466 milljarðir í vasa norskra eldisrisa Gunnlaugur Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 08:01 Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins. Samkvæmt norsku markaðsverði þá jafngildir það 466 milljörðum króna. Þessi verðmyndun í Noregi á sér stað þrátt fyrir gildistöku nýs 20 prósenta grunnrentuskatts á öll sjókvíaeldisfyrirtæki í Noregi. Engri slíkri gjaldtöku er til að dreifa á Íslandi, aðeins táknræn greiðsla á afar lágu framleiðslugjaldi sem verður að agnarbroti í samanburði við opinberar gjaldtökur í Noregi. Það er vægt til orða tekið að kalla þetta dekur við auðmjúka gjafmildi í þágu norskra eldisrisa. Þrátt fyrir afar brösótt gengi í opna eldinu síðustu ár, þar sem hvert áfallið af öðru hefur gengið yfir, slysasleppingar, sjúkdómar, lús, sjávarkuldi og vaxandi erfðablöndum við villtan lax, þá eru í raun aðeins ein föst verðmæti í íslenska eldisbransanum. Framleiðsluleyfin, kvótinn sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið norsku eldisiðjunni til að braska með og skilað mörgum milljörðum króna í vasa útvalinna manna. Svo lagði matvælaráðherra fram frumvarp á Alþingi í umboði ríkisstjórnarinnar sem boðaði að þessi opna eldisiðja með norskan lax eigi að vaxa og dafna í landinu, halda eigi áfram að úthluta leyfum á silfurfati og helst til eilífðar og allar hindranir afnumdar sem gætu truflað innbyrðis viðskipti svo braska megi áfram með íslenska eldiskvótann. Á sama tíma segja ýmsir norskir eldisfurstar í sínum ranni, að opið sjókvíaeldi heyri sögunni til í Noregi fyrir 2030. Hrikaleg staða í mörgum norskum laxveiðiám, þar sem veiðar hafa m.a. verið bannaðar, hefur enn frekar þrýst á það. Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án skelfilegra afleiðinga fyrir lífríkið. Fullreynt er, að engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það eins og reynslan hér á landi staðfestir. Er ekki mál að linni? Hvað þarf spillingin í kringum þessa opnu eldisiðju að rista djúpt og eyðleggja mikið áður en íslenskir stjórnmálamenn vakna og segja: Nú er nóg komið. Matvælaráðherra var gerður afturreka með eldisfrumvarpið sitt á Alþingi nú í vor og þrátt fyrir að tveir forsætisráðherrar hefðu lýst yfir að væri forgangsmál. Þá vaknaði á Alþingi von, mörgum óbreyttum þingmönnum var misboðið. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að einhenda sér í að marka ábyrga viðbragðsáætlun til að standa vörð um búsetu og heilbrigt atvinnulíf í eldisbyggðunum þegar opna eldinu verður hætt sem hlýtur að verða innan tíðar. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur, fyrrverandi alþingismaður og formaður Náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Fiskeldi Sjókvíaeldi Noregur Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins. Samkvæmt norsku markaðsverði þá jafngildir það 466 milljörðum króna. Þessi verðmyndun í Noregi á sér stað þrátt fyrir gildistöku nýs 20 prósenta grunnrentuskatts á öll sjókvíaeldisfyrirtæki í Noregi. Engri slíkri gjaldtöku er til að dreifa á Íslandi, aðeins táknræn greiðsla á afar lágu framleiðslugjaldi sem verður að agnarbroti í samanburði við opinberar gjaldtökur í Noregi. Það er vægt til orða tekið að kalla þetta dekur við auðmjúka gjafmildi í þágu norskra eldisrisa. Þrátt fyrir afar brösótt gengi í opna eldinu síðustu ár, þar sem hvert áfallið af öðru hefur gengið yfir, slysasleppingar, sjúkdómar, lús, sjávarkuldi og vaxandi erfðablöndum við villtan lax, þá eru í raun aðeins ein föst verðmæti í íslenska eldisbransanum. Framleiðsluleyfin, kvótinn sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið norsku eldisiðjunni til að braska með og skilað mörgum milljörðum króna í vasa útvalinna manna. Svo lagði matvælaráðherra fram frumvarp á Alþingi í umboði ríkisstjórnarinnar sem boðaði að þessi opna eldisiðja með norskan lax eigi að vaxa og dafna í landinu, halda eigi áfram að úthluta leyfum á silfurfati og helst til eilífðar og allar hindranir afnumdar sem gætu truflað innbyrðis viðskipti svo braska megi áfram með íslenska eldiskvótann. Á sama tíma segja ýmsir norskir eldisfurstar í sínum ranni, að opið sjókvíaeldi heyri sögunni til í Noregi fyrir 2030. Hrikaleg staða í mörgum norskum laxveiðiám, þar sem veiðar hafa m.a. verið bannaðar, hefur enn frekar þrýst á það. Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án skelfilegra afleiðinga fyrir lífríkið. Fullreynt er, að engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það eins og reynslan hér á landi staðfestir. Er ekki mál að linni? Hvað þarf spillingin í kringum þessa opnu eldisiðju að rista djúpt og eyðleggja mikið áður en íslenskir stjórnmálamenn vakna og segja: Nú er nóg komið. Matvælaráðherra var gerður afturreka með eldisfrumvarpið sitt á Alþingi nú í vor og þrátt fyrir að tveir forsætisráðherrar hefðu lýst yfir að væri forgangsmál. Þá vaknaði á Alþingi von, mörgum óbreyttum þingmönnum var misboðið. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að einhenda sér í að marka ábyrga viðbragðsáætlun til að standa vörð um búsetu og heilbrigt atvinnulíf í eldisbyggðunum þegar opna eldinu verður hætt sem hlýtur að verða innan tíðar. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur, fyrrverandi alþingismaður og formaður Náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar