Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 15:38 Frá síðasta eldgosi við Svartsengi. Vísir/Vilhelm Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að kvikusöfnun undir Svartsengi hafi haldist nokkuð stöðug síðustu vikur. Líkanreikningar áætli að um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að kvika hljóp þaðan síðast í Sundhnúksgígaröðina og eldgosið 29. maí hófst. Kvikumagn þegar náð neðri mörkum Í dag sé magn kviku sem bæst hefur við komið að lægri mörkum þess magns kviku sem talið er þurfa að bætast við til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Efri mörkin liggi í kringum nítján milljónir rúmmetra af kviku. Sé gert ráð fyrir því að á bilinu þrettán til nítján milljónir rúmmetra af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi, bendi ný líkön til þess að mjög miklar líkur séu á því að það eigi sér stað á næstu þremur vikum Meira magn þurfi til núna Áður hafi þó verið bent á að reynslan frá Kröflueldum sýni að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meira magn kviku og þar með meiri þrýsting til að koma þeim af stað. Sé miðað við að um tuttugu milljónir rúmmetra þurfi að safnast fyrir, líkt og sást fyrir eldgosið 29. maí, muni það magn nást á næstu þremur til fjórum vikum. Þetta sé byggt á því að innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svarstengi haldist óbreytt frá því sem nú er. Líklegra að hraun komi upp í bænum Þá segir að nýjustu greiningar á því hvernig staðsetning gosopnunar hefur þróast í síðustu eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni bendi til þess að gosvirknin færist sunnar og nær Grindavík með hverjum atburði. „Með hliðsjón af þessum greiningum og ef tekið er tillit til þess að frá því í nóvember 2023 hafa jarðhræringarnar valdið umtalsverðum sprunguhreyfingum innan Grindavíkur, endurspeglar þetta hættumat auknar líkur á að hraun komi upp innan svæðis 4 – Grindavík - í næsta eldgosi.“ Uppfært hættumat fyrir svæði 4 meti þannig hættu vegna gosopnunar, hraunflæðis og gasmengunar sem „töluverða“, en hún hafi áður verið metin „nokkur“. Þetta sé sambærilegt mati á þessari hættu innan svæðis 3. Þessar breytingar á einstaka hættum innan svæða 3 og 4 hafi á þessu stigi ekki áhrif á heildarmat á hættu innan þeirra. Núgildandi hættumat gildir til 26. júlí, að öllu óbreyttu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að kvikusöfnun undir Svartsengi hafi haldist nokkuð stöðug síðustu vikur. Líkanreikningar áætli að um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að kvika hljóp þaðan síðast í Sundhnúksgígaröðina og eldgosið 29. maí hófst. Kvikumagn þegar náð neðri mörkum Í dag sé magn kviku sem bæst hefur við komið að lægri mörkum þess magns kviku sem talið er þurfa að bætast við til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Efri mörkin liggi í kringum nítján milljónir rúmmetra af kviku. Sé gert ráð fyrir því að á bilinu þrettán til nítján milljónir rúmmetra af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi, bendi ný líkön til þess að mjög miklar líkur séu á því að það eigi sér stað á næstu þremur vikum Meira magn þurfi til núna Áður hafi þó verið bent á að reynslan frá Kröflueldum sýni að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meira magn kviku og þar með meiri þrýsting til að koma þeim af stað. Sé miðað við að um tuttugu milljónir rúmmetra þurfi að safnast fyrir, líkt og sást fyrir eldgosið 29. maí, muni það magn nást á næstu þremur til fjórum vikum. Þetta sé byggt á því að innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svarstengi haldist óbreytt frá því sem nú er. Líklegra að hraun komi upp í bænum Þá segir að nýjustu greiningar á því hvernig staðsetning gosopnunar hefur þróast í síðustu eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni bendi til þess að gosvirknin færist sunnar og nær Grindavík með hverjum atburði. „Með hliðsjón af þessum greiningum og ef tekið er tillit til þess að frá því í nóvember 2023 hafa jarðhræringarnar valdið umtalsverðum sprunguhreyfingum innan Grindavíkur, endurspeglar þetta hættumat auknar líkur á að hraun komi upp innan svæðis 4 – Grindavík - í næsta eldgosi.“ Uppfært hættumat fyrir svæði 4 meti þannig hættu vegna gosopnunar, hraunflæðis og gasmengunar sem „töluverða“, en hún hafi áður verið metin „nokkur“. Þetta sé sambærilegt mati á þessari hættu innan svæðis 3. Þessar breytingar á einstaka hættum innan svæða 3 og 4 hafi á þessu stigi ekki áhrif á heildarmat á hættu innan þeirra. Núgildandi hættumat gildir til 26. júlí, að öllu óbreyttu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira