„Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2024 23:30 Fyrirliðinn Höskuldur hefur leikið 32 Evrópuleiki og skorað í þeim 9 mörk. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir Blika klára í bátana fyrir leik kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar komust 2-0 yfir ytra gegn Tikvesh frá Makedóníu en misstu leikinn niður í 3-2 tap. Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira