50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. júlí 2024 07:00 Sem betur fer upplifa ekki allir miðlífskrísu. En hún getur verið tímabil að fara í gegnum, sérstaklega þegar eitthvað hefur triggerað þannig að allt í einu fer fólk að endurskoða nánast allt í sínu lífi. Vísir/Getty Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. Miðlífskrísa getur hins vegar verið tímabil sem fólk fer í gegnum, sérstaklega eftir stórar breytingar. Til dæmis hjónaskilnað, atvinnumissi, stöðubreytingu, ástvinamissi, heilsubrest og svo framvegis. Já, það er oft eitthvað sem triggerar. Eitthvað sem fær okkur til að endurskoða nánast allt í okkar eigin lífi; allt frá útliti, lífstíl yfir í makasamband eða starfsvettvang. Í dag ætlum við hins vegar að rýna í algeng einkenni miðlífskrísu. Því það að ræða málin við okkar nánasta eða leita til fagaðila, er auðveldari skref að taka ef við áttum okkur á því að við séum að upplifa einhvers konar krísu. Hér eru nokkur algeng einkenni: 1. Eftirsjá eða depurð Sumir upplifa eftirsjánna þannig að fara aftur og aftur að hugsa um eitthvað liðið og sjá eftir því að hafa ekki breytt öðruvísi. Til dæmis að hafa ekki slegið til og látið reyna á eitthvað samband með aðila þegar það var ungt (og er ekki makinn í dag) eða einhvern starfsvettvang eða nám. 2. Eirðarleysi og dagdraumar Þótt lífið sé fyrir löngu komið í fastar skorður ferðu allt í einu að upplifa ákveðið eirðarleysi í rútínunni þinni og jafnvel dagdrauma um að daglega lífið þitt sé einhvern veginn allt öðruvísi en það er. 3. Pirringur Erfiðar skapsveiflur sem oftast bitna á þínum nánustu, til dæmis maka eða foreldrum, nánustu vinum eða fullorðnum börnum. 4. Fortíðarþrá (nostalgía) Í stað þess að lifa í núinu og njóta þess sem þú hefur í dag, dettur þú í þá gryfju að upplifa smá fortíðarþrá. Ert endalaust að rifja upp gamla og góoða tíma þegar allt var svo frábært. Jafnvel þegar þú varst allt öðruvísi; alltaf í íþróttum eða ræktinni, að skemmta þér með skólafélögum og svo framvegis. 5. Hvatvísi, drykkja, fíkn Sumir detta í eitthvað munstur sem þeir hefðu síst viljað. Áfengisdrykkja eykst hjá sumum, aðrir taka verkjalyf og átta sig jafnvel ekki á óþóðafíkninni sem oft fylgir á meðan sumir fara í allt aðrar áttir: Verða hvatvísir og ráðast í stórkaup oftar, meir eða öðruvísi en áður. Í raun er verið að tala um einhvers konar hegðun sem felur í sér að viðkomandi er að reyna að fylla upp í eitthvað tómarúm eða vanlíðan, án þess að vita nákvæmlega hvað veldur. Ekkert reynist síðan fullnægja. 6. Breytt kynhvöt Þessar breytingar geta endurspeglast í báðar áttir; hjá sumum minnkar kynhvötin og verður jafnvel engin á meðan aðrir upplifa aukna kynhvöt, leiðast jafnvel út í framhjáhald eða efasemdir um núverandi samband. 7. Eldmóður/drifkraftur Allt í einu fyllist þú nýjum eldmóði og krafti, ferð að hreyfa þig meir, huga öðruvísi að lífstílnum, útlitinu, heimilinu, áhugamálum, hvort þú viljir vera í þessu starfi sem þú ert í eða breyta til og svo framvegis. Hjá sumum er þessu reyndar öfugt farið og það sem áður dreif þig áfram eða fyllti þig eldmóði, gerir það ekki lengur og þér finnst þú ekki hafa nein markmið að stefna að eða hlakka til. Góðu ráðin Geðheilbrigði Tengdar fréttir 50+: Neikvæð líkamsvitund algengari Útlits- og æskudýrkun er að hafa umtalsverð áhrif á líðan fólks í 50+ hópnum. Þannig sýna rannsóknir að síðustu tuttugu árin, hefur neikvæð líkamsvitund aukist jafnt og þétt hjá þessum aldurshópi. 15. júlí 2024 07:01 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 Sjö hættulegar gryfjur fyrir hjón og pör að falla í Ætli það komi ekki upp mismunandi atriði í huga fólks þegar það hugsar um hverjar séu algengustu gryfjurnar fyrir pör að falla í. Með þeim afleiðingum að sambandið liðast í sundur. 