Of lítið fjármagn til viðhalds hafi kostað mannslíf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 09:03 Bifhjólafólk hefur áhyggjur af tíðum bikblæðingum á vegum landsins. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi. Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“ Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Í fréttatilkynningu Snigla segir að á kynningarfundinum 10. júlí hafi lagning tilraunamalbiks á Reykjanesbraut verið til umfjöllunar. Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar er tilraunakaflinn með þremur gerðum malbiks, sem er hefðbundið malbik, malbik með lífbindiefni úr pappírsvinnslu og malbik með lífbindiefni úr grænmetisolíum. „Hemlunarviðnám hefur verið betra á þessum köflum en áður og fylgst verður með þróun þess og myndun hjólafara á tilraunakaflanum,“ segir í tilkynningu. Vinnuferlum breytt eftir banaslys 2020 Einnig hafi breytingar í lagningu klæðningar á undanförnum misserum verið kynntar. Breyting hafi verið gerð á íblöndunarefnum og steinastærð minnkuð. „Tekið var fram að notkun hvítspíra hefur verið hætt fyrir nokkru en var það einmitt vegna blæðinga sem það var gert.“ Þá kom fram að eftirlit með framkvæmdum hafi verið bætt, m.a. með gátlistum með það markmið að framkvæmdir uppfylli kröfur um öryggi og gæði. „Voru þessum vinnuferlum breytt í kjölfarið af slysinu sem að átti sér stað upp á Kjalarnesi þann 28.06.2020 sem varð 2 bifhjólamönnum að bana.“ Viðhaldsskuld í vegakerfinu 130 milljarðar Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. Bifhjólafólk benti á að víða væru merkingar við framkvæmdir í ólagi, sem geti reynst þeim lífshættulegt. Þess var m.a. krafist að sú vinnuregla yrði tekin upp að nota blikkljós þar sem fram færi vegklæðning, og að settar yrðu skýrar merkingar áður en komið væri inn á tilraunasvæði. Vegagerðin mun svara því erindi á næstunni. „Bifreiðagjöld voru lögð á árið 1988 og áttu þau að vera í skamman tíma og fara í viðhald og endurbyggingu á vegum landsins. Okkur þætti áhugavert að fá að vita hversu há þessi tala er á hverju ári og hversu mikið fer í vegakerfið okkar frá ríkisstjórn okkar,“ segir í tilkynningunni. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta , „því slæmir vegir hafa meiri áhrif á akstur bifhjóla en annarra ökutækja.“ Óskað er eftir því að Alþingismenn bregðist við með auknu fjárframlagi. „Mannslíf eru ómetanleg og ekki er hægt að taka til baka það sem að búið er og gert.“
Samgöngur Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira