maastricht-sáttmálans um tveimur áratugum síðar eftir höfnun Dana á honum í þjóðaratkvæði. Færeyjar fengu heimastjórn eftir síðari heimsstyrjöldina og vildu ekki í sambandið og Grænland vildi úr því þegar það hlaut heimastjórn. Varðandi heimskautalandbúnaðinn, sem Ole nefnir í tengslum við Svía og Finna, felur hann í sér að ríkjum innan Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki þess. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem sambandið setur og ákveður öll skilyrði fyrir. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Hvað Möltu varðar fékk landið ekki undanþágu frá stjórn Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Gert er ráð fyrir verndarsvæði innan 25 mílna frá ströndum landsins sem felur ekki í sér undanþágu frá reglu sambandsins um jafnan aðgang ríkja þess að fiskimiðum. Miðað er við stærð fiskibáta og mega einungis bátar sem eru innan við 12 metrar að lengd veiða innan 12-25 mílna. Hafa útgerðir í öðrum ríkjum sambandsins ekki séð sér hag í því að senda svo smáa báta til veiða við landið þrátt fyrir að hafa fullan rétt til þess. Marklausar upplýsingar frá ESB? Með öðrum orðum er deginum ljósara að sérstakar aðlaganir, eða það sem Ole kallar sérlausnir, væru engan veginn til þess fallnar að tryggja hagsmuni okkar Íslendinga kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Fyrir utan annað myndu þær sem fyrr segir engu breyta um það að við færum undir vald sambandsins og yrðu að rúmast inna regluverks þess. Þá er rétt að rifja upp þá staðreynd að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem myndi henta Íslandi afskaplega illa. Hvað annars varðar skýrslu sem unnin var um Evrópusambandið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins árið 2009 varð hún ekki til á landsfundi flokksins það ár eins og Ole vill meina heldur í aðdraganda hans. Voru skýrsluhöfundar ítrekað gerðir afturreka með tillögur að stefnu flokksins í anda skýrslunnar á fundinum. Sjálfur sat ég hann og varð vitni að þeirri atburðarás. Mikil slagsíða var á nefndinni sem samdi skýrsluna og var síðar viðurkennt að markmiðið með skýrslunni hefði verið að breyta stefnu flokksins. Það mistókst. Vert er að árétta það að lokum að greinin mín er reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda bæði það að reglur sambandsins séu óumsemjanlegar og að sérstakar aðlaganir verði að rúmast innan regluverksins sem enn fremur er að sama skapi reynsla þeirra ríkja sem sótt hafa um inngöngu í það. Með því að hafna því er Ole þannig í raun ekki að andmæla mér heldur Evrópusambandinu. Vandséð er hvernig það geta talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka það sem þaðan kemur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar