Lífið

Fékk sér þýðingar­mikið húð­flúr

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli.
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli. Vísir/Vilhelm

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem alla jafna er kölluð Ragga nagli, fékk sér nýtt og þýðingarmikið húðflúr á dögunum. Ragga birti nærmynd af húðflúrinu á Intagram í gær þar sem má sjá mynd af blóminu Gleym mér ei.

Ragga líkir blómunum við örsmáar gleðiststundir í lífinu og segir að þau minni hana á að meta fegurðina sem felst í náttúrunni.

„Ég var vön að festa Gleym mér ei á fötin mín sem barn. En það sem er enn mikilvægara er að blómið er tákn Alzheimers-sjúkdómsins og annarar heilabilunar, sem er mér mjög kært,“ skrifar Ragga við myndina.

Ragga deilir reglulega hreinskilnum pistlum á samfélagsmiðlum um heilsu og lífstíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.