Grunlaus Ægir Jarl biðst afsökunar Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 09:30 Ægir Jarl var leikmaður KR áður en hann skipti yfir til danska félagsins AB á dögunum Vísir/Anton Brink Óhætt er að segja að dvöl knattspyrnumannsins Ægis Jarls Jónassonar, hjá nýja félagi hans AB, fari brösuglega af stað. Saklaus vera hans sem áhorfandi á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum AB. Ægir Jarl skipti á dögunum yfir til C-deildar liðsins AB í Danmörku frá Bestu deildar liði KR en þar mun Ægir Jarl leika undir stjórn Íslendingsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 á dögunum sagði Ægir Jarl frá langþráðum draumi sínum að leika knattspyrnu erlendis og því var það erfitt fyrir hann að hafna tækifærinu að leika fyrir AB. Nýr í Danaveldi og ekki hægt að kenna Ægi Jarli um það að hann viti lítið um nágrannaslagi eða hatrömm sambönd liða þar í landi. Því fór hann, myndi maður ætla, ansi rólegur á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær á heimavelli Lyngby að styðja við bakið á kunningjum sínum. Sannkallaðan Íslendingaslag þar sem fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá þessum tveimur liðum. Sögulega séð er mikill rígur á milli AB, núverandi félags Ægis Jarls, og Lyngby. Íslendingurinn birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá að hann var mættur á leik gærkvöldsins en skyndilega var sú færsla dregin til baka. Færsla Ægis Jarls, afsökunarbeiðni til stuðningsmanna AB, birtist á samfélagsmiðlum í gær.Vísir/Skjáskot Í kjölfarið birtir Ægir Jarl afsökunarbeiðni og ljóst að eitthvað mikið hafði gengið á, stuðningsmenn AB látið heyra í sér. „Varðandi fyrri færslu mína. Þetta er til allra stuðningsmanna AB. Ég biðst afsökunar, ég biðst afsökunar!“ sagði í færslu Ægis Jarls þar sem að hann útskýrir svo hvernig hann hafi ekki áttað sig á þeim stóra sögulega ríg sem ríkir á milli AB og Lyngby. „Ég er ekki fullkominn. Ég var mættur á leikinn til þess að styðja við íslenska leikmenn sem spila fyrir félagið og buðu mér á leikinn. Ég lofa af fullu hjarta að ég mun leggja líf og sál í verkefnið hjá AB svo við getum náð sameiginlegum markmiðum okkar.“ Danski boltinn Tengdar fréttir Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Ægir Jarl skipti á dögunum yfir til C-deildar liðsins AB í Danmörku frá Bestu deildar liði KR en þar mun Ægir Jarl leika undir stjórn Íslendingsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 á dögunum sagði Ægir Jarl frá langþráðum draumi sínum að leika knattspyrnu erlendis og því var það erfitt fyrir hann að hafna tækifærinu að leika fyrir AB. Nýr í Danaveldi og ekki hægt að kenna Ægi Jarli um það að hann viti lítið um nágrannaslagi eða hatrömm sambönd liða þar í landi. Því fór hann, myndi maður ætla, ansi rólegur á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær á heimavelli Lyngby að styðja við bakið á kunningjum sínum. Sannkallaðan Íslendingaslag þar sem fjölmargir Íslendingar eru á mála hjá þessum tveimur liðum. Sögulega séð er mikill rígur á milli AB, núverandi félags Ægis Jarls, og Lyngby. Íslendingurinn birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá að hann var mættur á leik gærkvöldsins en skyndilega var sú færsla dregin til baka. Færsla Ægis Jarls, afsökunarbeiðni til stuðningsmanna AB, birtist á samfélagsmiðlum í gær.Vísir/Skjáskot Í kjölfarið birtir Ægir Jarl afsökunarbeiðni og ljóst að eitthvað mikið hafði gengið á, stuðningsmenn AB látið heyra í sér. „Varðandi fyrri færslu mína. Þetta er til allra stuðningsmanna AB. Ég biðst afsökunar, ég biðst afsökunar!“ sagði í færslu Ægis Jarls þar sem að hann útskýrir svo hvernig hann hafi ekki áttað sig á þeim stóra sögulega ríg sem ríkir á milli AB og Lyngby. „Ég er ekki fullkominn. Ég var mættur á leikinn til þess að styðja við íslenska leikmenn sem spila fyrir félagið og buðu mér á leikinn. Ég lofa af fullu hjarta að ég mun leggja líf og sál í verkefnið hjá AB svo við getum náð sameiginlegum markmiðum okkar.“
Danski boltinn Tengdar fréttir Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Jói Kalli hættir hjá landsliðinu og fer til Danmerkur Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 15. maí 2024 12:13