25. apríl 2024 07:00 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Miðlífskrísa getur hins vegar verið tímabil sem fólk fer í gegnum, sérstaklega eftir stórar breytingar. Til dæmis hjónaskilnað, atvinnumissi, stöðubreytingu, ástvinamissi, heilsubrest og svo framvegis. Já, það er oft eitthvað sem triggerar. Eitthvað sem fær okkur til að endurskoða nánast allt í okkar eigin lífi; allt frá útliti, lífstíl yfir í makasamband eða starfsvettvang. Í dag ætlum við hins vegar að rýna í algeng einkenni miðlífskrísu. Því það að ræða málin við okkar nánasta eða leita til fagaðila, er auðveldari skref að taka ef við áttum okkur á því að við séum að upplifa einhvers konar krísu. Hér eru nokkur algeng einkenni: 1. Eftirsjá eða depurð Sumir upplifa eftirsjánna þannig að fara aftur og aftur að hugsa um eitthvað liðið og sjá eftir því að hafa ekki breytt öðruvísi. Til dæmis að hafa ekki slegið til og látið reyna á eitthvað samband með aðila þegar það var ungt (og er ekki makinn í dag) eða einhvern starfsvettvang eða nám. 2. Eirðarleysi og dagdraumar Þótt lífið sé fyrir löngu komið í fastar skorður ferðu allt í einu að upplifa ákveðið eirðarleysi í rútínunni þinni og jafnvel dagdrauma um að daglega lífið þitt sé einhvern veginn allt öðruvísi en það er. 3. Pirringur Erfiðar skapsveiflur sem oftast bitna á þínum nánustu, til dæmis maka eða foreldrum, nánustu vinum eða fullorðnum börnum. 4. Fortíðarþrá (nostalgía) Í stað þess að lifa í núinu og njóta þess sem þú hefur í dag, dettur þú í þá gryfju að upplifa smá fortíðarþrá. Ert endalaust að rifja upp gamla og góoða tíma þegar allt var svo frábært. Jafnvel þegar þú varst allt öðruvísi; alltaf í íþróttum eða ræktinni, að skemmta þér með skólafélögum og svo framvegis. 5. Hvatvísi, drykkja, fíkn Sumir detta í eitthvað munstur sem þeir hefðu síst viljað. Áfengisdrykkja eykst hjá sumum, aðrir taka verkjalyf og átta sig jafnvel ekki á óþóðafíkninni sem oft fylgir á meðan sumir fara í allt aðrar áttir: Verða hvatvísir og ráðast í stórkaup oftar, meir eða öðruvísi en áður. Í raun er verið að tala um einhvers konar hegðun sem felur í sér að viðkomandi er að reyna að fylla upp í eitthvað tómarúm eða vanlíðan, án þess að vita nákvæmlega hvað veldur. Ekkert reynist síðan fullnægja. 6. Breytt kynhvöt Þessar breytingar geta endurspeglast í báðar áttir; hjá sumum minnkar kynhvötin og verður jafnvel engin á meðan aðrir upplifa aukna kynhvöt, leiðast jafnvel út í framhjáhald eða efasemdir um núverandi samband. 7. Eldmóður/drifkraftur Allt í einu fyllist þú nýjum eldmóði og krafti, ferð að hreyfa þig meir, huga öðruvísi að lífstílnum, útlitinu, heimilinu, áhugamálum, hvort þú viljir vera í þessu starfi sem þú ert í eða breyta til og svo framvegis. Hjá sumum er þessu reyndar öfugt farið og það sem áður dreif þig áfram eða fyllti þig eldmóði, gerir það ekki lengur og þér finnst þú ekki hafa nein markmið að stefna að eða hlakka til.
Góðu ráðin Geðheilbrigði Tengdar fréttir 50+: Neikvæð líkamsvitund algengari Útlits- og æskudýrkun er að hafa umtalsverð áhrif á líðan fólks í 50+ hópnum. Þannig sýna rannsóknir að síðustu tuttugu árin, hefur neikvæð líkamsvitund aukist jafnt og þétt hjá þessum aldurshópi. 15. júlí 2024 07:01 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58 Sjö hættulegar gryfjur fyrir hjón og pör að falla í Ætli það komi ekki upp mismunandi atriði í huga fólks þegar það hugsar um hverjar séu algengustu gryfjurnar fyrir pör að falla í. Með þeim afleiðingum að sambandið liðast í sundur. 25. apríl 2024 07:00 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
50+: Neikvæð líkamsvitund algengari Útlits- og æskudýrkun er að hafa umtalsverð áhrif á líðan fólks í 50+ hópnum. Þannig sýna rannsóknir að síðustu tuttugu árin, hefur neikvæð líkamsvitund aukist jafnt og þétt hjá þessum aldurshópi. 15. júlí 2024 07:01
50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01
Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann „Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 30. júní 2024 08:58
Sjö hættulegar gryfjur fyrir hjón og pör að falla í Ætli það komi ekki upp mismunandi atriði í huga fólks þegar það hugsar um hverjar séu algengustu gryfjurnar fyrir pör að falla í. Með þeim afleiðingum að sambandið liðast í sundur. 25. apríl 2024 07:00
„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01