Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 18:09 Loftmynd úr Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt. Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
„Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira